Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Minn er stærri en þinn – jú víst!

p8ok1_1277992.jpgÞað er óþægilegt tilhugsunar, svo ekki sé dýpra í árinni tekið, að svo geti farið að ein af þessum mannvitsbrekkum repúblikanaflokksins verði kjörinn í valdamesta embætti heims og hafi fjöregg heimsins í höndum sér.

 

cruz-texas-morons_1277993.jpgÞjóð sem kaus George W. Bush, ekki bara einu sinni heldur tvisvar, er til alls vís. Bush karlinn var tæpur, en þessir menn – almáttugur minn, myndi einhver segja!

 

 

no_dick_1277995.jpgAumt er mannvalið í repú- blikanaflokknum, ef þetta er rjóminn.


mbl.is Rökræddu um reðurstærð Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kúnstin að vera betri fasisti en Donald Trump

donald_prump.jpgBreska ríkisstjórnin íhugar að meina Donald Trump að koma til Bretlands í kjölfar undirskrifta- söfnunar þar að lútandi.

Ekki er ég neinn aðdáandi „risaeðlunar“ Donalds Trumps og fasískra skoðana hans. En að ætla að meina mannfýlunni að ferðast til Bretlands á grundvelli skoðana hans er hugmyndafræði af sama meiði og Trump sjálfur boðar.

En í góðum tilgangi auðvitað, athugið það!


mbl.is Útiloka ekki að banna Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Neyðarleg ráðstöfun, en óhjákvæmileg

Flóttamannavandinn vindur upp á sig eins og snjóbolti, sem veltur niður bratta hlíð og getur ekki annað en vaxið og stækkað. Allskonar óþjóðalýður, sem makar krókinn á neyð fólks, etur því á foraðið og hraðar vexti vandans.

Þessi ráðstöfun Svía er aðeins fyrsta birtingarmyndin af því óhjákvæmilega. Öll lönd munu fyrr eða síðar setja lása og krossbönd á sín landamæri. Hversu sárt sem það annars kann að þykja.

Það gildir einu hversu viljugar þjóðir heims eru til móttöku flóttafólks, það kemur að þolmörkum og vandinn er nú þegar að verða ofvaxinn getu þeirra, margra hverra.

Það verður að ráðast að rót vandans, það er dugir ekki að setja endalaust plástur á sárið!


mbl.is Svíar gera skilríki að skilyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veldur hver á heldur

Lögreglan í Bandaríkjunum hefur drepið 1000 manns það sem af er árinu!

Ímyndið ykkur fyrirganginn og hernaðaraðgerðirnar sem væru í gangi ef þessir sömu 1000 bandarísku borgarar hefðu verið felldir af einhverjum "múslimum".

 

 


mbl.is Þúsund látist af völdum lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með höfuðið upp í eigin rassgati sjá þeir ekki vandann

vandinn.jpgFyrir bandaríkjamönnum er það lítið mál að fara með hernaði út um allan heim og drepa þar fólk undir því yfirskini að með því bjargi þeir lífi góðra bandaríkjamanna heima fyrir, sem „vondu mennirnir“ útlendu ráðgerðu að drepa.

Það er svo sem gott og blessað svo langt sem það nær.

En á sama tíma gera bandaríkjamenn nákvæmlega ekkert, til að sporna við því morð- og grimdaræði sem grasserar heima fyrir þar sem „góðu“ bandaríkjamennirnir drepa hvorn annan í þúsunda eða tugþúsunda tali á hverju ári. Vart líður svo vika að ekki berist fregnir af fjöldamorðum í kirkjum, skólum, barnaafmælum, hreinlega allstaðar.

Jafnvel lögreglan gengur um og fellir fólk af minnsta tilefni.

Eina ráðið sem bandaríkjamönnum dettur í hug til lausnar á vandanum er að fjölga byssum í umferð svo menn geti „varið sig“ hver fyrir öðrum!

Ja hérna, þvílík snilld!

Sennilega hafa fleiri bandaríkjamenn fallið fyrir byssum á heimavelli frá lokum seinni heimsstyrjaldar en nemur föllnum hermönnum í öllum hernaðarátökum sem þeir hafa staðið fyrir erlendis á sama tíma.

Áður en bandaríkjamenn fara í frekari víking erlendis til bjargar bandarískum lífum heimafyrir, ættu þeir að draga höfuðið út úr eigin rassgati og líta sér nær.


mbl.is Hófu skothríð í barnaafmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veldur hver á heldur

Gereyðingarárásin á Þýsku borgina Dresden í lok stríðsins hafði nákvæmlega enga hernaðarlega þýðingu.Þá var þegar orðið ljóst að Þjóðverjar höfðu tapað stríðinu.

Þeir sem skipulögðu og gáfu fyrirmæli um framkvæmd þessa mesta stríðsglæps seinni heimstyrjaldar hefðu átt með réttu jafn mikið erindi á sakamannabekkina í Nürnberg að stríði loknu og Nasistaböðlarnir sem þar mættu örlögum sínum.

Flóknara er það nú ekki.


mbl.is 70 ár frá loftárásinni á Dresden
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fláráður og vinur hans Flækjufótur

Engum þjóðum er betur treystandi en Bretum og Bandaríkjamönnum til að haga baráttunni gegn öfgahópum og hryðjuverkum með þeim hætti að útkoman verði þveröfug við sett markmið.

Sameiginlegur aðgerðarhópur (sakleysislegt heiti á manndrápurum) með tilheyrandi leyniþjónustu verður settur á laggirnar í þessum tilgangi. Leyniþjónustur hafa þann leiða ávana að treysta engum og jafnvel ekki valdhöfum eigin lands. Því gæti slík starfsemi, sem þjónar tveimur herrum, orðið litrík og hættuleg þeim sem síst skyldi.


mbl.is Bandalag gegn hryðjuverkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mogginn úti á túni, með allt niður um sig

Morgunblaðið fer rangt með nafn Eric Holder í þessari frétt og titlar hann að auki sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna er að sjálfsögðu John Kerry, Eric Holder er dómsmálaráðherra.

Stórundarlegt að Mogginn geri svona gersamlega í buxurnar varðandi svona trúaratriði um draumaríkið og sambærilegt því að prestur flaski illa á boðorðunum í stólræðu.


mbl.is Enginn fulltrúi frá Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er munurinn á manni og manni?

Um allan hinn vestræna heim er fólk slegið, nánast lamað, yfir atburðunum í Frakklandi á miðvikudaginn, eðlilega. Slíkur var hryllingurinn, 12 myrtir á ritstjórn Charlie Hebdo og síðan hafa fimm til viðbótar verið myrtir annarsstaðar.

En sama dag réðust hryðjuverkamenn Boko Haram inn í bæinn Baga í Nígeríu og nærliggjandi þorp og myrtu alla sem á vegi þeirra urðu, konur og börn jafnt sem aðra. Talið er að fallnir séu allt að 2000.

Af þessum atburði og öðrum illvirkjum Boko Haram í Nígeríu er fréttaflutningur með allt öðrum og vægari hætti en af atburðunum í Frakklandi, og viðbrögð almennings lítil að því er best verður séð. Það er engu líkara en öllum sé sama.

Hvernig stendur á því að 17 morð í Frakklandi setja heiminn nánast á hliðina en, margfaldur hryllingur, 2000 morð í Nígeríu á sama tíma, hreyfa varla við nokkrum manni?


mbl.is Hafa myrt allt að 2.000 manns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er Charile Hebdo!

Þeir sem frömdu þennan viðbjóðslega glæp eru skítseiði.

Þeir sem sendu þá eru kítseiði.

Í nafni hvers sem þetta var gert- er þá líka skítseiði.

 


mbl.is Maðurinn sem bauð þeim birginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.