Appelsínurautt!

Appelsínurautt, er það nýr litur, eða bara blaðamannabarnamál?

 


mbl.is Þyrlurnar verða appelsínurauðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta orðskrípi virðist koma beint frá LHG enda metnaður í fjölmiðlum ekki orðin meiri í dag þannig að birtar eru umhugsunarlaust fréttir/fréttatilkynningar frá ýmsum aðilum.
http://www.lhg.is/frettirogutgafa/frettir/nr/2753

Væntaleg er þetta svokallaður dayglow orange litur sem þyrlan hefur verið máluð í.

Karl J. (IP-tala skráð) 21.3.2014 kl. 20:46

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ég þekki ekki þetta orð, en eftir stutta leit fann ég að orðið er notað hér og hvar, aðallega í lýsingum á vörum, sýnist mér. En ljóðskáldið Ísak Harðarson notar orðið í ljóði sem heitir „Skálda-pabbi": „og leysist upp í appelsínurautt sólarlagið".

Er þetta sami litur og appelsínugulur?

Wilhelm Emilsson, 21.3.2014 kl. 21:08

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

þetta er orange red

http://www.color-hex.com/color/ff4500

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 21.3.2014 kl. 21:46

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þessi litur hefur aldrei verið kallaður annað en appelsínugulur.  

Það er dapurleg þróun þegar góðum og gildum íslenskum orðum er skipt út fyrir hugsunarlausar google þýðingar úr ensku.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.3.2014 kl. 21:56

5 identicon

Til eru óteljandi litir, fleiri en við komum orðum yfir. Mörg tungumál hafa þó ríkari orðaforða en íslenska til að lýsa litrófinu, orð sem við mættum að ósekju tileinka okkur til að auðga málið.

Augað nemur ótal mismunandi tilbrigði við "órans" og á því rófi eru m.a. mismunandi litatónar sem lýsa má sem appelsínugulum og appelsínurauðum.

Appelsínurauður er ekkert orðskrípi heldur fullkomlega skiljanleg og gagnsæ samsetning orða sem lýtur öllum málfræðireglum. Það tungumál er dauðvona sem stjórnast af þeirri stefnu að ekki megi nota önnur orð en þau sem hafa áður verið notuð. Nýsköpun Jónasar Hallgrímssonar hefði farið fyrir lítið ef það sú væri raunin.

Tungumálið er verkfærið okkar og það eru sem betur fer margar leiðir til að beita því. Íslenskan verður ansi fátæk ef við látum tilefnislausa íhaldssemi koma í veg fyrir að við getum notað hana til að fanga alla litadýrð heimsins.

Hér er hægt að skoða nánar ólíka tóna "órans" litrófsins:

http://en.wikipedia.org/wiki/Category:Shades_of_orange

Una Sighvatsdóttir (IP-tala skráð) 21.3.2014 kl. 23:21

6 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk kærlega fyrir umræðuna, gott fólk. Ég er búinn að komast að því að ISLEX orðabókin, sem Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum stendur að, er með bæði orðin „appelsínugulur" og „appelsínurauður" og samkvæmt dæmum er um tvo liti að ræða.

Sjá hér:

http://islex.is/islex?samleit=&erflokin=&nlj=1&nlo=1&nlt=&fuzz=1&mal=DA&ord=3406&dict=DA

Wilhelm Emilsson, 21.3.2014 kl. 23:42

7 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ekki veit ég hvað þessi nýi þyrlulitur hefði verrið nefndur áður en Íslendingar kyntust appelsínum, enda kom fljótlega í ljós að þær voru ekki allar eins á litinn. 

Appelsínu rautt og Appelsínu gult ætti þess vegna að geta átt rétt í Íslensku máli, þó að ég sé ekki dómbær á, hvar mörkin eigi að liggja þar á milli.  

Ég geri ráð fyrir að þyrlulitur þessi sé nefndur orange  og þar eftir fylgi bókstafir og eða tölur til nákvæmari skilgreiningar.       

Hrólfur Þ Hraundal, 22.3.2014 kl. 05:56

8 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Svona litur hét á íslensku "eldrauður".

Fornmenn gerðu greinarmun á "blóðrauðu" og "eldrauðu". Nútíma Íslendingar þekkja kannski hvorki litinn á eld né blóði og tengja litinn við ávexti sem fást t.d. í Bónus, en fornmenn þekktu ekki þessa ávexti.  Eld og blóð þekktu þeir aftur á móti vel.

Þyrlurnar eru því eldrauðar, en hvorki appelsínugular né appelsínurauðar, og auðvitað ekki blóðrauðar.

Ágúst H Bjarnason, 22.3.2014 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband