Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Enginn er í augnablikinu sjáanlegur...

ted-kennedy...sem líklegur þingmaður  Massachusetts í stað Edwards Kennedys. En það er nú þannig að í þessu „landi lýðræðisins“ verður lýðræðið ekki látið þvælast fyrir við val hans.

Bandarískir þingmenn hafa ekki varamenn sem taka við falli þeir frá eða hætti þingmennsku af öðrum ástæðum. Ekki er boðað til aukakosninga heldur er það alfarið í höndum Ríkisstjóra viðkomandi fylkis að skipa nýjan þingmann.

Ríkisstjórinn getur þess vegna,sýnist honum svo, skipað pólitískan andstæðing fyrri þingmanns og raskað þannig meirihluta á þinginu.  Þetta er hluti af hinu Bandaríska lýðræði sem margir hér á landi horfa til með blik í auga og tár á hvarmi.  


mbl.is Allt í óvissu um eftirmann Kennedys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða bull er þetta, settist ...

... Anders Fogh Rasmussen til borðs með trú sessunauta sinna en ekki þeim sjálfum? 

Hætt er þá við að aumingja maðurinn verði einmanna, setjist hann til borðs með trúleysingjum.

 
mbl.is Tákn um virðingu fyrir islam
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æ, æ, Hannes minn...

hannesholmsteinn2...þú segist skilja þetta en samt eru enn við sama heygarðshornið, allt brást nema það sem brást. 

Hannes ætlar, eftir þessa raun, ekki aftur inn Austurvöll, hann ætlar að halda sig við hornið.

.

.

.


mbl.is Aðsúgur að Hannesi Hólmsteini
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef kaup á 5% hlut...

...í Kaupþingi og lán bankans til kaupana var ekki nægjanlega stórt til að tæki því að leggja það fyrir stjórnina, hvað var þá af þeirri stærðargráðu að ástæða þætti til að stjórnin fjallaði um það?

Var stjórnin aðeins útvalin hópur manna með áskrift að ríflegri þóknun sem greidd var fyrir „stjórnarsetu“ án allrar ábyrgðar?

Bar einhver ábyrgð á einhverju í þessum banka?

 
mbl.is Vissi ekki um lán til Al-Thani
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesace! Það er ekki eftir neinu að bíða! -Bíðum samt aðeins! –

Ég er að fá hausverk af þessari vitleysu allri. Stjórnarliðar, mínir menn, hafa keppst við að hella skömmum yfir Framsóknarflokkinn fyrir andstöðu hans í Icesave-málinu.

Halló, halló, halló! Við verðum að sýna sanngirni, hafa ekki verið settir alskyns fyrirvarar inn í frumvarpið um ríkisábyrgðina?  Er ágreiningur um að þeir séu til bóta?  Hverjir hafa þrýst hvað mest á setningu þeirra fyrirvara?

Var það Samfylkingin eða Vinstri Grænir ? Nei, nei og  þótt grútmáttlaus forystulaus Sjálfstæðisflokkurinn spriklaði eitthvað þá var það fyrst og fremst Framsóknarflokkurinn sem barði fyrirvarana í gegn, þótt þeim þyki ekki enn nóg gert.

Fyrir hvað er þá verið að skamma Framsóknarflokkinn? Fyrir að hafa bætt stöðu okkar, meðan Samfylkingin horfði á málið með öfugu rassgatinu?


mbl.is Tryggja að lánveitendur séu bundnir af fyrirvörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef Føroya Bjór...

 ...er góður bjór, sem ég á eftir að sannprófa, verður hann pottþétt efstur á mínum lista yfir innfluttan bjór. 

Það má nú ekki minna vera fyrir Færeyinga, einu vini okkar.

Enginn bjór hefur samt  á minni tungu toppað Íslenskan xxxxx xxxx .


mbl.is Føroya Bjór nú fáanlegur hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef það á að takast að ...

 ...koma á friði milli Ísrael og Palestínu þá þarf Obama að setja  þumalskrúfuna á ráðamenn í Jerúsalem og herða að, fast, virkilega fast.

Ella verður það gamla sagan, endurtekinn enn og aftur. Þegar friðarsamningar virðast í höfn tilkynnir stjórnin í borg Davíðs um stofnsetningu nýrra landnemabyggða Ísraela á hernumdu svæði og allt verður vitlaust, einn ganginn enn.

Hamars gerir árás og Ísrael fær það sem þeir vilja, nokkur hundruð fallna og ófrið áfram svo þeir geti haldið áfram hægt og bítandi þjófnaði á landi Palestínu manna.

File:ShalomSalamPeaceIsraelisPalestinians.png


mbl.is Friðarviðræður á ný?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skiptar skoðanir eru...

omar-ragnarsson...á Ómari Ragnarssyni, eða öllu heldur á þeim skoðunum og sjónarmiðum sem hann hefur haldið á lofti. En allir ættu að geta sameinast um að Ómar er MAGNAÐUR maður sem á fáa eða engan sinn líkan.

Ekki er ólíklegt að nafn Ómars Ragnarssonar muni lifa lengur hjá komandi kynslóðum en nöfn þeirra manna, sem andstæðingar hans og gagnrýnendur dýrka hvað mest og dá.

Verst er að Ísland á bara eitt eintak af þessum manni.

Ómar gæti ekki staðið í öllu sínu vafstri nema að baki honum stæði frábær kona, sem stoð hans og stytta.

Ég tek ofan fyrir þeim hjónum.

 


mbl.is Ómar bætir hálendisflugvöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða máli skiptir...

... hver sá heppni er, af hverju þarf almenningur að vita það?

Um leið og það vitnast hver hann eða hún er, hefur sjálfkrafa verið gefið út veiðileyfi á Þennan  „heppna“ lottóspilara, líf hans verður lagt í rúst og hann getur aldrei um frjálst höfuð sér strokið eftir það.

Látum manninn í friði. 


mbl.is Hver er sá heppni?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er merkileg frétt.

Blaðamaður mbl.is talar um þverrandi áhuga á ríkjabandalagi Íslands og Noregs. 

Fyrir það fyrsta þarf mikinn vilja og sannfæringu blaðamanns til að kalla skitnar tólfhundruð undirskriftir  á þessari bjánahugmynd, áhuga!

Í annan stað er ekki hægt að tala um þverrandi áhuga nema fylgjendum fækki, blaðamaðurinn áhugasami mun hinsvegar hafa meint að dregið hafi úr fjölgun undirskrifta.

Ríkjasamband við Noreg – aldrei!


mbl.is Þverrandi áhugi á ríkjabandalagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband