Bloggfærslur mánaðarins, mars 2014

Töfrabrögð aldarinnar

Töframannadúettinn Simmi silfurskeið og Bjarni barnungi verða með töfra- bragðasýningu í Iðnó í dag. (Iðnó? Hljómar ódýrt! )   

Á töfrasýningunni í  tjarnarkofanum ætla galdramennirnir m.a. að opna Pandóruöskjuna. Í hana hafa verið settar allar húsnæðisskuldir landsmanna. Kapparnir ætla að sýna hvernig þeir geta á einfaldan hátt látið skuldirnar hverfa, með því einu að hræra saman við þær séreignarsparnaði og öðrum sparnaði landsmanna.   

Að sýningu lokinni er fastlega reiknað með því að allir fari heim dáleiddir yfir töfrum snillingana og taki glaðir út af tómum sparireikningum sínum og annarra og greiði sjálfum sér svikin kosningaloforðin.


mbl.is Kynna frumvörpin kl. 16
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

-Sjón er sögu ríkari- segir mbl.is

Í viðhengdri frétt, sem hefur fyrirsögnina „Phillips kann ekki íslensku“  ásamt  klipptu og margsamsettu myndbandi úr viðtali við Kevin þennan Phillips, er hæðst að erfiðleikum Philips að bera fram nafn Gylfa Sigurðssonar. Það er að sjá eini tilgangur fréttarinnar.  

Blaðabörnin á mbl.is ættu ekki að gera grín að íslenskukunnáttu útlendinga þegar varla er birt frétt á miðlinum sem er ekki full af ambögum, google þýðingum og annarri misþyrmingu á íslensku máli.

Já, sjón er sögu ríkari.

 

(Ath. klikka þarf á hljóðmerkið efst í vinstrahorni á myndbandinu til að fá hljóðið) 


mbl.is Phillips kann ekki íslensku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húsnæðisvandræði Frakka

Flóttakona frá Erítreu með átta börn, á aldrinum 4ja mánaða til 15 ára, hefur í rúma viku þurft að hýrast á stólum og bekkjum í biðsal Charles de Gaulle flugvallarins í París.

Frönsk yfirvöld nota sem afsökun fyrir þessari hneisu að viðunandi húsnæði fyrir fjölskyldu af þessari stærð sé hreinlega ekki til í öllu Frakklandi.  

Ja hérna! Búa Frakkar í fataskápum?


mbl.is Föst á flugvelli í viku með átta börn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vigdísarvæðing RUV

Eins og kunnugt er lét nýráðinn útvarpsstjóri, Magnús Geir Þórðarson, það verða sitt fyrsta verk í starfi að segja öllum framkvæmdastjórnum RUV upp störfum. Magnús boðaði samhliða miklar breytingar í rekstri RUV.

Ekki er annað að merkja af fréttinni en auglýst sé í öll þessi stöðugildi óbreytt. Þannig að hinar miklu skipulagsbreytingar, hagræðing og uppstokkun í rekstri RUV, sem Magnús Geir boðaði og sagði megintilgang  uppsagnanna, verða ekki gerðar!  Unnið verður áfram eftir sama skipuriti um nánustu framtíð a.m.k.  

Gefnar ástæður uppsagagnanna  voru því lélegt yfirklór eins og flesta grunaði. Raunverulegur tilgangur þeirra var aðeins mannabreytingarnar sem slíkar. Að fá inn annað fólk, sem væri viljugra og líklegra að „innleiða nýja tíma“ með því að sveigja fréttaflutning og önnur efnistök „útvarps allra landsmanna“  vilja og þörfum núverandi stjórnarherra.

Engin þarf að velkjast  í vafa, hvaðan þessi hugmyndafræði  er ættuð. Öruggt má telja að hún hafi m.a.  verið rædd  yfir  hádegisverði á Holtinu nokkru áður en hún var látin „fæðast“ í kollinum á  Magnúsi Geir. 

 


mbl.is Auglýst eftir níu yfirmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Appelsínurautt!

Appelsínurautt, er það nýr litur, eða bara blaðamannabarnamál?

 


mbl.is Þyrlurnar verða appelsínurauðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður friður á okkar tímum eftir Bjarmalandsför Gunnars Braga?

Kaupfélag Skagfirðinga hefur ákveðið að senda sérlegan sendil sinn, Gunnar Braga Sveinsson, til Úkraínu til að gæta hagsmuna kaupfélagsins á svæðinu og róa bændur á Krím og t.a.m. tilkynna þeim að kaupfélagið dragi til baka boðaða hækkun á áburði.  Vonast kaupfélagsstjórinn og Framsóknarflokkseigandi Skagafjarðar til þess að þetta nægi til þess að aðskilnaðaryfirlýsing Krím verði dregin til baka.

Jafnframt er hafin undirbúningur  að hátíðarmóttöku á Sauðárkróksflugvelli til að fagna heimkomu sendilsins úr Bjarmalandsför þessari. Í frumhandriti  að athöfninni er gert ráð fyrir að Gunnar Bragi stígi út úr flugvélinni með undirritaðan sáttmála í hendinni og veifi honum glaðhlakkalega yfir höfuð sér og mæli spekingslega: Úkraínu vandamálið hefur verið leyst. Friður mun ríkja á okkar tímum.

Á meðan ríkir ófriður og upplausn á Íslandi. En hvaða máli skiptir það í stóra samhenginu?


 

 


Það er vonum fyrr...

...að brestir koma í hóflausa aðdáun og nánast guðsdýrkun íhaldsins á Ólafi Ragnari, orðum hans og gjörðum öllum.

 

 

 


mbl.is Stundum hissa á ummælum forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breitt yfir sannleikann

Af hverju geta menn ekki sagt sannleikann? Af hverju er látið í verðri vaka að Íslendingar hafi, af ásetningi, bjargað hinni austurrísku Melittu Urbancic og börnum hennar úr klóm nazista 1938, af því að hún var gyðingur?  

Íslendingar lögðu sig hreint ekki fram að bjarga gyðingum úr klóm nazista á þessum árum, rök má raunar færa fyrir hinu gagnstæða. Melitta, sem var austurrískur  gyðingur, fékk náðarsamlegast landvist hér á landi af þeirri ástæðu einni að maður hennar, hinn kunni tónlistarmaður Victor Urbancic, var ráðin hingað til starfa.

Það er því miður hrollköld staðreynd að án mansins síns hefði þessi merka kona örugglega ekki fengið landvistarleyfi á Íslandi! Því til marks, þá sótti Melitta um landvist fyrir móður sína en  „jákvæða umhverfið“ á Íslandi, sem nefnt er í fréttinni, náði ekki lengra en svo að þeirri beiðni var hafnað af Íslenskum stjórnvöldum.  

Þess í stað endaði móðir Melittu ævi sína í fangabúðum Nasista!

Gerum ekki skömm okkar meiri en orðið er með því að breiða yfir eða afbaka sannleikann um afstöðu Íslenskra stjórnvalda til gyðinga á þessum árum og annarra sem ekki féllu að hinni rammíslensku staðalímynd.


mbl.is Íslendingar björguðu hæfileikafólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er forsætisráðherrann Klepptækur?

 

„Það hefur alltaf verið á brattann að sækja fyrir Framsóknarflokkinn í borginni,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. „Ég held að frambjóðendur Framsóknarflokksins í Reykjavík muni geta sýnt fram á að málstaðurinn sé góður. Ég ætla jafnvel að leyfa mér að vera svo bjartsýnn að við getum náð inn tveimur mönnum.“

Eins og sjá má af þessum orðum Sigmundar Davíðs, hefur veruleikafirring hans náð nýjum hæðum.

Hætt er við að brattara verði það núna en nokkru sinni áður fyrir Framsókn að ná inn manni í Reykjavík. Þó ekki væri fyrir annað en þá staðreynd að öllum ætti að vera ljóst að ekki er, eða verður, orð að marka kosningaloforð Framsóknar, þegar sjálfur formaður flokksins hefur gefið tóninn og kannast ekki við innihald kosningabæklinga með hans eigin undirskrift, ofan á allt annað.

Sigmundur Davíð er núna í Kanada og var útnefndur „lukkudýr“ íshokkíliðs Edmonton í síðasta leik þeirra. Ég veit að það er ljótur leikur gagnvart góðum grönnum okkar í vestri, en legg þó til að Íslenska þjóðin gefi Kanadíska íshokkíliðinu „lukkudýrið“ Sigmund Davíð til varanlegrar varðveislu.


mbl.is Bjartsýnn á tvo í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er þessi maður að vilja upp á dekk?

Þorsteinn Pálson hefði betur sýnt sama fítonskraft og ákefð  þá 14 mánuði sem hann var forsætisráðherra Íslands 1987 – 1988 og hann sýnir í þessu ESB áhugamáli sínu.

Í forsætisráðherratíð Þorsteins var allt að fara fjandans til í efnahagsmálunum, en Þorsteinn sat aðgerðalaus og lét allt reka á reiðanum. Stjórnun hans  einkenndist af gunguskap, úrræðaleysi og ákvarðanafælni. Auk þess hafði Þorsteinn litla eða enga stjórn á þingflokki sínum, sem fór sínu fram.

Sagt var að forsætisráðherratíð Þorsteins hafi verið dýrasta stjórnunarnámskeið Íslandssögunnar og mun það ekki ofmælt.

En núna er Þorsteinn sem sagt mættur galvaskur upp á dekk með réttu lausnirnar.


mbl.is Það verða alltaf skammtíma hagsmunir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband