Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

"Go home yankee go home"

334_cartoon_victory_in_afganistan_small_overÞað gagnar Bandaríkja- mönnum ekkert að skipta um hernaðarstefnu í Afganistan. Það er utan- ríkisstefna Bandaríkjanna í heild og hugmyndafræðin sem hún byggir á sem er vandamálið, ekki fram- kvæmd hennar í Afganistan.

Þetta er sama vandamálið og hjá kommunum í gamla Sovét. Verksmiðjum gekk alltaf illa að framkvæma glæstar 5 ára áætlanir flokksins. Alltaf var gripið til sama úrræðisins til lausnar, verksmiðjustjórinn var sleginn af og nýr skipaður, nú skyldi tekið á því. En niðurstaðan var ætíð sú sama, því það var kerfið, stefnan, sem var gölluð ekki framkvæmd hennar sem slík, því fór sem fór.

Bandaríkjamenn hafa alltaf átt á brattan að sækja þegar frelsisástin grípur þá fyrir hönd annarra og þeir leggjast í víking á fjarlægum slóðum.

Ástæðan fyrir basli þeirra hefur sjaldnast verið hernaðarlegs eðlis. Hún er fyrst og fremst sú að Bandaríkjamönnum er gersamlega fyrirmunað að setja sig í spor heimamanna og hugsunarhátt þeirra.  Þeir hugsa allt út frá eigin rassgati og eins þröngt og kostur er. afghanistan_poppy_preview

Talibanar höfðu á valdatíð sinni nær alveg útrýmt valmúaræktun í Afganistan. Eftir innrás Bandaríkjanna hófst ræktunin aftur til fyrri vegs og „virðingar“ með svo skjótum hætti að undrun sætti.

Nú dafnar eiturlyfjaútflutningurinn þaðan sem aldrei fyrr og eitrið sprautast í æðar barnanna okkar hér á vesturlöndum. Þökk sé hinni Bandarísku frelsisást.

Besta framlag Bandaríkjamanna til friðar í heiminum væri að halda sig heima.


mbl.is Breyta verður um stefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi hefur stúlkukindin ekki verið ráðin...

... vegna þess hvers dóttir hún er, heldur vegna þess að hún hafi eitthvað á milli eyrnanna. 

Við skulum vona að hún hafi það, en ljóst má vera að það getur hún ekki hafa fengið frá föður sínum.  

Það ætti að vera vandalítið fyrir stúlkuna að verða föðurbetrungur.


mbl.is Forsetadóttir á skjáinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru aðgerðir „aðgerðarsinna“...

...og barátta þeirra og áróður fyrir beinum milliliðalausum „aðgerðum“  farnar að bera ávöxt?

Þetta lítur bara vel út!


mbl.is „Opnum eins fljótt og hægt er“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Háklassa golf

.


mbl.is Óvænt úrslit á Íslandsmótinu í holukeppni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að geta skilið kjarnann frá hisminu.

Þetta er sannast sagna undarleg frétt. Eðli máls samkvæmt hefði mátt búast við að þetta væri frétt um sorg og söknuð, um eiginkonu Edward Kennedy börn þeirra, tengdabörn og barnabörn og aðra ættingja og vini og minningar þeirra um ástvinin sem þau voru að kveðja hinstu kveðju.

Nei fréttin fjallaði öll um Brarck Obama Bandaríkjaforseta, ekki er minnst einu orði á aðstandendur þess látna.

Það má velta því fyrir sér hvað hefði orðið umfjöllunarefni blaðamannsins hefði Obama ekki verið við útförina.


mbl.is Obama kvaddi vin og læriföður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já, Bjarni er ekki rétt að...

afraid_start_investing...ríkisstjórnin víki og hleypi þér og Þorgerði að, kjark- og úrræðalausu fólki, sem hvorki þorir að taka afstöðu með eða móti?

Nei Bjarni við þessar aðstæður þarf þjóðin allt annað en bleyður í brúnna, hún þarf það sem hún hefur, kjarkað fólk, sem þorir og framkvæmir.


mbl.is Víki verði fyrirvörum hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja, þá fer bæjarstjórnarrúllettan...

...í Grindavík aftur á fullan snúning. Sama hvað kemur upp, bærinn tapar.

 
mbl.is Valin prestur á Kolfreyjustað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvort sem menn eru með...

flaggað í hálfa...eða á móti Icesave ógeðinu þá er þetta svartur dagur í sögu landsins.

Þótt ég sé þeirrar skoðunar að undan þessu oki verði vart skorist, þá er málið það stórt og mikið að burðum að forsetinn á ekki annan kost en hafna lögunum staðfestingar og vísa málinu í dóm þjóðarinnar.

Forsetinn hafnaði fjölmiðlafrumvarpinu því það hafði myndað gjá milli þings og þjóðar. Hafi verið gjá uppi þá, hvað kalla menn þá þetta ginnungar gap sem nú sundrar þjóðinni?

Ef Icesave er ekki nógu stórt og alvarlegt fyrir beitingu neitunarvalds forseta, þá má því valdi á haug kasta.

Það verður ekki sátt og friður í þessu landi um ókomin ár nema þjóðin fái að hafa síðasta orðið í Icesave.

Það verður þá þjóðin sem velur hvort hún vill frekar ok samningana eða afleiðingar þess að hafna þeim.

Ljósmyndin er fengin að láni af bloggsíðu Magnúsar Sigurðssonar


mbl.is Bretar skoða fyrirvarana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar menn fá þá flugu...

...í höfuðið að ímyndaður Guð þeirra standi þeim nær en öðrum og ætli þeim sérstakt hlutverk, verða bullinu engin takmörk sett, allt getur gerst og fæst af því fallegt, því miður.

  
mbl.is Telur sig sendiboða Guðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er svona ógeð og hliðstæður...

 ...viðbjóður sem fær mann til að hugleiða hvort dauðarefsingar eigi ekki rétt á sér eftir allt.

En við nánari hugsun þá væri það of þægileg lausn fyrir svona..., svona..., þennan sora mannkyns.

Vonandi eiga þessi skötuhjú sem lengsta vist fyrir höndum bak við rimlana.

  
mbl.is Átti 2 börn með ræningjanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband