Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Sumir eru klárlega jafnari en aðrir

Hundrað metra löng og tveggja tonna þung áminning hefur verið sett upp í London, til almennings, að sumir séu verulega jafnari en aðrir, hafi einhver haldið annað.

 
mbl.is Risastór drottningarmynd á árbakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er nú meiri steypan

Hverju eiga nýjar kosningar í Grikklandi að skila? Er ætlast til að fólk breyti því atkvæði sem það greiddi fyrir viku síðan?  

Á svo að kjósa aftur og aftur og þangað til rétta blandan er komin í þingið? Þetta er nú meira ruglið.


mbl.is Kosið í Grikklandi 17. júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En hvað það hlýtur að vera dásamlegt að eiga sér óvini

Það getur varla hvarflað að nokkrum manni í einhverri alvöru, nema þá Birni Bjarnasyni, að herir Norðurlandaþjóðanna geti varið sín lönd til lengdar, væri á þau ráðist.

Í mesta lagi gætu herir þeirra tafið fyrir óhjákvæmilegum ósigri í fáeina daga. Sagan segir t.a.m. að fyrirfram sé ákveðið að skipunin  -Við gefumst upp-  verði fyrsta og eina skipunin sem gefin verði í Danska hernum, verði á landið ráðist.

En svona skýrslur, eins og hér er um fjallað, eru auðvitað gerðar af „sérfræðingum“ hagsmunaaðila og hafa aðeins einn tilgang. Sem sé þann að „hræða“ stjórnmálamenn til frekari fjárfestinga  og framlaga til hermála. Þó efni skýrslnanna og heilbrigð skynsemi segi mönnum að öllu því fé sem varið sé í þessa hálfvitahít sé hrein sóun á fjármunum, þá orga þessir aðilar á meiri pening, meiri pening, pening sem væri betur varið í þarfari hluti.

Og þeir fá sinn pening oftast nær, því stjórnmálamenn eru upp til hópa huglausir eiginhagsmunaseggir sem setja ætíð eigið endurkjör ofar hagsmunum lands og þjóðar.


mbl.is Sænski herinn ófær um að verja Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úrslit kosninganna lítið fagnaðarefni

Marine le PenÞó þeir Sarkozy og Hollande fari tveir áfram í seinni umferð forseta- kosninganna í Frakklandi eru þeir ekki sigurvegarar forkosninganna.

Sigurvegari forkosninganna er tvímælalaust Marine Le Pen frambjóðandi National Front.

Líklegt verður að telja að flestir stuðningsmenn Marine Le Pen leggist á sveif með Sarkozy í síðari umferðinni. En satt best að segja sé ég ekki hverju það muni breyta, næsta kjörtímabil, hvort forseti Frakklands heiti Sarkozy eða Hollande .

Til framtíðar litið er það hinsvegar verulegt áhyggjuefni að frambjóðandi National Front skuli fá um fimmtung atkvæða í forsetakosningunum. Þó það skipti litlu máli í þessum kosningum, þá koma kosningar eftir þessar og haldi mál áfram að þróast áfram með svipuðum hætti í Evrópu og verið hefur, má allt eins búast við því að Le Pen verði forseti Frakklands áður en um langt um líður, enda bráðung kona enn.

En viljum við sjá þann dag rísa í Frakklandi og jafnvel víðar í Evrópu að flokkar eins og National Front verði ráðandi og leiðandi öfl?


mbl.is Hvað gera stuðningsmenn Le Pen?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sennilega rétt

Það er sennilega rétt hjá Breivik að hann sé ekki geðveikur. En það er deginum ljósara að hann er ruglaður, snarruglaður!

Það voru mistök hjá Norðmönnum að skjóta hann ekki á staðnum úti í Útey. Þeir súpa seiðið af því núna í þessum fjölmiðlasirkus sem þessi brjálæðingur stjórnar.


mbl.is „Ég er ekki geðveikur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vanhæfur, vanhæfari, vanhæfastur

Aðferðafræðin við mat á hæfi og vanhæfi dæmenda í þessu máli og fleirum er giska brosleg. Sú skoðun  meðdómarans, ein og sér, að gera ætti Breivik höfðinu styttri gerir hann ekki vanhæfan. Hann er vanhæfur af því að hann asnaðist til að hafa orð á því. Það er því okkar vitneskja um skoðun hans sem gerir hann vanhæfan, ekki skoðunin sjálf, sem slík.

Allir dómarar málsins kunna að hafa sömu skoðun, eða jafnvel enn harðari, en eru ekki vanhæfir, því þeir héldu sér saman.  Ég ætla ekki að gera Norðmönnum upp skoðanir, en þeir eru örugglega ekki margir sem ekki óska Breivik til andskotans.


mbl.is Einn dómenda sagður vanhæfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tími frú Romney ekki kominn og kemur ekki

Skoðanakannanir benda eindregið til þess að í stað þess að Obama pakki niður, muni Romney og óþreyjufull spúsa hans aldrei taka upp úr töskum sínum í Hvítahúsinu.

 
mbl.is Segir Obama að pakka saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er fullur aðskilnaður á búk Bashar al- Assad og höfði, helsta friðarvonin?

al-AssadHvað þarf Bashar al-Assad forseti Sýrlands að brjóta marga samninga og yfirlýsingar um að stöðva bardagana, áður en Kofi Annan og aðrar slíkar fígúrur átta sig á því að ekki fylgir hugur máli hjá forsetanum.

Eitt skil ég ekki, í svona stríðsrugli eins og í Sýrlandi. Samkomulag náðist í síðustu viku um vopnahlé! Þá hefði mátt ætla að bardögum yrði hætt strax! Nei ekki aldeilis, samþykkt var að menn héldu áfram í viku til viðbótar að drepa hvern annan, en hættu svo!

Reynslan segir hinsvegar að lítil von sé til þess að bardögum í Sýrlandi ljúki fyrr en fullur aðskilnaður hefur átt sér stað á búk forsetans og höfði.


mbl.is Vopnahlé eins og olía á ófriðarbál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lausn Manson væri móðgun við mannkynið.

Það verður eflaust forvitnilegt að sjá hvaða siðferðis- og lagalegu rök lögfræðingur  Charles Manson færir fram í tilraun sinni að fá hann lausan frá lífstíðarlöngum dómi hans, sem upphaflega var dauðadómur.

Skrímslið Manson má aldrei aftur, undir neinum kringumstæðum, um frjálst höfuð sér strjúka, það væri vanvirðing við minningu fórnarlamba hans og móðgun við almenna siðferðiskennd.

  


mbl.is Ný mynd birt af Charles Manson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttlæti Íhaldsins

Skoskir sjómenn, sem misstu lifibrauð sitt í kjölfar Þorskastríðanna við Íslendinga, hafa nú um síðir fengið bætur upp á heil 1000 pund ásamt afsökunarbeiðni frá breskum stjórnvöldum, fyrir tómlæti stjórnvalda  vegna tjóns þeirra.

Haft er eftir einum sjómannanna, sem kominn er á eftirlaun, að of seint illa sé í rassinn gripið, flestir sjómannanna séu komnir undir græna torfu,  auk þess sé afsökunarbeiðnin sem slík sé hrein móðgun við sjómannastéttina.

Réttlæti og örlæti Íhaldsins lætur ekki að sér hæða, úti þar, frekar en hér heima.


mbl.is Bætur fyrir Þorskastríð í grýttan jarðveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband