Færsluflokkur: Umhverfismál

Ísbjarnarblús í E-dúr

bear_2.jpgNúna rísa fastagestir kaffihúsanna og aðrir bóhemar landsins upp á afturlappirnar og óskapast yfir því að ekki var farin samningaleiðin við björninn.

Býður einhver þeirra sig fram?

 

Hér má sjá blogg mitt um fyrri ísbjarnarheimsókn á Skaga.

 

Ef hlekkurinn virkar ekki er slóðin:

http://skagstrendingur.blog.is/blog/skagstrendingur/entry/558921/


mbl.is Sá fimmti síðan 2008
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fagurt handbragð

Ekki er hægt annað en taka mynd til minningar þegar fagurt handbragð og snyrtilegur frágangur verður á vegi manns.

Það er Austurhópið í Grindavík sem skartar þessu djásni fagmennskunnar.

 img_0572_1239550.jpg


Eftir að hafa talið fugla í 60 ár....

... geta varla verið margir fuglar eftir ótaldir.

Það hefði ég nú talið, ó-já.


mbl.is Hefur talið fugla í yfir 60 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsetatittlingur

Ef þessi flækingsfugl er nefndur eftir hinum eina sanna Lincoln liggur þá ekki beinast við að hann heiti forsetatittlingur  á íslensku?

Svo má líka leika sér með þetta áfram, taka skírnarnöfn íslensku forsetanna og nota þau sem forskeyti við –tittling og velja svo það nafn sem líklegast er og best hljómar.


 


mbl.is Leitað að nafni á nýjan landnema
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Segjum takk, en nei takk!

Það á að hafna alfarið beiðni þessara bandarísku aðila að háhyrningurinn Tilikum verði fluttur hingað. Háhyrningurinn er alfarið þeirra vandamál. Þeir eiga ekki að velta sínum vandamálum yfir á aðra.

Það er miklu hreinlegra gagnvart dýrinu að deyða það strax, í stað þess að  flytja það norður í höf til þess eins að láta það drepast þar hægt. En svona þvo þeir hendur sínar.

Íslensk yfirvöld  áttu auðvitað í ljósi reynslunnar af Keykó að segja nei strax, í stað þess að rúlla erindinu fram og aftur um embættismanna kerfið með tilheyrandi kostnaði. En þannig þvær ráðherra hendur sínar.


 


mbl.is Framtíð Tilikum enn óráðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Strikið dregið fast upp við eigið rassgat

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands mótmæla harðlega áformum Vegagerðarinnar og bæjaryfirvalda í Garðabæ við gerð nýs Álftanesvegar. 

Náttúruvernd er vitaskuld af hinu góða, en það er hæglega hægt að ganga of langt í því eins og öðru.

Ættu ekki þeir ofurnáttúruverndarsinnar, sem vilja undantekningalaust vernda allar ósnertar þúfur og hraunnibba landsins, að vera sjálfum sér samkvæmir, ganga á undan með góðu fordæmi og rífa húsin sín og skila lóðunum ásamt vegakerfi og öllu öðru sem þeim tengist aftur til náttúrunnar?

Væri það ekki góð byrjun eða er það til of mikils ætlast? Eða draga náttúruverndarsinnar línuna einungis fast upp við eigið rassgat?


mbl.is Framkvæmdum í Gálgahrauni harðlega mótmælt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugsum aðeins út fyrir kassann

Er ekki hægt að nota þá tækni sem notuð er til að dæla síld og loðnu um borð í skip úr veiðarfærum til að ná síldinni af botni Kolgrafafjarðar?

Væri það hægt, gæti síldin nýst til bræðslu og orðið að einhverjum verðmætum í stað þess að rotna óbætt á botni Kolgrafafjarðar engum til gagns eða jafnvel til tjóns.

  


mbl.is Grútarblautir ernir í Kolgrafafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hversu langt á listasnobbið að ganga?

Helstu rökin fyrir verndun lands fyrir framkvæmdum er nytsemi landsins til annarra nota eða hreinlega fegurð þess. En nú ber nýtt við, íbúar í Garðabæ vilja ekki vegagerð í gegnum úfið apalhraun, ekki vegna fegurðar þess eða annarrar nytsemi fyrir íbúa bæjarins heldur vegna þess að Kjarval mun hafa sett þar upp trönur fyrir margt löngu  og fest á striga einhverjar hraunmyndir.

Aldrei hefur það gerst áður að krafist sé friðunar á landi af því það hafi verið  fest á striga, málað, af einhverjum.

Nú gengur fámennur hópur manns berserksgang í Garðabæ gegn „spjöllum á þessu listræna hrauni“ og þar fara auðvitað  fremstir þeir sem lengst hafa byggt út í hraunið og spillt því, fullir vandlætingar, þeir sömu og sáu ekkert óeðlilegt við eigin byggingarframkvæmdir inn í þetta sama hraun.

Þeir hafa fengið í lið með sér listfræðinga til að hindra áætlaða vegagerð í gegnum ógreiðfært hraunið því þeir finna ekki haldbærari ástæðu til varnar hrauninu en að Kjarval hafi málað þar einhverjar myndir.

Það er broslegt að í fréttum sjónvarps í gær voru sýndir málningarblettir og haugar af rusli í gjótum í hrauninu dýrmæta og sagt vera Kjarvals. Farið var nánast trúarlegum orðum um þetta rusl sem Kjarval á að hafa skilið eftir þarna og gert svæðið nánast heilagt. Ruslið fyllti heilu gjóturnar og menn slefuðu og kurruðu af ánægju þegar þeir grömsuðu í því.

En ef í ljós kæmi að ruslið væri ekki Kjarvals, heldur mitt og þitt, er hætt við að þessir umhverfisfrömuðir snéru skjótt við blaðinu og töluðu um umhverfisspjöll og sóðaskap og hættu að slefa á innsoginu.


Horfa álitsgjafar viljandi í gegnum kíkinn með blinda auganu?

Mér leikmanninum finnst þessi neikvæðu viðbrögð Möppudýrafræðinganna varðandi hugmyndir um flutninga á hreindýrum til Vestfjarða lykta illa af fordómum og forneskjulegri íhaldssemi. Möppudýrafræðingarnir bera helst fyrir sig hugsanlega hættu á útbreiðslu sjúkdóma að austan og vestur verði af flutningum hreindýra vestur  og hafna því alfarið hugmyndinni. Án þess að styðja þá skoðun með haldbærum rökum og tilvísun í rannsóknir.

Það er ljóst að ekki má, samkvæmt núgildandi lögum, flytja fé á fæti yfir svokallaðar sauðfjárveikivarnargirðingar, þó er það gert í ómældum mæli á hverju hausti, þegar fé er flutt landshorna á milli til slátrunar.

Eru einhverjar sóttvarnar reglur í gangi milli landshluta hvað varðar veiðiútbúnað? Þarf áhugaveiðimaður að vestan, t.d.  sauðfjárbóndi úr Djúpinu, sem fer austur og skýtur hreindýr, gerir að því og tekur heim,  að ganga í gegnum eitthvert sóttvarnarferli  með dýrið, föt sín og græjur?

Ef ekki, hafa sjúkdómarök fræðingana gegn flutningi hreindýra til Vestfjarða fallið um sjálf sig.

Ef hreindýr eiga ekki heima á Vestfjörðum af gróðurverndarsjónamiðum, eiga þau þá eitthvað frekar heima á Austfjörðum af sömu ástæðum? Ber þá ekki að fjarlægja þau þaðan af sömu gróður verndarsjónarmiðum?

  


mbl.is Vilja ekki hreindýr á Vestfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grágæsin TF-SLN

Uppáhalds fugl Blönduósinga, Grágæsin SLN, er komin heim og Blönduósingar að vonum kátir og segjast mjög elskir að fuglinum.

Ég verð að viðurkenna að mér finnst það lítil elska til fuglsins að láta hann þvælast með þennan líka ekki smá hólk um hálsinn í 12 ár. Gæsinni, sem eflaust er löngu orðin fiðurlaus undir merkinu, getur ekki annað en verið ami af merkinu, ef marka má myndina.

Af stærð merkisins mætti ætla að það sé hannað til að sjóndaprir og jafnvel blindir þekki gæsina af löngu færi.

Myndina má stækka með því að tvísmella á hana.

 

SLN

 
mbl.is Eftirlætisgæs Blönduósinga komin til landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.