Úrslit kosninganna lítið fagnaðarefni

Marine le PenÞó þeir Sarkozy og Hollande fari tveir áfram í seinni umferð forseta- kosninganna í Frakklandi eru þeir ekki sigurvegarar forkosninganna.

Sigurvegari forkosninganna er tvímælalaust Marine Le Pen frambjóðandi National Front.

Líklegt verður að telja að flestir stuðningsmenn Marine Le Pen leggist á sveif með Sarkozy í síðari umferðinni. En satt best að segja sé ég ekki hverju það muni breyta, næsta kjörtímabil, hvort forseti Frakklands heiti Sarkozy eða Hollande .

Til framtíðar litið er það hinsvegar verulegt áhyggjuefni að frambjóðandi National Front skuli fá um fimmtung atkvæða í forsetakosningunum. Þó það skipti litlu máli í þessum kosningum, þá koma kosningar eftir þessar og haldi mál áfram að þróast áfram með svipuðum hætti í Evrópu og verið hefur, má allt eins búast við því að Le Pen verði forseti Frakklands áður en um langt um líður, enda bráðung kona enn.

En viljum við sjá þann dag rísa í Frakklandi og jafnvel víðar í Evrópu að flokkar eins og National Front verði ráðandi og leiðandi öfl?


mbl.is Hvað gera stuðningsmenn Le Pen?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

''Der Spiegel segir að Marine Le Pen njóti stuðnings verkamanna í Frakklandi sem þjáist og hún tali sama tungumál og þeir þegar hún talar illa um innflytjendur og forréttindahópa í landinu. ''

Ja hérna hér.

Jón Ferdínand (IP-tala skráð) 23.4.2012 kl. 10:56

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Marine Le Pen, eins og aðrir lýðsskrumarar segja aðeins það sem menn vilja heyra.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.4.2012 kl. 11:13

3 identicon

Francois Hollande verður næsti forseti Frakklands. Egill Helga kallar hann að vísu “litlausan”, hvað svo sem það þýðir. Það verður spennandi að fylgjast með þróun mála í Frakklandi næstu fjögur árin. “Le petit Nicolas”, hefur alltaf verið í mínum augum gosi, sprelligosi. Maður, sem er erfitt að taka alvarlega. Frönsk útgáfa af Berlusconi. Hollande er allt önnur manngerð. Annars eru Frakkar mjög spilltir, auk þess að vera margir hverjir siðlausir, sem þeir kalla að vera “libertine”. Í nýjasta tölublaði Newsweek er grein um Dominique Strauss-Kahn; Does Sarko miss DSK? Kallinn er ævintýralega siðlaus, lítur á konur sem “equipments”. Og það hefur alltaf verið mikil spilling í Frakklandi. Jacques Chirac var svo ruglaður í spillingunni, að menn voru hættir að nenna að tala um það. Hann er sjúklingur í dag, annars sæti hann í fangelsi. Frakkar geta einnig verið “hochnäsig”. Einn slíkur er Valéry Giscard d'Estaing. Hann var svo arrogant, að það ringdi niður í nefið á honum. Svona týpur fyrirfinnast ekki í Þýskalandi eða í Sviss. Einnig ekki í Alsace.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.4.2012 kl. 11:57

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég er ekki svo viss um það Haukur að Hollande taki þetta. Ljóst er að Franskir stjórnmálamenn eru af ýmsum toga en mér hugnast ekki Le Pen, hvorki hún eða pabbinn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.4.2012 kl. 12:13

5 identicon

Mér hugnast þau feðgin ekki heldur, Axel. En svona hægri öfga flokkar, sem eru einnig anti-Evrópa, stinga víða upp kollinum. Nú síðast hér á skerinu undir nafninu; Hægri eitur-grænir. Hallærislegt lið.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.4.2012 kl. 12:32

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það segir þú satt Haukur.

Foringi hægri eitur grænna var tekinn drukkinn undir stýri um daginn.

Hann afgreiðir það með svokölluðu dómgreindarleysi!

Útvarp Saga, sem helst hefur hammpað þessu liði, þegir þunnu hljóði yfir dómgreindarleysinu, enda er það hugtak víst að óþekkt með öllu á þeirri útvarpsstöð.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.4.2012 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.