Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Ísrael liggur í vörn - staðan er 136 : 5, þeim í vil.

Viðræður standa yfir um vopnahlé á Gaza, en á meðan láta Ísraelar sprengjum rigna yfir svæðið í kapp við tímann að klára það sprengjumagn sem þeir höfðu fyrirfram ákveðið  að notað yrði á Palestínskar fjölskyldur í þessari umferð. 

israel-bombingÞegar Ísraelar hafa lokið við að „verja“ sig og kastað síðustu sprengj- unni í þessari porsjón, fallast þeir á vopnahlé og alþjóðasamfélagið klappar þeim á bakið og hrósar þeim fyrir mannúðina.  

Þá verður „leikhlé“ á svæðinu  um hríð eða þangað til nýrra átaka er þörf  af pólitískum ástæðum. Þá þurfa Ísraelar að venju lítið að gera til að egna Palestínsk öfgasamtök nægjanlega til að allt fari í bál og brand á ný. Það fag kunna þeir upp á sína tíu.

  

Það er sorglega er, mitt í þessum harmleik,  að frú utanríkisráðherra Bandaríkjanna lætur eins og hún vinni að því hörðum höndum að koma á friði, þegar allir vita að ekki þarf nema eitt orð frá henni í eyra Ísraela til að stöðva sprengjuregnið.


mbl.is Enn rignir sprengjum yfir Gaza
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta hjálp!

Þegar  fyrsta hjálp er nefnd dettur öllu venjulegu fólki fyrst í hug sjúkragögn, matvæli og önnur hjálpargögn. En það fyrsta sem ráðamönnum stuðningsríkja Palestínu og Ísraels virðist detta í hug að senda þeim sem fyrstu hjálp, eru vopn og meiri vopn.

Eru fleiri, stærri og öflugri vopn það sem helst vantar í þennan landshluta til að til að stuðla að friði og hjálpa þjáðum íbúunum? Þeir einu sem braggast af fleiri og meiri vopnum eru framleiðendur þeirra og seljendur, þeir dauðans djöflar.

First-Aid-Kit-Inside-Sign-S-1779Ég held að íbúum Palestínu og Ísraels vanhagi um flest annað en fleiri úrræði til manndrápa.

.

.

.

.

.

Eru vopnasendingar merktar svona?

 


mbl.is Vilja koma vopnum til Palestínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögleg morð

Ekki veit ég deili á þessum Ahmed- al-Jabari, hvort hann var dýrlingur eða skíthæll. En rök Ísraelsmanna fyrir drápinu á honum eru býsna undarleg. Þeir segja ástæðuna vera þá að hann hafi stjórnað hernaðaraðgerðum gegn Ísrael. Og því eðlileg aðgerð í þeirra augum.

Í Ísrael eru menn af sama sauðahúsi og al-Jabari, sem stjórna hernaðaraðgerðum gegn Palestínsku þjóðinni. Táknar yfirlýsing Ísraela að, af þeirra hálfu,  verði dráp Palestínumanna á þeim talin eðlileg og sjálfsögð aðgerð og ekki metin sem hryðjuverk?

  


mbl.is Ísraelsmenn opnuðu hlið vítis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fellum fánann í hálfa

Síðasta landstjóra Breska heimsveldisins á erlendri grund sem gafst tækifæri til að auglýsa breskt stærilæti í bland við yfirstéttar yfirlæti og fyrirmannamenningarlegt ofursnobb með fullu dinglum dangli, er látinn.

Ja – hérna, þvílík frétt!

  


mbl.is Rex Hunt látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér sjáum við af hverju konur kusu frekar Obama en Romney

Margir héldu því mjög á lofti í kosningabaráttunni ranglega, að sáralítill eða enginn munur væri á Obama og Romney.

En þegar eiginkonur frambjóðendanna báru saman bækur sínar kom berlega í ljós að Romney stæðist engan veginn samanburð við Obama.

Það er augljóst af hverju konur völdu frekar Obama en Romney.

munurinn á Obama og Romney
mbl.is Konur skiptu sköpum í kosningunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsóknarmaðurinn Obama

obama greenFramsóknarmenn efast ekki um sigur Obama í kosningunum á þriðjudaginn eftir stuðnings- yfirlýsingu Framsóknarflokksins við hann.

Það er trú Sigmundar Davíðs að Bandarískir framsóknarmenn allra flokka munu svara kalli íslenska móðurflokksins og tryggja kjör þeirra manns.

Utan Framsóknarflokksins vöktu  fréttir af viðbrögðum forsetans enga undrun. Forsetinn varð samkvæmt áræðanlegum heimildum, gubbugrænn í framan þá þegar hann hafði spurnir af stuðningsyfirlýsingu Framsóknarflokksins.

Mitt Romney mun hafa brugðist hart við og vottað forsetanum hluttekningu sína.


mbl.is Framsóknarflokkurinn styður Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undarleg hugmynd

Sú hugmynd er ekki ný af nálinni að Arnold Schwarzenegger sé framtíðar forseti Bandaríkjanna og henni skýtur upp annað veifið, þótt öllum ætti að vera ljóst að hugmyndin er andvana fædd.  

Arnold karlinn getur aldrei orðið forseti BNA. Ástæðan er einföld, hann uppfyllir ekki það ófrávíkjanlega skilyrði að vera fæddur í Bandaríkjunum. Arnold, er eins og flestir vita fæddur og uppalinn í Austurríki.

Þetta ættu Repúblikanar, aðdáendur Svartahneggs að vita, svo ákaft sem þeir hafa haldið því fram að fæðingarvottorð Obama forseta sé falsað, að hann sé fæddur erlendis en ekki á Hawaii og því ekki réttkjörinn forseti. 

 


mbl.is Verður Schwarzenegger forseti?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hringekja fáránleikans

Þetta fjöldamorð sýnir og sannar rétt eins og önnur svipuð að vopnalöggjöfin í Bandaríkjunum er í besta falli meingölluð, ef ekki hreinlega galin.

Það sorglega er, og megin vandamálið, að í Bandaríkjunum eru byssur trúarbrögð. Þeir sjá ekki vandann, sjá ekki ógnina í skotvopnum og almennri eign þeirra. Þeir trúa því staðfastlega að eina lausnin til varnar byssuógn séu fleiri byssur,  fleiri „góðar“ byssur  gegn „slæmu“ byssunum.

Svona fjöldamorð hafa keðjuverkandi áhrif, ekki til hins betra í afstöðu almennings til vopnaeignar, heldur til hins verra. Þetta fjölgar aðeins þeim sem fá sér byssur sér til „varnar“ og þannig fjölgar stöðugt skotvopnum í umferð og jafnframt þeim sem aldrei ættu að fá að höndla skotvopn.


mbl.is „Hann er með byssu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Án efa fer megnið af þessu fé...

..., 16 milljörðum dollara "þróunaraðstoðar" alþjóðasamfélagsins til Afganistan, í að styrkja framleiðslu og eflingu helstu útflutningsgreinar afgana,  ópíums, sem er þeirra verðmesti útflutningur.

Það er giska broslegt að það skilyrði er sett fyrir þróunaraðstoðinni að spilltustu stjórnvöld veraldar vinni gegn spillingu!

Fátt virðist meiri gróðrarstíga fyrir spillingu en einmitt afskipti NATO, hvar sem það fyrirbæri drepur niður fæti í heiminum, í nafni friðar og mannúðar.

Talibanar höfðu nánast útrýmt ópíumframleiðalunni í Afganistan áður en NATO taldi rétt að skipta þeim út með hervaldi, af ástæðum sem öllum eru gleymdar núna, til að koma öllu á "rétta braut" aftur.  

Nú blómstarar ópíumframleiðslan í Afganistan sem aldrei fyrr. Hvert fer það eitur? Beint í æðar ungmenna NATO ríkjanna sem sáu ofsjónum yfir "röngum stjórnarherrum" í Afganistan.

Öllu, virðist fórnandi til að „eiga“ vinveitta ríkisstjórn í endaþarmi heimsins, jafnvel heill og hamingju ungmenna eigin landa. Í þeim tilgangi virðast bein fjölda dráp á borgurum fjarlægra landa og óbein dráp á eigin borgurum, ekkert tiltöku mál.

Er eitthvað sjúkara en það?


mbl.is Milljarðar í aðstoð við Afganistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NATO ætlar að hætta drápum á óbreyttum borgurum!

nato_bombsNATO hefur samþykkt að hætta loftárásum á íbúðahverfi og drápum á óbreyttum borgurum í Afganistan.

Ekkert minna, slík eðalmennska kallar fram tár á hvarmi hjá jafn viðkvæmum manni og mér.

Þetta er sennilega skynsam- legasta ákvörðun sem NATO hefur tekið í krossferð þeirra í Afganistan. Bandaríkjamönnum, leiðandi afli NATO,  hefur löngum verið hulið hið augljósa, að með hernaði sínum og öðru framferði þeirra erlendis framleiða þeir fleiri óvini á mínútu hverri en þeir ná að fella.

   


mbl.is NATO hætti loftárásum við íbúahverfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband