Sigmundur Davíð toppar sjálfan sig

besservisser.jpgSigmundur Davíð forsætisráðherra hittir engan fyrir nema sig sjálfan með þessari árás á Kára Stefánsson.

Hvaða pólitíkus skyldi það vera sem hefur á síðustu árum staðið fremstur allra í því að vita og geta allt betur en aðrir?

Það er ljóst hver verður kjörinn blaður „toppari“ ársins - sjöunda árið í röð.


mbl.is Sigmundur Davíð: Toppari þráir athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Axel

Þú hefur ekki áhuga á því sem sannara reynist í þessu efni frekar en í málefnum kristni og þþjóðkirkjunnar. Það sést glöggt á þessu litla, en gildishlaðna innleggi þínu.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 11.12.2015 kl. 11:27

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Alltaf sama gamla margþvælda tuggan sem fá þér kemur predikari. Væri ekki reynandi að snúa predikara plötunni við og athuga hvort hún sé ekki minna rispuð hinum megin.

Ég er einn af þeim sem er "dauðabiðlista" Sigmundar og co og hef því takmarkaðan smekk fyrir "kristilegum" skoðunum þínum á þessu máli.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.12.2015 kl. 12:09

3 identicon

Sæll Axel Jóhann - sem og aðrir gestir, þínir !

Predikari !

Annað hvort: ættir þú að steinhalda kjapti / eða reyna að manna þig upp í, að koma fram undir FULLU NAFNI, viljir þú marktækur kallast.

Axel síðuhafi - fer HÁRRÉTT með, en er raunar ALLT OF VÆGUR í orðavali, gagnvart þessum stórþjófi og ómenni, sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefir marg- sannað sig í, að vera.

Gerpið (SDG): sem ætti að vera í gapastokk, HVERN EINASTA DAG ársins, ásamt Bjarna félaga sínum - sem og Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími J. Sigfússyni.

Þetta djöfuls hyski - hefir ekki annað gert / og GERIR ENN, en að ræna okkur fjármunum, undir alls lags formerkjum:: stunndum kallað ''skattar'' - stundum annað, Predikari.

Hvað: kemur svo Kristindómur og Þjóðkirkja þessarri allt of hógværu umræðu fornvinar míns Axels Jóhanns við yfirleitt, Predikari ???

Með beztu kveðjum sem endranær - ENGUM aftur á móti, til Predikara og annarra áhangenda ísl. stjórnmála glæpalýðsins /

   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.12.2015 kl. 12:26

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Heill og sæll Óskar, takk fyrir innlitið og álitsgjöfina.

Bestu kveðjur úr Grindavík.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.12.2015 kl. 12:32

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Nú "toppaðir" þú sjálfan þig...

Jóhann Elíasson, 11.12.2015 kl. 13:50

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Loksins, lengi er ég búinn að bíða þess! Takk fyrir það.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.12.2015 kl. 14:09

7 identicon

Já hverjir eru það eiginlega sem hafa reynt að koma sjúkraskrám landsmanna í verð?  Brátt verðum við laus við öll landamæri og allan ríkisrekstur.  Þá verður nú veisla hjá sumum.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 11.12.2015 kl. 15:24

8 identicon

Já hvernig var nú aftur lagið hans Bjartmars https://www.youtube.com/watch?v=rnjNbq6YrJs

Margrét (IP-tala skráð) 11.12.2015 kl. 17:24

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Kári segir að hann muni þvo og þurka af sér þessa skvettu úr næturgagni forsætisráðherra.

Hyggilegast væri fyrir Sigmund að  biðjast afsökunnar og stöðva málið. En líklegri er hann til þess að láta stjórnast af hroka sínum og sjálfbirgingi og dýpa enn frekar holuna sem hann hefur grafið sér.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.12.2015 kl. 18:27

10 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Axel

Hefur þú kynnt þér hver aukning framlaga til LHI er búin að vera á kjörtímabilinu og í samanburði við fyrri tíð ?
Það virðist augljóst að þú vilt ekki skoða það - annars myndir þú ekki skrifa sem þú gerir!

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 11.12.2015 kl. 18:29

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þó sýna megi fram á einhverja aukningu í krónum talið á framlagi ríkisins til spítalans, þá heldur sú hækkun ekki í við verðlags- og launaþróun auk árlegrar aukningar á verkefnum spítalans.

Svo skreyta Vigdís og Guðlaugur Þór og aðrir fulltrúar fjárveitingarvaldsins sig með stolnum fjöðrum og reyna að láta svo líta út að gjafir og söfnunarfé sé hluti af framlagi ríkisins. Lægra verður vart lagst.

Raunútkoman er því predikari, enn frekari niðurskurður á framlagi ríkisins til Landsspítalans.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.12.2015 kl. 19:09

12 identicon

http://www.vb.is/frettir/stofnun-islensks-heilbrigdisklasa-i-undirbuningi/107083/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 11.12.2015 kl. 20:47

13 identicon

Kári skuldar en fjölda manns hár upphæðir eftir að Islensk Erfðagreining fór á hausinn !!    en hefur ekki vit til sð þegja ,Nú er komin timi til að taka svona ruglulið eins og hann og reka öfugt ofani það lygina svikin og prettina sem hafa tafið fyrir þvi að þetta land gæti aftur starfað og verið ein og eðlilegt gæti talist  ..Þó  dáunarvertse  hvað áfam þessi Risisstjórn hefur komist með þetta lið  hangandi yfir ser með .og grtur stolt hotft fram á nytt ár !

RAGNHILDUR H. (IP-tala skráð) 11.12.2015 kl. 21:03

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ætli Kári hafi ekki tapað mestu sjálfur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.12.2015 kl. 21:25

15 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er fátæklegt útspil landspítalans að beita Kára Stefánssyni fyrir áróðurs-vagninum siðblinda og réttlætisins-vegvillta.

Yfirlæknar eru vopnaðir.

En það er eins og almenningur geri sér ekki grein fyrir hversu alvarleg sprautuvopn valdamikilla yfirlækna eru í raun.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.12.2015 kl. 01:29

16 identicon

Stjórnvöld stefna á einkarekið heilbrigðiskerfi.  ESB dindlar allra flokka vilja ekki landamæri og því síður ríkisrekstur.  Kannski eru þeir ekki meðvitaðir um gjörðir sínar.  Össuri Skarphéðinssyni er hent út af facebook sem verður til þess að hann leggst í heimspekilegar vangaveltur um völd bandarískra stórfyrirtækja.  Það er full seint í rassinn gripið.  Það er reyndar hans aðal að vera alltaf berrassaður á ögurstundu.  Kannski koma sprautuvopn lækna þarna við sögu.  Ég hreinlega veit það ekki.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 12.12.2015 kl. 10:01

17 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er alveg ljóst Elín að frjálshyggjudrengirnir í Sjálfstæðisflokknum stefna ljóst og leynt að einkavæðingu heilbrigðiskerfisins, einkavæðingarinnar vegna. Þar ráða hrein trúarbrögð ferðinni, almennri skynsemi hefur aldrei verið hleypt inn í þá jöfnu. Frjálshyggjusjallar vita vel að helstu rök þeirra fyrir einkavæðingu, hagkvæmari rekstur, heldur ekki vatni.

Ef ætlun þeirra er að spara í heilbrigðiskerfinu þá er einkarekstur fráleitt lausnin. Einkarekstur þarf sömu vörur og aðföng, eins húsnæði o.s.f.v og í ríkisrekstri og með sömu mönnun verður launakostnaður svipaður, ef ekki dýrari. Kerfið er þegar undirmannað og vandséð að hægt sé að skera meira niður í mannahaldi. Færa má rök fyrir hagkvæmari innkaupum ríkisins en einkaaðila, stærðarinnar vegna.

En stór kostnaðarliður í einkareknu heilbrigðiskerfi, sem ekki má nefna frekar en snöru í hengds manns húsi, er bölvuð arðsemiskrafan. Þeir sem leggja til fjármagnið í reksturinn vilja auðvitað arð af fjármagninu og hann ríflegan. Græðisstuðullinn í rekstri er hvergi hærri en á Íslandi. Arður af rekstrinum verður hvergi tekinn annarstaðar en úr verði þjónustunnar.

Samhliða verður innleitt einkarekið tryggingakerfi þar sem fólk þarf að kaupa sér tryggingar til að mæta veikindum. En í því kerfi munu sjúkrahús ekki veita sjúklingum þjónustu umfram innihald keyptrar tryggingar, nema sjúklingurinn staðgreiði þjónustuna sjálfur.

Afturvirkar tryggingar verða ekki í boði og sanna þarf auðvitað með sjúkraskrám að hið tryggða, þú, sé ekki gallað eintak eða veikt við gerð samnings.

Hvað á að gera við það fólk sem ekki fær, eða getur keypt sér tryggingu? Það verður einfaldlega látið éta það sem úti frýs, eins og í fyrirmyndarlandinu, Bandaríkjunum, sem frjálshyggjuliðið horfir til með stjörnur í augum, gersamlega gagnrýnislaust.

Í Bandaríkjunum er dýrasta heilbrigðiskerfi heims, en langt í frá það skilvirkasta. Það kerfi er ekki til eftirbreytni - heldur víti til varnaðar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.12.2015 kl. 12:42

18 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Axel

Málflutningur þinn er illa grundaður og heldur ekki vatni.

Hvernig getur þú útskýrt í ljósi síðasta innleggs þíns hvers vegna skilvirkasta og afkastamesta heilsugæsla á Íslandi er einkarekin ? Hún ber af í öllu tilliti og er í Salahverfinu í Kópavogi.
Er eitthvað að þar ? Hvers vegna greiðir ríkið minna þar fyrir hvern sjúkling en annars staðar ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 12.12.2015 kl. 12:55

19 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það hlýtur að vera þitt predikari, að útskýra og sanna þínar fullyrðingar um hagkvæmni heilsugæslunnar í Salahverfi umfram aðrar. Þú getur ekki með neinni sanngirni krafið mig um að "sanna" þitt mál, enda ekki á mínu færi að setja mig inn í þinn hugarheim.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.12.2015 kl. 13:12

20 identicon

Hvers vegna þurfum við ríkiskirkju og ríkisútvarp?  Hvers vegna þurfum við að borga fyrir þá þjónustu sem við notum ekki?  Væri ekki einfaldast að sleppa þessum kostnaðarliðum og setja peningana í heilbrigðiskerfið?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 12.12.2015 kl. 13:33

21 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Elín 

Hver er ríkiskirkjan ? Bahái eða Ásatrúarsöfnuðurinn ?

Ég verð að hryggja þig þaað er engin ríkiskkirkja á íslandi.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 12.12.2015 kl. 13:38

22 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Axel

Þetta er ekki hugarheimur minn. Þeir sem eitthvað fylgjast með fjölmiðlum vita að árum saman hefur verið rætt um hversu mikinn sparnað ríkið hefur af þessari heilsugæslu umfrm aðrar og hversu þjónustan err þar góð við sjúklinga.

Hér er grein sem kemur inn á þetta í <Morgunblaðinu í dag og er eftir Brynjar Níelsson :

&#132;Óminni Ögmundar

 


Brynjar Níelsson 

 

Þingmaðurinn Ögmundur Jónasson fór mikinn nýverið í ræðu á þingi. Því miður var þar hallað réttu máli.

Það er rangt að Oddur Steinarsson sé forstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og það er rangt að heilbrigðisráðherra hafi skipað Odd til starfa. Svanhvít Jakobsdóttir er forstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og hefur gegnt því starfi frá 16. maí 2009 þegar Ögmundur Jónasson, þáverandi heilbrigðisráðherra, skipaði hana í starfið. Líkt og ætlast má til að fyrrverandi heilbrigðisráðherra viti þá er það lögbundið hlutverk forstjóra heilsugæslunnar að skipa einstaklinga í framkvæmdastjórn stofnunarinnar að undangenginni auglýsingu.

Ögmundur í öngum sínum hélt því einnig fram að ,,gamli« Framsóknarflokkurinn hafi staðið gegn einkarekstri í heilbrigðisþjónustu á árunum 1995-2003. Það er heldur ekki rétt. Árið 2003, í tíð Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra, var gerður verksamningur um einkarekstur heislugæslunnar í Salahverfi í Kópavogi í kjölfar útboðs. Sá samningur rann út án uppsagnar árið 2011 en hefur verið endurnýjaður alla tíð síðan.

Mér vitanlega gerði hvorki fyrrverandi heilbrigðisráðherra, Ögmundur Jónasson, nokkra tilraun í sinni embættistíð, né eftirmenn hans í tíð ,,norrænu velferðarstjórnarinnar«, til þess að koma í veg fyrir framlengingu þessa samnings. Eðlilega, því þessi einkarekna heilsugæslustöð hefur á starfstíma sínum skilað fádæma góðu verki.

Þegar málatilbúnaður þingmanns er með þessum hætti í jafn einföldu máli þá er óhjákvæmilegt að hafa ríkan fyrirvara á öðru því sem frá honum kemur.&#147;

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 12.12.2015 kl. 13:40

23 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Er þetta rekstrarleg sönnun af þinni hálfu - pólitísk greining Brynjars Níelssonar?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.12.2015 kl. 13:57

24 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Í desember 2013 var birt grein í Morgunblaðinu sem bar yfirskriftina &#132;Er óheftur einkarekstur í heilbrigðisþjónustu lausnin?&#147; eftir, Ólaf Ólafsson fv. Landlækni, Lýð Árnason lækni og Ottó J. Björnsson prófessor í stærðfræði og tölfræði.

Þar eru nefnd sláandi dæmi úr draumakerfinu Bandaríska um himinháa reikninga á sjúklinga, langt umfram greiðslugetu þeirra.

Í greininni segir m.a.:

Einkarekin heilbrigðisþjónusta er í sinni hreinustu mynd í Bandaríkjunum og eru um 60% þjóðarinnar tryggð hjá einkareknum tryggingafélögum. Fólk 65 ára og eldri og fólk undir fátæktarmörkum fær þjónustuna niðurgreidda að mestu (MEDICARE og MEDICAID) en 20% bandaríkjamanna eru ótryggðir með öllu.

&#132;Í Bandaríkjunum er kostnaður fólks iðulega talinn í milljónum (6,7). Fullnægjandi tryggingar eru dýrar og geta tekið mikinn hluta af ráðstöfunartekjum (30-40%)..... Sjúklingar standa varnarlausir gagnvart hentistefnu spítalanna og þurfa mjög oft lögfræðiaðstoð í glímu sinni við heilbrigðisstofnanir. Þannig má rekja um 60% prósent af gjaldþrotum heimila í Bandaríkjunum til skulda vegna ógreiddrar læknisþjónustu. Af þessum fjölda eru 2/3 samt sem áður með tryggingar (7,8). Þetta veldur því að um 1/3 bandaríkjamanna veigrar sér við að sækja heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar.

Sjúkrastofnanir valdamiklar, gríðarlegur hagnaður (profit og nonprofit), ofurlaun stjórnenda. Sama gildir um lyfjaframleiðendur, tækjaframleiðendur og rannsóknarstofur. Gjaldskrá (chargemaster) er einhliða ákveðin af sjúkrastofnunum, óaðgengengileg og flókin...... . Lagaumhverfi hvetur til oflækninga. Þannig er millistéttin sem sjálf þarf að sjá um sínar tryggingar ofurseld markaðsöflunum en ekki bara hún heldur hið opinbera tryggingakerfi (MEDICARE) líka því samkvæmt bandarískum lögum hafa heilbrigðisstofnanir frítt spil í öllu sem lýtur að meðferð.

--------

Velferðarkerfi víða um heim standa á krossgötum. Ísland er þar engin undantekning og framundan stefnumarkandi ákvarðanir til framtíðar. Æ fleiri gera sér ljóst að áætlanagerðir okkar í heilbrigðismálum þarf að endurskoða og samhnýta þær betur þeim raunveruleika sem við blasir. En sífelld neikvæð umfjöllun um heilbrigðisþjónustuna grefur undan tiltrú fólks. Okkur hefur þrátt fyrir allt tekist að reka hér heilbrigðisþjónustu sem stendur öllum til boða, óháð efnahag. Gæðin eru á heimsmælikvarða og kostnaðurinn hóflegur. Við erum því góðu vön og líklega er það hluti vandans. Kannski bandaríska leiðin í nokkur ár myndi fá okkur til að sjá hlutina í nýju ljósi.

(feitletrun mín).

Slóðin á greinina: http://www.mbl.is/mm/mogginn/blad_dagsins/netgrein.html?art_id=170995

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.12.2015 kl. 14:05

25 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Axel

Við erum ekkert að ræða reynsluna annars staðar af einkarekinni heilsugæslu. Það sem þú nefnir sýnir ekki veruleikann og reynsluna hjá okkur á Íslandi. 

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 12.12.2015 kl. 14:11

26 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nú, kom ég ekki einmitt inn á inn á það atriði í innlegginu sem þú sagðir að héldi ekki vatni?

En það er sama sagan hjá þér, þú rökstyður ekki mál þitt með öðru  aðdróttunum, uppnefnum og brigslar þeim sem eru þér ósammála um heimsku, lélega lestrarkunnáttu og annað álíka.

Ef þú hefur ekki annað til málanna að leggja, láttu þá vera að mæta hér.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.12.2015 kl. 14:29

27 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Axel 

þú ert með dæmi frá öðrum löndum. Sú umfjöllun á greinilega ekki við reynsluna hér, ekkert flokið við það.

.

http://www.sa.is/media/1162/heilbrigdur-einkar-f-vef_692400560.pdf

.

.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 12.12.2015 kl. 14:54

28 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Axel

Í ritinu á slóðinni áðan er meðal annars þetta : 

&#132;Sem dæmi um einkarekstur í heilbrigðisþjónustu sem hefur gefist vel má nefna Heilsugæsluna í Salahverfi og hjúkrunarheimilið Sóltún. Nánar er fjallað um það hér á eftir en í nýrri könnun á þjónustu heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu kemur Heilsugæslan í Salahverfi áberandi best út. Tæp 70% gáfu þjónustunni á stöðinni bestu einkunn og 31% næstbestu einkunn. Næst Salahverfi kom Heilsugæslan í Hlíðahverfi þar sem 46% gáfu stöðinni fyrstu einkunn en 20% aðra einkunn.21 Það er einnig athyglisvert að rekstur stöðvarinnar er hagkvæmari en rekstur Heilsugæslu höfuðborgarinnar, sem rekur fimmtán heilsugæslustöðvar í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Seltjarnarnesi og Mosfellsbæ. Þetta staðfesti heilbrigðisráðherra á Alþingi í apríl. &#132;Eins var farið í útboð á rekstri heilsugæslu í Salahverfi í Kópavogi og það er mat ráðuneytisins að rekstur þeirrar stöðvar sé hagkvæmari heldur en hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins,&#147; sagði Siv Friðleifsdóttir.22 Þá hefur þjónusta Sóltúns hlotið góðar móttökur, en það er eftirsóttasta hjúkrunarheimilið á höfuðborgarsvæðinu. Sóltún er einnig eftirsóttur vinnustaður og þar hafa stjórnendur ekki átt í neinum vandræðum með að ráða fólk til starfa. Þetta ætti að vera stjórnvöldum hvatning til að fjölga einkaframkvæmdarverkefnum í heilbrigðisþjónustu. Læknavaktin hefur einnig verið rekin undir merkjum einkaaðila í 20 ár með góðum árangri en hún hefur séð um læknisþjónustu eftir lokun heilsugæslustöðva á kvöldin og um helgar. Það er ekkert sem segir að einkareksturinn geti ekki með sama hætti skilað árangri á venjulegum vinnutíma.&#147;

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 12.12.2015 kl. 14:56

29 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Menn þurfa að vera sanntrúaðir til að taka Áróðursbæklingur frá Samtökum atvinnulífsins anno 2006 sem skothelt gagn! Nei takk - þá er Brynjar Níelsson trúverðugri.

Í þessum bæklingi er m.a. viðtal við framkvæmdastjóra Læknastöðvarinnar í Orkuhúsinu til sanninda um hagkvæmni einkarekstursins.

Það vildi þannig til að ég þurfti að leita til umræddrar læknastöðvar í október s.l. Þar var mér gert að greiða kr. 8,200 fyrir komuna. Sjúkratrygging  greiddi 4215 samtals kostaði þessi heimsókn því 12.425. Ekkert var innifalið annað en viðtalið við lækninn.

Þarna var mér gert að greiða 7.010 krónur umfram venjulegt komugjald á heilsugæslu. Ætli þetta umframframlag mitt og annarra viðskiptavina sé ekki meginástæða meintar hagkvæmi einkarekstursins.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.12.2015 kl. 15:25

30 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Axel

Ég hef átt erindi oft á þessa heilsugæslu. Ekki veit ég hvað þessi maður var að greiða fyrir. Þetta er margföld sú upphæð sem ég hef greitt þarna í vitjunum. Það hlýtur að hafa innifalið meira en viðtalið miðað við mína reynslu þarna.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 12.12.2015 kl. 16:37

31 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Axel

Skoðaðu hverjir það eru sem skrifa um þetta í ritinu, þá sérðu að þetyta eryu menn með þekkingu á þessu. Þá hafa birst fréttir í fjölmiðlum til margra ára sem segja þessa sögu einnig hversu hagkvæmur reksturinn er og þjónustan góð.

En þú ert nú ekki vanur að láta sögui þína gjalda sannleikans ef það hentar þér.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 12.12.2015 kl. 16:39

32 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Elín, það er galið að ætla að ræða trúmál við Predikarann, eins og raunar önnur mál. Þó milljarðar renni árlega úr ríkissjóði í þjóðkirkjuna (Þjóðin = ríkið) þá fullyrðir hann, þegar hentar, að kirkjan sé ríkinu algerlega óviðkomandi.

Jafnvel þó stjórnarskráin segi í 62. gr að: 

"Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda"

Svo er þessi sama grein notuð til að benda á að ríkiskirkjan sé töluvert rétthærri en aðrir trúarsöfnuðir - þegar svo hentar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.12.2015 kl. 17:05

33 identicon

Það er nefnilega akkúrat málið Axel Jóhann.  Sumir eru rétthærri en aðrir.  Mér finnst ríkisútvarpið og ríkiskirkjan vera tvær hliðar á sama peningi.  Þessum peningum er illa varið. 

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 12.12.2015 kl. 17:53

34 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Axel

Ekki byrja útúrsnúninginn sem þú veist að er aalger lygi.

Þjóðkirkjan fær sóknargjöld eins og öll önnur træu- og lífsskoðunarfélög sem ríkið sér um að innheimta og skila, þegar þjofar sitja ekki í ríkisstjórn það er að segja.

Þá fær þjóðkirkjan kaupleigusamningsgreiðslur fyrir nærri 17% af jarðnæði Íslands sem það framseldi ríkinu.

Axelk ef þú selur eigninr þínar til ríkisins og kaupsamningsgreiðslur renna til þín ertu þá viðkomandi ríkinu ? ? ?

Þessi stjórnarskrárgrein hefur ekki nein útgjöld í för með sér í raun, ekki frekar en þar sem forseti Íslands er verndari ýmissa samtaka eins og rauða krossins og annað slíkt. Þetta er í orði en ekki á borði hvað varðar útgjöld.

Kostnaðurinn af þessu liggur þó hjá  þjóðkirkjunni því hin sinnir án endurgjalds fullt af hlutum fyrir ríkið.

Reyndu nú að tileinka þér heilræði Ara Þorgilssonar til okkar fyrir margt löngu að hafa skal það er sannara reynist !

Tími til kominn !

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 12.12.2015 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband