Töfrabrögð aldarinnar

Töframannadúettinn Simmi silfurskeið og Bjarni barnungi verða með töfra- bragðasýningu í Iðnó í dag. (Iðnó? Hljómar ódýrt! )   

Á töfrasýningunni í  tjarnarkofanum ætla galdramennirnir m.a. að opna Pandóruöskjuna. Í hana hafa verið settar allar húsnæðisskuldir landsmanna. Kapparnir ætla að sýna hvernig þeir geta á einfaldan hátt látið skuldirnar hverfa, með því einu að hræra saman við þær séreignarsparnaði og öðrum sparnaði landsmanna.   

Að sýningu lokinni er fastlega reiknað með því að allir fari heim dáleiddir yfir töfrum snillingana og taki glaðir út af tómum sparireikningum sínum og annarra og greiði sjálfum sér svikin kosningaloforðin.


mbl.is Kynna frumvörpin kl. 16
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að frádregnum sérstöku vaxtabótunum og 110% Snillinni.....

Pakkakíkir (IP-tala skráð) 26.3.2014 kl. 14:01

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Að lækka skuldir er ekki það sama og að láta þær hverfa.

Hvaðan fékkstu slíkar ranghugmyndir?

Skuldir hverfa ekki, nema við gjaldþrot eða nauðasamninga. 

Leiðréttingin snýst eingöngu um það hversu mikið á að endurgreiða umfram það sem tekið var að láni í upphafi. Staðreyndin er nefninlega sú að langflestir eru í raun og veru búnir að endurgreiða það sem þeir fengu lánað og aðeins á eftir að gera upp þann kostnað sem gerð er krafa um til viðbótar.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.3.2014 kl. 15:31

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Framsókn lofaði því Guðmundur fyrir kosningar, að með einhverjum hókus pókus aðferðum myndi hluti skulda fólks beinlínis hverfa, því ekki varð séð að nokkur þyrfti að leggja út fyrir þeim. Nú er gert ráð fyrir að fólk borgi þetta sjálft, færi bara úr öðrum vasanum í hinn. Einfallt ekki satt?

Er þessi útfærsla það sem Framsókn lofaði? 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.3.2014 kl. 19:13

4 identicon

Það var svo sem vitað að þetta færi á þessa leið, enda voru þessar fullyrðingar þeirra alveg út úr kortinu fyrir kosningar.

Ekki er furða að þeir reyni að koma með svona lausnir, hentar þeim afar vel núna á þessum tíma en ekki þeim sem fara þessa leiðir seinna meir, eflaust munu margir kokgleypa þetta alveg eins og upprunalegu loforðin haldandi það að útkoman verði eitthver önnur.

Stefna þeirra hefur ekkert breyst í gegnum árin og er ekki að fara að gera það. Þetta snýst ekki um þjóðina,hvað hún vill og er henni fyrir bestu, nei, þetta snýst um þá og þeirra einkahagsmuni.

Hallgrímur Þór Axelsson (IP-tala skráð) 27.3.2014 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband