Neyðarleg ráðstöfun, en óhjákvæmileg

Flóttamannavandinn vindur upp á sig eins og snjóbolti, sem veltur niður bratta hlíð og getur ekki annað en vaxið og stækkað. Allskonar óþjóðalýður, sem makar krókinn á neyð fólks, etur því á foraðið og hraðar vexti vandans.

Þessi ráðstöfun Svía er aðeins fyrsta birtingarmyndin af því óhjákvæmilega. Öll lönd munu fyrr eða síðar setja lása og krossbönd á sín landamæri. Hversu sárt sem það annars kann að þykja.

Það gildir einu hversu viljugar þjóðir heims eru til móttöku flóttafólks, það kemur að þolmörkum og vandinn er nú þegar að verða ofvaxinn getu þeirra, margra hverra.

Það verður að ráðast að rót vandans, það er dugir ekki að setja endalaust plástur á sárið!


mbl.is Svíar gera skilríki að skilyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband