Skiptar skoðanir eru...

omar-ragnarsson...á Ómari Ragnarssyni, eða öllu heldur á þeim skoðunum og sjónarmiðum sem hann hefur haldið á lofti. En allir ættu að geta sameinast um að Ómar er MAGNAÐUR maður sem á fáa eða engan sinn líkan.

Ekki er ólíklegt að nafn Ómars Ragnarssonar muni lifa lengur hjá komandi kynslóðum en nöfn þeirra manna, sem andstæðingar hans og gagnrýnendur dýrka hvað mest og dá.

Verst er að Ísland á bara eitt eintak af þessum manni.

Ómar gæti ekki staðið í öllu sínu vafstri nema að baki honum stæði frábær kona, sem stoð hans og stytta.

Ég tek ofan fyrir þeim hjónum.

 


mbl.is Ómar bætir hálendisflugvöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er nokkuð viss um að nafn Ómars eigi eftir að lifa jafn lengi og þau lýti sem hann hefur unnið á hálendi íslands með gjörningum einsog segir í fréttinni "Sauðárflugvöllur er þeirra stærstur og svipaður að stærð og Reykjavíkurflugvöllur"

Ólafur Traustason (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 11:17

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já Ólafur, já, þú telur að þjöppun á melunum verði öðrum framkvæmdum fremur það lýti sem eftir verður tekið á hálendinu?  

"Sælir eru hjartahreinir!"

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.8.2009 kl. 11:29

3 identicon

Ekki ætla ég svo sem að amast við þessum flugvelli hans Ómars,en á sama tíma fæst ekki að setja upp öryggisendurvarpa á Litlhöfða sem myndi bæta glatað fjarskiptasamband á miðhluta Landmannaafréttar, Laugaveginum og  víðar. Þetta er innan Friðlands að Fjallabaki ,en ég hefði haldið að flugvöllurinn væri innan Vatnajökulsþjóðgarðs .Er þó ekki víst.

Olgeir Engilbertsson (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 11:51

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Völlurinn er ekki innan þjóðgarðsins. Árið eftir að ég hrekk upp af, enginn verður til að valta hann, og merkingar fjarlægðar, mun þess ekki sjá stað að hann hafi verið þarna.

Ég birti mynd í vor af merktri flugbrautarbrún áður en völlurinn var valtaður, og bað menn að giska á hvorum megin við merkinguna hann væri. Það var engin leið að sjá það.

Ef völlurinn verður lagður niður öðru sinn verður ómögulegt að finna það "lýti" sem Ólafur talar um og meira að segja mun þá varla hið fornkveðna gilda að "það er lítið sem hundstungan finnur ekki."

Ómar Ragnarsson, 25.8.2009 kl. 17:57

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir innlitið og upplýsingarnar Ómar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.8.2009 kl. 18:35

6 Smámynd: hilmar  jónsson

Ómars verður lengi minnst fyrir flott frumkvæði hans í því að sameina stórann hluta þjóðarinnar Í hinni frægu göngu gegn Kárahnjúkavirkjun og stóriðju..

hilmar jónsson, 25.8.2009 kl. 20:46

7 Smámynd: Landfari

Fyrirgefðu Ólafur en hvað á þetta að vera:

"Ég er nokkuð viss um að nafn Ómars eigi eftir að lifa jafn lengi og þau lýti sem hann hefur unnið á hálendi íslands með gjörningum einsog segir í fréttinni "

Ef þetta á að vera öfugmælavísa þá vantar í hana alla stuðla og höfuðstafi.

Eða fórstu bara öfugu megin framúr í morgun?

Landfari, 25.8.2009 kl. 23:58

8 identicon

Þú afsakar "Landfari" að ég finn ekki nokkra ástæðu til þess að svara mönnum sem koma með ályktanir og skot og geta svo ekki einu sinni skrifað undir nafni..

Ólafur Traustason (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 16:18

9 Smámynd: Landfari

Þetta var nú aumt svar hjá þér Ólafur, kanski ekki við öðru að búast.

Kemur hér með blammeringar á þjóðþekkta menn en þykist svo yfir það hafinn að svara af því þú getur ekki lesið nafnið mitt. Hér á blogginu eru þó meiri uppýsingar um mig en hægt er að finna um þig enda veit enginn hvort Ólafur Traustason er dulnefni eður ei.

Er kanski bara einhver litblinda að hrjá þig? Viltu hafa stafina í nafninu mínu í öðrum lit eða annari leturgerð?

Landfari, 26.8.2009 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband