Það er af sem áður var, núna er í lagi að borða forboðnu ávextina

Á síðasta kjörtímabili fann Gunnar Bragi ESB umsókninni allt til foráttu og taldi allt sem frá ESB kom vera af hinu illa og umsóknina vildi hann út í hafsauga. Hans fyrsta verk sem ráðherra var því að setja umsóknina á ís.

Þegar afleiðingar þess fara að koma í ljós ætlar ráðherrann alveg vitlaus að verða. Hann skilur bara ekki af hverju hann getur ekki haldið áfram að tína ávextina úr garði ESB, eins og ekkert hafi í skorist.

Ætli Gunnar Bragi hafi hugsað þessa snilld sjálfur? Nei það hafa húsbændur hans, sérhagsmunagæsluaðilar úti í bæ gert og sent á Gunnar með SMS. Að boði húsbóndans rýkur ráðherrann á lappir og gjammar sig hásan eins og hlýðinna rakka er siður. Viðsnúningur ráðherrans er því skiljanlegur.

Eins og opinbert er orðið er ráðherrann ekki sá þjónn þjóðarinnar sem hann gefur sig út fyrir að vera heldur fyrst og síðast senditík ýmissa hagsmunasamtaka t.a.m. LÍÚ mafíunnar. Mafíu sem vill fá og fær, þökk sé mönnum eins og Gunnari Braga, allt fyrir ekkert.


 


mbl.is Viðsnúningur ESB óskiljanlegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann hefur mögulega sent ESB SmS skilaboð um að það væri hér með útaf borðinu og það hafi verið ákveðið á leynifundi. Þeir hafa væntanlega ekki fattað að hér var aðeins um grín að ræða en ættu að sjá það ef þeir sökkva sér í Vodafone lekann góða.

Hallgrímur. A. (IP-tala skráð) 4.12.2013 kl. 23:05

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það tók ráðherravesalinginn fullan sólarhring að upphugsa þessa líka flottu skýringu - "þetta var bara grín"!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.12.2013 kl. 05:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband