Hræsni andskotans

John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fordæmir hernaðarbrölt Rússa í Úkraínu. Svona gera menn ekki, segir hann fullur vandlætingar, enda innrásir og árásir á aðrar þjóðir alveg nýtt fyrir Bandarískum stjórnvöldum.


mbl.is Fordæmdi hernaðarbrölt Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algjörlega sammála.

Ármann Birgisson (IP-tala skráð) 4.3.2014 kl. 18:53

2 identicon

Það væri gott ef hægt væri að láta bandaríkjamenn vita af því hvað heimurinn (og Ísland sem meðal úrtak) hugsar þegar slíkar fullyrðingar heyrast. Íslendingar verða að teljast hlutlausir þegar kemur að gagnrýni á Bandaríkin enda eigum við þeim einungis gott að launa (fyrir utan einn eða tvo sem fengu að deyja handjárnaðir við skipshlið í aftakaveðri) og það ætti að vera tekið trúanlega þegar íslendingur bendir á augljósa hræsni. Bandaríkin hófu flest stríð á síðustu öld og fjárlög til hersins í BNA eru fimmföld miðað við næsta keppinaut sem er Kína. Bandaríkin ættu bara að halda kjafti.

Tóti (IP-tala skráð) 4.3.2014 kl. 19:22

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Auðvita á Pútín að hertaka Úkraínu, öll sameining sparar og í þessu tilfelli þá þarf bara einn eilífðarforseta, ekkert bruðl.  En skyldi Pútín vera með ríkisfang í Úkraínu? 

Hrólfur Þ Hraundal, 4.3.2014 kl. 20:32

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Mig grunaði þetta alltaf Hrólfur, að þú sigldir undir fölsku flaggi, að undir undir falska íhaldshamnum leyndist forhertur Moskvu kommi.

Velkominn út úr skápnum, ljúfur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.3.2014 kl. 21:48

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já Tóti, kanarnir eru svo góðir við okkur! Eru þeir ekki að undirbúa viðskiptaþvinganir á hendur okkur núna, af góðmennskunni einni saman?

Svoooo góóóðir! 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.3.2014 kl. 21:50

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sammála fyrirsögninni.

Hræsni Kerrys er óviðjafnanleg.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.3.2014 kl. 22:23

7 identicon

Axel: C'est la guerre. Og það er alltaf stríð.

Tóti (IP-tala skráð) 4.3.2014 kl. 22:25

8 identicon

En hvað ætli myndi gerast, ef NATO veitti Ukrainu aðild toute-suite (flýtimeðferð)? Ég veit ekki betur, en að Krím-skagi tilheyri ennþá Ukrainu. Þá yrði ukrainska herstöðin þar að Nato-herstöð. Spurningin er svo hvort freigátur Atlantshafsbandalagsins myndu geta lagzt að bryggju í Sevastopol án þess að þurfa fyrst að ýta þeim rússnesku frá? Það hafa verið nefndar þrír möguleikar í fréttamiðlum á hvernig staðan muni þróast, en þetta er fjórði (og fljótvirkasti) möguleikinn. :)

Og svo vil ég undirstrika, að höfuðborg Ukrainu heitir Kiev eða Kyiv og hefur ALDREI heitið Kænugarður frá stofnun borgarinnar árið 482. Enda finnst ekki það heiti í neinum viðurkenndum söguatlas. Novgorod hefur aldrei heitið Hólmgarður og Istanbul/Konstantinopel/Byzantium hefur aldrei heitið Miðgarður. Og síðast en ekki sízt, landið heitir Ukraina, en ekki Garðaríki. Þess væri óskandi ef íslenzkir fjölmiðlar og RUV hættu að afbaka nafn borgarinnar á þennan hátt.

Pétur D. (IP-tala skráð) 5.3.2014 kl. 01:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband