Segjum takk, en nei takk!

Það á að hafna alfarið beiðni þessara bandarísku aðila að háhyrningurinn Tilikum verði fluttur hingað. Háhyrningurinn er alfarið þeirra vandamál. Þeir eiga ekki að velta sínum vandamálum yfir á aðra.

Það er miklu hreinlegra gagnvart dýrinu að deyða það strax, í stað þess að  flytja það norður í höf til þess eins að láta það drepast þar hægt. En svona þvo þeir hendur sínar.

Íslensk yfirvöld  áttu auðvitað í ljósi reynslunnar af Keykó að segja nei strax, í stað þess að rúlla erindinu fram og aftur um embættismanna kerfið með tilheyrandi kostnaði. En þannig þvær ráðherra hendur sínar.


 


mbl.is Framtíð Tilikum enn óráðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband