Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2015

Illur bróðir er mörgum óvin verri

Kemur það einhverjum á óvart að Davíð Oddson segi í Reykjavíkurbréfi Moggans, það var ekki ég, ..ekki ég, ...ekki ég og afneiti þannig aðkomu sinni að gjaldþroti Seðlabankans og varpi ábyrgðinni á vin sinn og bandamann, sjálfum sér til bjargar? Nefndi ekki einhver skítlegt eðli?

Það hlýtur að vera almenn krafa að Seðlabankinn geri hreint fyrir sínum dyrum og stýrimenn þáverandi ríkisstjórnar, Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún, sömuleiðis. Fyrsta skrefið í þeirri hreingerningu hlýtur að vera að hinni undarlegu leynd sem hvílt hefur á símtali Geirs þáv. forsætisráðherra og Davíðs Oddsonar þáv. seðlabankastjóra, verði aflétt nú þegar.

Er Seðlabankinn ekki sjálfstæð stofnun? Eða er það þannig að Seðlabankastjóri framkvæmi athugasemdalaust fyrirmæli forsætisráðherra, sem berast honum símleiðis, að tæma sjóði bankans með jafn vafasömum hætti og þarna var gert? Er Davíð að segja það og fyrir hvað þáði hann þá sín ríflegu laun öll þessi ár sem hann var á spena bankans?


mbl.is Geir veitti Kaupþingi lánið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veldur hver á heldur

Gereyðingarárásin á Þýsku borgina Dresden í lok stríðsins hafði nákvæmlega enga hernaðarlega þýðingu.Þá var þegar orðið ljóst að Þjóðverjar höfðu tapað stríðinu.

Þeir sem skipulögðu og gáfu fyrirmæli um framkvæmd þessa mesta stríðsglæps seinni heimstyrjaldar hefðu átt með réttu jafn mikið erindi á sakamannabekkina í Nürnberg að stríði loknu og Nasistaböðlarnir sem þar mættu örlögum sínum.

Flóknara er það nú ekki.


mbl.is 70 ár frá loftárásinni á Dresden
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stálu þeir brauði úr Bónus?

Greinilegt er að dómskerfið lítur brot bankabófanna mjög alvarlegum augum! Enda er dómurinn yfir þessum ofurkrimmum, forvígismönnum græðginnar og ábyrgðamönnum hrunsins á svipuðu róli og dómar sem felldir hafa verið yfir útigangsmönnum fyrir að hnupla brauði  úr Bónus, til að seðja sárasta hungrið.


mbl.is Kaupþingsmenn sakfelldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.