Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Tvíeggjað sverð

Engum er betur treystandi  en Bandaríkjamönnum til þess að standa þannig að baráttunni gegn „Íslamska ríkinu“ að þessi glæpasamtök eflist og styrkist og dafni sem aldrei fyrr.

Ekkert ríki í heiminum er jafnoki Bandaríkjanna í þeirri list að skapa sér óvini.


mbl.is Gerðu árásir á olíuvinnslustöðvar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húsnæðisvandræði Frakka

Flóttakona frá Erítreu með átta börn, á aldrinum 4ja mánaða til 15 ára, hefur í rúma viku þurft að hýrast á stólum og bekkjum í biðsal Charles de Gaulle flugvallarins í París.

Frönsk yfirvöld nota sem afsökun fyrir þessari hneisu að viðunandi húsnæði fyrir fjölskyldu af þessari stærð sé hreinlega ekki til í öllu Frakklandi.  

Ja hérna! Búa Frakkar í fataskápum?


mbl.is Föst á flugvelli í viku með átta börn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræsni andskotans

John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fordæmir hernaðarbrölt Rússa í Úkraínu. Svona gera menn ekki, segir hann fullur vandlætingar, enda innrásir og árásir á aðrar þjóðir alveg nýtt fyrir Bandarískum stjórnvöldum.


mbl.is Fordæmdi hernaðarbrölt Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Konunglegur kláði hrjáir Svía í auknum mæli

Stuðningur Svía við konungdæmið fer ört minnkandi. En vilji Svíar á annað borð dröslast með þessa konunglegu kláðamaura áfram, get ég ekki séð að máli skipti hvað aðalkláðamaurinn heitir. Það klæjar undan eftir sem áður.


mbl.is 48% Svía vilja að konungurinn segi af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frelsishetja í skugga hégómans

Barack Obama heilsaði Raul Castro með handabandi á minningarathöfninni um Nelson Mandela. 

Það er ekki að sökum að spyrja, fréttamenn snéru umfjöllun sinni um minningarathöfnina samstundis á haus og gerðu handabandið að þungamiðju sinnar umfjöllunar.  Nelson blessaður  varð þannig hégómanum að bráð í eigin minningarathöfn.


mbl.is Handaband Castros og Obama kom á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Frændur okkar" Norðmenn

ESB vonast til að leysa megi makríldeilu sambandsins við Íslendinga og Færeyinga fyrir áramót. ESB hefur lagt fram tilboð sem getur verið samningsgrundvöllur. Það eina sem stendur í veginum fyrir samningum eru „frændur okkar og vinir“  Norðmenn.

Þannig eru þeir ætíð blessaðir Norðmennirnir,  bugta sig og beygja fyrir stórþjóðum, en belgja sig út með derring og hroka gagnvart smærri þjóðum, sem þeir þykjast eiga alskostar við. Þess á milli eru þeir svo ekkert nema helgislepjan og falsið henti það þeirra markmiðum.


mbl.is Vill leysa deiluna fyrir áramót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvarflar það að einhverjum að Mossad stundi myrkraverk?

Auðvitað hvarflar það ekki að nokkrum manni að Ísrael hafi haft eitthvað með morðið á Arafat að gera.  Allar hugrenningar um slíkt, hvað þá að hugsa það upphátt, er gyðingahatur og ekkert annað.

Sumir þreytast aldrei á að upplýsa okkur að öll gagnrýni og efasemdir um stefnu Ísraelstjórnar gagnvart Palestínu, hvaða nafni sem hún nefnist, sé gyðingahatur af verstu sort, það hljóti allir að sjá!

 


mbl.is Ísrael ekki á bak við dauða Arafats
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Refsing við hæfi

 

Það er skiljanlegt að gyðingum sé lítt skemmt yfir þessum fréttum.

Heinrich Müller og aðrir nasistar komu fram við gyðinga eins og hunda, bæði lifandi og látna. Er það því ekki refsing við hæfi að Heinrich Müller skuli,  frá hans eigin sjónarhóli, hvíla í „hunda grafreit“?

Hann sjálfur hefði  í lifanda lífi tæplega getað ímyndað sér verra hlutskipti.

 

 


mbl.is Nasistaforingi hvílir innan um gyðinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Karpað um keisarans skegg

assad_blood__bath_independentAfhendi Sýrlendingar efnavopn sín, verður þá Bashar al-Assad  einræðis- skúrkur Sýrlands aftur fínn karl og virtur meðal manna? Getur hann þá haldið áfram að drepa þegna sína, bara hann geri það ekki með efnavopnum?

Er þá allt unnið?

 

Verður ástandið í Sýrlandi og þjáningar íbúanna áfram aukaatriði eins og virðist hafa verið raunin meðan alþjóðasamfélagið hefur velt sér upp úr hugsanlegri efnavopnaeign Assads og hvernig hagsmunum stórveldanna sé best fyrir komið.

 

 

 


mbl.is Áætlun um Sýrland samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gagn og gaman

Það er víst venja að stofna bókasafn í nafni hvers Bandaríkjaforseta þegar hann hefur látið af störfum. 

Ef efnistök og umfang þessara forsetasafna tækju eingöngu mið af getu, gáfum og frammistöðu viðkomandi forseta væri sennilega aðeins ein bók í Bushbókasafninu – Gagn og gaman!

Og þætti samt nokkuð langt til seilst.


mbl.is Fimm forsetar voru viðstaddir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband