Bloggfærslur mánaðarins, desember 2013
Frelsishetja í skugga hégómans
10.12.2013 | 20:00
Barack Obama heilsaði Raul Castro með handabandi á minningarathöfninni um Nelson Mandela.
Það er ekki að sökum að spyrja, fréttamenn snéru umfjöllun sinni um minningarathöfnina samstundis á haus og gerðu handabandið að þungamiðju sinnar umfjöllunar. Nelson blessaður varð þannig hégómanum að bráð í eigin minningarathöfn.
Handaband Castros og Obama kom á óvart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 20:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þetta er viðbjóður
9.12.2013 | 19:47
Hreinræktuð skítseiði! Fleiri orð þarf ekki um þessar siðblindu mannleysur.
Skyndikynni breyttust í martröð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 19:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fyrsta veirupest vetrarins lögst yfir - bóluefni aðeins fyrir útvalda
9.12.2013 | 05:07
Ríkisstjórnin ætlar að auka álögur á ungt fólk, barnafjölskyldur og þiggjendur vaxtabóta til að stoppa að hluta upp í fjárlagagatið sem þeir bjuggu til m.a. með skattaniðurfellingunni á stórútgerðir og lækkun skatta hátekjufólks og auðmanna. Nýfengin skuldaleiðrétting verður fokin út í veður og vind löngu áður en menn geta hana höndum tekið.
Þessir dusilmenni leggjast yfir þjóðina eins og hver önnur veirusýking. Íhaldspestin flæðir yfir samfélagið og leggst að venju harðast á þá standa höllum fæti og þá sem veikastir eru fyrir. Það lítur út fyrir að pestin verði óvenju skæð að þessu sinni og jafnvel viðvarandi, fái hún frið til að grassera.
En uppi á ríkisstjórnarbitanum hafa auðmannspúkarnir komið sér vel fyrir og fita sig á verkum ríkisstjórnarinnar, vel varðir fyrir álögupestinni og eðlilegri samfélagsþátttöku.
Heilbrigðiskerfið fram yfir þróunaraðstoð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
"Frændur okkar" Norðmenn
8.12.2013 | 22:19
ESB vonast til að leysa megi makríldeilu sambandsins við Íslendinga og Færeyinga fyrir áramót. ESB hefur lagt fram tilboð sem getur verið samningsgrundvöllur. Það eina sem stendur í veginum fyrir samningum eru frændur okkar og vinir Norðmenn.
Þannig eru þeir ætíð blessaðir Norðmennirnir, bugta sig og beygja fyrir stórþjóðum, en belgja sig út með derring og hroka gagnvart smærri þjóðum, sem þeir þykjast eiga alskostar við. Þess á milli eru þeir svo ekkert nema helgislepjan og falsið henti það þeirra markmiðum.
Vill leysa deiluna fyrir áramót | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Er moldvarpan hetja eða skúrkur?
7.12.2013 | 10:48
Spurningunni, hvort tölvan sem fannst í Alþingishúsinu hafi verið notuð til njósna um þingmenn og þingheim, er enn ósvarað, þó líkurnar á því hafi aukist nokkuð við þessar síðustu fréttir.
Verulegar líkur eru á því tölvan hafi ratað inn í Alþingishúsið fyrir tilverknað innanbúðarmanns, eða konu! Miklar líkur eru á því að það hafi hið minnsta verið með vitund einhvers í þinginu.
Þá er það stóra spurningin, hvort innanbúðarmaðurinn, ja eða konan, sé skúrkur eða hetja?
Voru símar Alþingis hleraðir? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Hvar væri þessi þjóð á vegi stödd ef ekki væri fyrir breiðu bökin?
6.12.2013 | 06:06
Ríkisstjórnarómyndin er með allt niður um sig, allar aðgerðir hennar eru eftiráreddingar, allt fellur á eindaga og svo bíta ráðherrarnir hattinn af skömminni með því að kenna fyrri ríkisstjórn um yfirdrifinn aumingjaskapinn.
Stjórnin hefur verið tekin í bólinu í öllum málum nema einu. Það mál var ríkisstyrkurinn til ríkisómaganna í LÍÚ og annarra auðmanna. Þá voru hendur látnar standa fram úr ermum, ekki var forsvaranlegt að draga það mál, svo ómaga aumingjarnir þyrftu ekki að kvíða jólunum.
En jólin koma víst á sama tíma hjá öllum, þó liggur ríkisstjórninni ekkert á hvað varðar atvinnulausa enda eru þeir taldir standa ólíkt betur en aumingja ríka fólkið, sem hefur gengið í gegnum verulega skert lífskjör og upplifað tekjuhruuuuuun!
Atvinnulausum var ekki greidd desemberuppbót þetta árið eins og í tíð fyrri stjórnar, sem hóf greiðslu uppbótarinnar aftur í sinni tíð. Þá hafði uppbótin ekki verið greidd frá því núverandi stjórnarflokkar afnámu hana 2005 og endurtaka núna þann ljóta leik. Allir fengu skattalækkunn nema lægsti tekjuhópurinn. Simmi silfurskeið og Bjarni barnungi vissu hvar breiðubökin var að finna.
Núverandi ríkisstjórnstjórn ber ekki ábyrgð á þessu klúðri segir Eygló Harðardóttir velferðarráðherra og segir afstöðu sína í málinu alveg skýra. Ábyrgðina beri fyrri ríkisstjórn, sem lét undir höfuð leggjast að taka ákvörðun um uppbótina, fyrir núverandi stjórn, áður en hún fór frá.
Velferðarráðherra segist berjast innan ríkisstjórnarinnar fyrir lausn á málinu. Að þeim bardaga loknum er sennilegast að ríkisstjórnin taki gleiða Vigdísi Hauksdóttur á þetta og ákveði að greiða desemberuppbótina strax. Uppbótin kæmi þá til útborgunar fyrir jólin 2016 eða í lok kjörtímabilsins 2017.
Það þurfti engan bardaga innan ríkisstjórnarinnar um milljarða bakfærslur til LÍÚ, þá gekk það átakalaust raunar ljúft og smurt að breyta ákvörðun fyrri ríkisstjórnar. Það var ekki gert strax (nota bene) heldur samstundis. Í öllum öðrum málum hefur silfurskeiðastjórninni verið algerlega ógerlegt að krukka í "ranglæti" fyrri ríkisstjórnar, eins og þeir lofuðu.
LÍÚ þjóðarómagarnir eiga auk þess von á tug milljarða makrílkvótagjöf á nýju ári frá þessari aumustu ríkisstjórnardruslu allra tíma.
Um helmingur styður ríkisstjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fangi númer 46664
5.12.2013 | 22:47
Nelson Mandela bar höfuð og herðar yfir samtímamenn sína og í mannkynssögunni allri er hann risi. Nafn hans verður um alla framtíð samofið mannkærleikanum.
Fangi númer 46664, takk fyrir þitt risaframlag, takk fyrir brosið í hjarta þínu!
Frelsishetja fallin frá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mömmustrákar "meika" það
5.12.2013 | 05:17
Í viðhengdri frétt Smartlandsins er fjallað um einhverja rannsókn sem hampar mömmustrákum sérstaklega. Samkvæmt rannsókninni gengur mömmustrákum betur í lífinu og þeir ná lengra á framabrautinni en aðrir drengir. Hvort eitthvað sé til í því skal ósagt látið og engin dæmi eru nefnd í fréttinni, rannsókninni til stuðnings.
Við lauslega athugun kemur í ljós að þekktustu mömmustrákar mannkyns eru t.a.m., Napoleon, Bismarck, Hitler, Alexander mikli, Hindenburg, Stalín, Mussolini, Sesar, Nero, Ívan grimmi og Franco svo aðeins fáeinir séu hefndir.
Þetta er fríður flokkur mömmustráka sem urðu mestu harðstjórar og grimmdarseggir sögunnar og náðu sannarlega lengra en aðrir drengir á sínum samtíma.
Hvaða mömmustrákur vildi ekki tilheyra þessum fríða flokki?
Í upptalninguna hér að framan vantar að sjálfsögðu þekktasta mömmustrák Íslands, þann sem komist hefur næst því að teljast fullkominn einvaldur í íslenskum stjórnmálum, dáður og dýrkaður.
Mömmustrákar standa sig betur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 06:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Páfi enn við sama heygarðshornið
4.12.2013 | 13:11
Páfi hefur ekki skipt um starf, hann er enn útkastari, það eina sem hefur breyst er vettvangurinn.
Áður kastaði hann mönnum, sem voru með múður, út af knæpum. Núna kastar hann mönnum, sem ekki makka rétt í trúnni, út í ystu myrkur.
Páfinn vann sem útkastari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 14:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Apaspil
4.12.2013 | 09:47
Í Bandaríkjunum er hafin barátta fyrir mannréttindum apa.
Öfugt við Bandaríska apa þá njóta Íslenskir apar fullra mannréttinda, meira að segja töluverðra réttinda umfram venjulegt fólk.
Þeir fá t.a.m. laun, góð laun meira að segja, fyrir að ljúga og apast allan daginn, margfalt betri lífeyrisréttindi, allskonar hlunnindi og sporslur og svo mætti lengi telja.
Svo ofan í kaupið eru íslensku aparnir kenndir við menn, þeir kallast stjórnmálamenn.
Vilja að apar njóti mannréttinda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)