Svona gerum við ekki

Jæja, fékk Bjarni sting í steinrunnið hjartað? Það var lán fyrir ríkiskassann að þetta var ekki stingur frá Samtökum atvinnulífsins eða stóreignafólki. Þá hefði ekki staðið á viðbrögðum Bjarna og ekki verið horft í aurinn.

Það er aumara en allt aumt þegar ráðherrar fela sig bak við stofnanir sem undir þá heyra og vísa í lög og reglur sem þeir sjálfir setja.

Auðvitað þurfa að vera skýrar reglur um móttöku flóttamanna,sem annað, en reglur geta verið skýrar án þess að mannúð og mildi sé ýtt út af borðinu.

Svona gera menn ekki Bjarni!


mbl.is Bjarni Ben fékk sting í hjartað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Eft­ir því hversu mikl­ar til­finn­ing­ar eru í spil­inu hverju sinni?"

Sting í hjartað, segir Bjarni, sem á sama tíma fullyrðir að tilfinningar þvælist bara fyrir. Aumkunarvert. Auðvitað eiga tilfinningar að spila inn í, Bjarni! Það er það sem gerir okkur mennsk. Flest okkar, allavega.

Jón Flón (IP-tala skráð) 13.12.2015 kl. 15:31

2 Smámynd: Aztec

Sammála. Ömurlegt að þessi hræsnari skyldi vera ráðherra.

Aztec, 13.12.2015 kl. 16:16

3 identicon

Sagt var að þessi albanska fjölskylda hafi samþykkt að fara. Ef að það var satt hvers vegna þurfti þá að senda 20 lögreglumenn á þau til að flytja til flugvallar?

Annað: Auðvitað verður ráðherra að grípa inn í þegar undirstofnanir vinna svona níðingsverk. Með því að segja reglurnar bara vera svona þá er ráðherrann að segja að hann hafi ekki verið á móti þessu.

Davíð Pálsson (IP-tala skráð) 13.12.2015 kl. 17:52

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vonandi er stingurinn vegna þess að hjartað hafi stækkað um þrjú númer eins og hjá Grinch.  En nei þetta er bara svona kosningavænt blaður. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.12.2015 kl. 18:22

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Stjórnkerfið getur ekki leyft sér Jón, að ýta til hliðar mannlega þættinum við úrlausn mála. En þessir stjórnarherrar og frúr hafa sýnt að sumir eru þeim töluvert meira virði en aðrir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.12.2015 kl. 20:11

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Astec, það er farið að sjá fyrir endann á hans ráðherradómi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.12.2015 kl. 20:12

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Davíð, maður veltir fyrir sér hvernig "þrýsting og fyrirgang" hafi þurft til að knýja fram þá meintu ósk? Eins og ég segi í pistlinum þá er vel rúm fyrir mannúð og mildi í reglum þó þær séu ákveðnar og skýrar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.12.2015 kl. 20:21

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ásthildur, ég vona svo sannarlega að Bjarni verði ekki með þennan sting í hjartanu jafn lengi og ég hef beðið eftir gáttatifsaðgerð, bið sem enn sér ekki fyrir endann á, að öllu óbreyttu. Mér er til efs að það gerist á hans vakt í fjármálaráðuneytinu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.12.2015 kl. 20:30

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Í þessu dæmi er það heilbrigðisráðherrann sem á skömmina.   Sá maður er blaðrari dauðans, ég hef unnið með honum meðan hann var "bæjarstjóri" hér, meðan hann var að vinna vinnuna sína við frændurna fyrir norðan að ná Guggunni og kvótanum.  Þessi maður tala tungum tveim, og sitt með hvorri, hann er tungulipur það má hann eiga.  Það komu tveir af vinnustaðnum í kveðjuhófið hans þegar hann fór á miðju kjörtímabili, það segir reyndar allt sem segja þarf.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.12.2015 kl. 20:37

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ekki hef ég mikið álit á þeim manni Ásthildur, en ekki verður litið fram hjá því að það er  Bjarni sem heldur um budduna. Svo hefur maður heyrt að það séu jafnvel embættismenn í kerfinu sem ákveði hvað teljist tilhlýðilegur fjöldi aðgerða og öðru í kerfinu. Ekki verður annað skilið á innanríkisráðherranum en að ráðherrar, þing og þjóð hafi ekkert yfir embættismönnum að segja.

Ólína Þorvarðardóttir fjallaði um það um daginn að svo virtist að embættismenn ákvæðu t.a.m. að ákveðin fjöldi fólks fengi tiltekið  lyf, þeir sem eru utan þess kvóta fá einfaldlega ekki lyfið, með tilheyrandi afleiðingum.

Það er eins og sjúklingar á Íslandi tilheyri einhverju Gúlagi en ekki einu ríkasta landi heims, eins og gjarnan er haldið að okkur af pólitískum uppskafningum þegar þeir skreyta sig með stolnum fjöðrum.

Eitt er víst að ekki skortir fé þegar gera þarf vel við þá eiga meira en nóg fyrir sig.

Núverandi ríkisstjórn er, fullyrði ég, mannfjandsamlegasta ríkisstjórn sem setið hefur á Íslandi frá upphafi. Þeir reyna jafnvel ekki lengur að breiða yfir það.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.12.2015 kl. 21:50

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já því miður er ég að komast á þá niðurstöðu líka.  Ekki það að sú fyrri var litlu skárri.  Hér þarf hugarfarsbreygingu og ný stjórnmál.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.12.2015 kl. 22:03

12 Smámynd: Jóhann Elíasson

Mér þykir fólk vera ansi fljótt að gleyma hvernig ríkisstjórn Heilagrar Jóhönnu og Gunnarsstaða Móra var...

Jóhann Elíasson, 13.12.2015 kl. 23:11

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei ég hef engu gleymt, en þessi ríkisstjórn er bara ekki hótinu betri en sú sem var.  Hún er ef til vill að skila meiri árangri í fjármálum, vegna þess að síðasta ríkisstjórn hafði ekki hundsvit á slíku, en það vantar hjartað og kærleikan í þessa.  Ég veit ekki hvort er verra. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.12.2015 kl. 23:52

14 identicon

Hann fær bara hland fyrir hjartad hann Bjarni ef minnst er gamla draslid og skrópsjúklingana fólkið sem nennir ekki ad vinna ,

Sven Palson (IP-tala skráð) 14.12.2015 kl. 06:57

15 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það má með réttu gagnrýna ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir ýmislegt sem betur mátti fara, en það er eins og enginn vilji muna við hvaða búi þau tóku.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.12.2015 kl. 08:53

16 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sven, ég er ekki alveg viss hver þú ert að fara með þessu innleggi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.12.2015 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.