Tek ofan fyrir Kára Stefánssyni

Ríkisstjórnarflokkarnir fá ţađ óţvegiđ frá Kára Stefánssyni í grein í Fréttablađinu í dag. Kári gerir ađ umtalsefni glćpsamlegt skeytingarleysi fjárveitingarvaldsins gagnvart heilbrigđiskerfinu, sem Kári segir svartan blett á íslenskri menningu. Ljóst megi vera ađ ríkisstjórn Sigmundar Davíđs mun ekki sitja lengur en sem nemur kjörtímabilinu.

„Í málflutningi sínum fyrir síđustu alţingiskosningar gagnrýndu núverandi stjórnarflokkar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurđardóttur fyrir ađ hola ađ innan heilbrigđiskerfiđ og hétu ţví ađ styđja ţađ betur ef ţeir kćmust á valdastóla. Ţetta gladdi ţá okkar sem eru nćgilega vitgrannir til ţess ađ hlusta á ţađ sem stjórnmálamenn segja fyrir kosningar. Nú ćxluđust mál ţannig ađ afturendar hinna loforđaglöđu hafa vermt valdastóla í tvö og hálft ár en heilbrigđiskerfiđ er í engu minna rusli en áđur og ţađ horfir ekki til bóta nema síđur sé."

Kári nefnir dćmi um fáránleika fjársveltisins:

„Gáttaflökt er algengast ţeirra hjartsláttaróreglna sem koma ţolendum í hendur heilbrigđiskerfisins. Um ţađ bil 25% Íslendinga fá kast af gáttaflökti einhvern tíma á ćvinni og ţar af fćr stór hundrađshluti endurtekin köst eđa óreglan verđur viđvarandi.

Einn af fylgifiskum gáttaflökts er heilablóđfall og er gáttaflöktiđ ábyrgt fyrir í ţađ minnsta 30% ţeirra. Ţess vegna eru ţolendur settir á blóđţynningu til ţess ađ fyrirbyggja heilablóđföll og ţegar ţeir fá kast eru ţeir svćfđir og ţeim veitt rafstuđ til ţess ađ reyna ađ koma ţeim í réttan takt, sem er kallađur sínus og ţađ veit sá einn sem í flökti hefur lent hvađ sínusinn er mikil blessun.

Nýveriđ hafa lćknar á Landspítalanum, undir forystu Sigfúsar Gissurarsonar sem er ungur snillingur, fariđ ađ gera flókna brennsluađgerđ til ţess ađ fyrirbyggja köst hjá ţeim sem hafa fengiđ ţau. Hann segir mér ađ á landi hér sé ţörf á um ţađ bil 150 slíkum ađgerđum á ári, en hann fćr ekki leyfi til ţess ađ gera nema 60. Ţađ er sem sagt biđlisti fyrir ţessar brennsluađgerđir sem lengist um eitthvađ minna en 90 á ári vegna ţess ađ einhverjir á listanum deyja af sjúkdómnum eđa öđru.

Hver ađgerđ kostar um 700.000 krónur ţannig ađ hann fćr 42 milljónir á ári en ţyrfti 105 milljónir til ţess ađ sinna ţörfinni. Afleiđingin af ţessum 63 milljóna króna sparnađi er kostnađur sem er vafalítiđ margföld sú upphćđ í lyfjum ţeirra sem ekki ţyrftu ţau eftir ađgerđ og í kostnađi viđ rafvendingarnar, ađ mađur tali nú ekki um ávinninginn af vellíđan og starfsgetu ţeirra sem eru allt í einu komnir í viđvarandi sínus. Sú stađreynd ađ ákvörđunin um ađ ţađ megi ekki gera nema 60 brennsluađgerđir á ári var tekin af skriffinni einhvers stađar í stofnun sem heitir Sjúkratryggingar Íslands breytir ekki ţví ađ ţađ er á ábyrgđ kjörinna fulltrúa fólksins í landinu ađ framselja valdiđ til ţess ađ taka svona ákvarđanir. Ţetta er ákvörđun sem endanlega kostar ţjóđ stórfé og einstaklinga ţjáningu og jafnvel varanlega fötlun eđa lífiđ.

Ţađ vćri sjálfsögđ betrumbót á heilbrigđiskerfinu ađ leyfa Sigfúsi ađ mćta ţörfinni fyrir brennsluađgerđir ađ fullu ţótt henni fylgi skammtímakostnađur“.

(Tilvitnun lýkur)

Ţađ er rúmlega tveggja ára biđlisti eftir ţessari ađgerđ, sá biđlisti er dćmdur til ađ lengjast viđ óbreytt ástand. Ţađ er lesendum slíkra frétta afar fjarlćgt og ópersónulegt ţótt einhver tala sé nefnd um lengd biđlista í heilbrigđiskerfinu.

Tölur án andlits segja lítiđ. Ég skrifa ţetta hér til ađ ljá einni tölu á listanum andlit međ ţví ađ upplýsa ađ ég er einn ţeirra sem bíđa eftir ţví ađ komast undir hendurnar á Sigfúsi Gissurarsyni og hans teymi.

Vonandi lifi ég biđina af.

Ţađ má geta ţess, til gamans, ađ fyrir ţćr tćpu tuttugu milljónir af opinberu fé sem Siv Friđleifsdóttir fékk frá flokkssystkinum sínum fyrir gćsku sína og góđ ráđ hefđi mátt gera 28 svona ađgerđir.

En ţetta er auđvitađ alltaf spurning um forgangsröđun.

 

 


mbl.is Fjársveltiđ ţjóđinni til skammar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband