Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Minning

Bostonborg hefur undanfarna daga verið í sannkölluðu umsátursástandi og íbúarnir skelfingu lostnir og nánast í felum frá því hryðjuverkið var framið þar fyrir nokkrum dögum. Það er umhugsunarefni að aðeins tveimur mönnum skuli hafa tekist að setja Bandaríkin gersamlega á hliðina í nokkra daga.

Óhæfuverk þessara tveggja manna var skelfilegur atburður og enginn ætti að þurfa að eiga slíkt yfir höfði sér. Bandaríkjamenn hljóta því, í ljósi þeirrar skelfingar sem þessir tveir hryðjuverkamenn ollu í samfélaginu í Boston og reyndar Bandaríkjunum öllum, að íhuga hvernig íbúum þeirra landa líður, þar sem Bandaríkin telja sig þurfa að fara um „frelsandi hendi.“

Í borgum og sveitum Afganistan og annarra landa eru það ekki bara tveir menn á ferð með heimagerðar sprengjur sem ógna lífi, heilsu og sálarró íbúanna. Nei þar fer um her manna eyðandi hendi, útbúinn hátækni morðtólum bæði í lofti og láði og láta sprengjum og skotum rigna yfir allt sem fyrir verður, þjóni það  „verkefninu“.

Manntjónið í hryðjuverkinu í Boston, þó skelfilegt sé,  er vart í frásögur færandi í samanburði við manntjónið í flestum „frelsisaðgerðum“ Bandaríkjahers. Ekki eru nema tvær vikur síðan tvær konur og tíu börn voru myrt í loftárás herja NATO í Afganistan.

Þess varð ekki vart að það raskaði ró nokkurs manns í Boston eða annarstaðar þar vestra.


mbl.is Íbúar Boston í spennufalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki frelsið dásamlegt?

Eitt er ríki í heiminum svo stútfullt af frelsi hverskonar, heimsins besta frelsi, já svo fínu frelsi raunar að nauðsynlegt þykir að troða því upp á önnur ríki, með illu ef ekki góðu.  

Í þessu landi frelsisins er frelsið svo mikið að allt er leyfilegt, eða næstum allt, það eina sem virðist vera bannað er frelsi á ferðalögum til Kúbu. Slíkt er gróft brot á viðskiptabanninu, sem þetta land "frjálsra viðskipta" setti á Kúbu þegar þeir fæddust, sem nú eru komnir yfir miðjan aldur. Að rjúfa heilagt  viðskiptabannið er einhver versti glæpur sem Bandarískir „nasistar“ geta hugsað sér, jaðrar við landráð.

Viðskiptabannið var sett á Kúbu í kjölfar þess að ríkisstjórn Kúbu þjóðnýtti eigur Bandarísku mafíunnar á eynni. Í rúm 50 ár hafa Bandarísk stjórnvöld reynt, með banninu, að þvinga Kúbu til að skila mafíunni „eigum“ hennar. Viðskiptabannið getur allt eins staðið til eilífðar, svo mikilvægt sem það er Bandaríkjamönnum að mafíunni sé staðið skil á sínu.

Í seinni tíð hefur þó ný söguskýring á viðskiptabanninu skotið upp kollinum af og til þegar hún þykir til vinsælda fallin. Sem er að ljúga upp stuðningi Kúbu við hryðjuverk! Slíkar fullyrðingar eru beinlínis hlægilegar þegar þær koma úr munni Bandarískra repúblikana sem eru friðlausir  nema bandarískir hermenn séu sem víðast út um heim að drepa fólk til að neyða upp á það þeirra gildi.

Frelsi til að segja nei við því „hjálpræði“ liggur ekki á lausu.


mbl.is Hafði Beyoncé leyfi fyrir Kúbuferðinni?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Risinn Mandela

imagesCADWXG57Nelson Mandela er án vafa eitt  mesta stórmennið núlifandi. Hann er án vafa ofarlega á listanum yfir þá einstaklinga sem hvað mest áhrif höfðu á gang sögunnar á síðustu öld.

En ólíkt flestum, sem verma efstu sætin á þeim lista, hefur Nelson Mandela orðið mannkyninu til framfara og blessunar.

  


mbl.is Mandela er enn á sjúkrahúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi

Hillary-And-Bill-Clinton-1969-The-Way-They-Were-2-e1357337446850Enn á ný hafa vaknað vangaveltur um hugsanlegt framboð Hillary Clinton til forseta BNA 2016. Hillary er afar hæfileikarík og frambærileg kona.  

Það er sannarlega tími til komin að kona gegni þessu valdamesta embætti heimsins, það myndi kalla fram nýjar áherslur, ný viðhorf til hins betra.

Það yrði afar frískandi að fá Clinton hjónin aftur í Hvítahúsið.


mbl.is Fer Clinton í forsetaframboð 2016?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjá Kanadamenn ekki skóginn fyrir trjánum?

Það er broslegt að það ergi Kanadamenn að laufblað af erlendu tré, sem líka vex í Kanada, prýði nýútgefinn peningaseðil þegar að virðist ekki angra þá vitundarögn að þessi sami seðill skartar flennistórri mynd af erlendri kerlingu sem hefur aldrei búið í Kanada.


mbl.is Með vitlaust laufblað á peningaseðlinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einföld lausn á morðárásum í skólum - vopnum kennarana!

Obama forseti er milli steins og sleggju í vopnabrjálæði landa sinna. Það er alveg sama hvað hann gerir, hann stígur allstaðar á skottið á viðkvæmum atkvæðum. Það er höfuðótti allra pólitíkusa, sem hafa ekki bein í nefinu.

Obama íhugar, að sögn, að færa byssulöggjöfina aftur fyrir 2004 þegar Bush karlinn rýmkaðir hana því hann taldi nauðsynlegt að hríðskotabyssur yrðu staðalbúnaður sem flestra heimila.

Af ótta við að hríðskotabyssur, eins og sú sem notuð var í voðaverkunum í Newtown, verði bannaðar, streyma Bandaríkjamenn nú og sem aldrei fyrr og í kapp við tímann, í byssubúðir til að tryggja sér þessi nauðsynlegu heimilistæki.

Það kemur ekki á óvart að Repúblikanar fái hland fyrir hjartað sé það nefnt að takmarka þurfi möguleika Bandaríkjamanna á að nýta sér meintan stjórnarskrárbundin rétt þeirra til að drepa samlanda sína.

Rick Perry ríkisstjóri í Texas, sem átti sér þann draum að verða forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í síðustu kosningum, en náði ekki einu sinni upp í þann gáfumannaflokk, hefur snjalla og einfalda lausn á síendurteknum skotárásum í skólum landsins.

Repúblikanalausn Perry er auðvitað ekki sú að fækka byssum eða aðgengi að þeim, ó-nei. Hann Perry karlinn vill ekki flóknar lausnir, hann vill hafa þetta einfalt og gott.

Hann vill vopna kennarana!

Þá er auðvitað „rökrétt“ framhald á ruglinu að vopna börnin ef ske kynni að kennarinn færi af sporinu.

 

mbl.is Obama vill banna hríðskotavopn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í hverju liggur munurinn?

Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB gerði ástandið í Sýrlandi að umtalsefni í þakkarræðu sinni þegar hann, f.h. ESB, tók á móti einhverri umdeildustu verðlaunaveitingu síðari tíma.

Barrosso sagði ástandið í Sýrlandi „svartan blett á samvisku heimsins“. En þar hafa staðið yfir innanlandsátök í 21 mánuð. Barrosso sagði alþjóðasamfélagið bera skyldu til að taka á því. Barrosso minntist hinsvegar ekkert á að þarna "á næsta bæ"  er annar kolsvartur blettur á samvisku heimsins.

Þar hafa átök, kúgun, landrán, morð og stríðsglæpir verið framdir linnulítið í áratugi. Hvenær ætli Barrosso og Evrópusambandinu, handhafa friðarverðlauna Nóbels, þyki tími vera kominn til að alþjóðasamfélagið taki á því?


mbl.is Sýrland „blettur“ á samvisku heimsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýr byssa

kids-shooting-gunÞeir ætla seint að læra, blessaðir Kanarnir, hve alvarleg og skaðsöm hún er,  þessi byssudýrkun þeirra.  

Vonandi lifir drengurinn þetta af.

 
mbl.is Skaut son sinn fyrir slysni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fastir liðir eins og venjulega.

Sama gamla sagan. Þegar starta þarf  stríði boða Ísraelar frekara landrán á landi Palestínu og stuðningskórinn syngur Hallelujah hósanna.

Nóg komið af slíku. Gott hjá Össuri!

  
mbl.is Össur fordæmir nýjar landtökubyggðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sátt um nauðgun

Konan hefur þá komið fram vilja sínum við Strauss-Kahn og fengið það - sem hún stefndi að alla tíð, peninga og mikið af þeim.

Ég var svo einfaldur að halda að kona sem beitt er kynferðisofbeldi gæti aldrei orðið sátt við kvalara sinn. En peningar virðast hafa þann töframátt að lina sárauka gráðugra.

Svo er það spurningin hvort það hafi, eftir allt saman, verið fórnarlambið í málinu sem þurfti að borga sig frá því?


mbl.is Sátt milli Strauss-Kahn og Diallo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband