Færsluflokkur: Umhverfismál

Eru hvalveiðiandstæðingar að saka aðra um öfgar?

Afstaða Sigurseins Mássonar og annarra öfgaandstæðinga hvalveiða hefur ekkert með umhverfisvernd  að gera, nema síður sé. Væri stefna „verndarsinna“ raunsönn beindu þeir afli sínu aðeins til varnar hvalastofnum sem standa höllum fæti, en ekki tegundum sem sannarlega eru ekki í hættu.

Öll öfgasamtök af þessu tagi sigla undir fölsku flaggi því þau hafa í raun og veru aðeins eitt markmið, að viðhalda sjálfum sér.  

Hvalveiðar eru ekki stundaðar við Ísland nema á stofnum sem standa vel og þola vel veiðar. Hvalveiðibannið hér við land 1915, er dæmi um ábyrga afstöðu íslendinga, sem fyrstir þjóða settu slík lög í verndarskyni. Það sama er ekki hægt að segja um bannið 1986, það er dæmi um gunguskap, hvar Alþingi lét kúgast af þessum atvinnufriðunarklíkum. Látum það ekki endurtaka sig.

Að ætla að friða undantekningarlaust alla hvali, af þeirri ástæðu einni að örfáir stofnar þeirra standi illa er firra. Það er álíka og að vilja banna alla neyslu á nautakjöti og alfriða nautgripi, af því að örfáir stofnar séu í útrýmingarhættu.

Það er ekki síður náttúruvernd að veiða hvali, offjölgun þeirra getur og mun raska jafnvæginu í höfunum.

   .

.

Vinsamlegast kíkið á könnunina hér til vinstri!


mbl.is Sakar Jón um „öfgasinnaða þjóðernisstefnu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fiskur undir steini

rusl á reykjanesiÞeirri spurningu hefur ekki verið svarað, af hverju kanarnir brenna ekki úrganginn heima hjá sér?

Þetta  minnir á þegar kanarnir losuðu sig við geislavirkan úrgang hér á árum áður. Þá sigldu þeir með úrganginn á haf út, jafnvel upp að ströndum annarra ríkja, eða hvar sem þeir fundu nægjanlegt dýpi og sökktu honum þar.

Þeir hafa ríka tilhneigingu kanarnir að koma eigin skít yfir á aðra.

Sorpið verður auðvitað að flytja í sem stærstum einingum upp á hagkvæmnina. Jafnvel  tug þúsundir tonna í hverri ferð. Stöðin afkastar auðvitað ekki slíku magni nema á löngum tíma. Hvar hugsa menn sér að sorpfjallið verði geymt á meðan það bíður brennslu?


mbl.is Ekki gott að flytja inn iðnaðarsorp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir hvolfa skipinu!

AthenaÚr því sem komið er, er dæling á miklu magni af sjó á eldinn í færeyska togaranum Athenu, sem nú brennur sínum þriðja bruna, verulega áhættu- söm aðgerð  og sennilega það versta sem hægt er að gera í stöðunni.

Það er greinilegt af því hve hátt togarinn liggur á vatninu að hann er létt tankaður  og sennilega ekkert umfram það sem þarf til að tryggja Athena brunninstöðuleika hans.

Í tönkum togarans eru ekki nema 300 tonn, sem er sennilega aðeins fimmtungur þess sem tankarnir taka.  Það þarf því ekki nema tiltölulega litið af sjó á vinnsluþilför hans og íbúðir til að skipinu hreinlega hvolfi.

Þetta vandamál kallar á aðrar lausnir.


mbl.is Dæla sjó á eldinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reykjavík rare mayor project.

Úr því svona illa fór með björninn, verður hægt að nota söfnunarféð til að koma borgarstjórnanum fyrir í Húsdýragarðinum, þar sem hann fengi tilhlíðandi aðhlynningu, sem sannarlega eini borgarstjórinn sinnar tegundar.

Þá væri fágætustu dýrategund landsins bjargað frá útrýmingu, um stundarsakir hið minnsta.


mbl.is Besti flokkurinn safnar fyrir ísbirni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki benda á mig

fishEyþór Arnalds stjórnarmaður í aflþynnuverksmiðju Becromal í Krossanesi þó hendur sínar í hádegisfréttum RUV og þvertók fyrir að stjórn fyrirtækisins hafi vitað af menguninni.

Hann sagði með öðrum orðum að mengunin væri alfarið ákvörðun og framkvæmd starfsmanna fyrirtækisins. Hugumstór og traustur hann Eyþór.

Eyþór segir stjórn fyrirtækisins staðráðna að taka þetta vandamál föstum tökum og ekki nýta sér að fullu þann frest sem yfirvöld hafa gefið fyrirtækinu til að koma þessu í lag. Þetta verður að vera í lagi sagði Eyþór.

Ákveðin og traustur hann Eyþór .

  


mbl.is Becromal braut starfsleyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hryðjuverk eða sorpeyðing?

political-pictures-george-w-bush-eight-yearsÁætlun um að sprengja upp virkjanir og kjarnorkuver  má vissulega flokka til hryðjuverka.

En fráleitt er að kalla áætlun um að farga George W. Bush eitthvað annað en sorpeyðingu.


mbl.is Grunaður um að ætla að fremja hryðjuverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síðasti Geirfuglinn

geirfuglVið færum listamanninum Tod McGrain þakkir fyrir gjöfina og hans framtak.

Geirfuglinn verður okkur þörf áminning, þar sem hann horfir til Eldeyjar, hve auðvelt það er að valda náttúrunni óafturkræfum skaða.

Við erum órjúfanlegur hluti af náttúrunni, við verðum að lifa í sátt við náttúruna og nýta hana á öfgalausan og skynsaman hátt, með henni erum við allt, án hennar erum við ekkert.

 E.S.  Minni á könnunina hér til vinstri.

  


mbl.is Nýtt listaverk afhjúpað á Reykjanesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já einmitt - láta helvítin borga.

jörð í olíubaðiAuðvitað á BP að borga upp í topp og bæta skaðann að fullu. Það er eina refsingin sem þessir skrattar skilja að þurfa að horfa á eftir peningum og sjá hagnaðinn hverfa út í hafsauga.

 

Fyrr hætta þeir ekki að hundsa lög og öryggisreglur og stytta sér leið til að spara sér „smáaura“.

 

Það var löngu tímabært að Bandaríkjastjórn tæki olíurisana af vildarvinaskrá sinni.

  
mbl.is Obama: BP þarf að greiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mesta umhverfisslys Íslandssögunar

Loksins hafa menn séð ljósið en ætla samt að láta eins og þeir hafi ekki séð það. Bullinu skal samt fram haldið.

Landgræðslan ætlar að hætta dreifingu alaskalúpínu í landinu nema á skilgreindum landgræðslu- og ræktunarsvæðum til að takmarka tjón af völdum alaskalúpínu í Íslenskri náttúru! En samt á að halda áfram að nota hana á rýrum svæðum.

Er búið að ganga frá því við illgresið að það haldi sig einungis á þeim svæðum. Þó slíkt væri hægt er það haldlaust meðan lúpínan fær óhindrað að vaxa og dreifa sér út frá þeim stöðum sem hún hefur þegar komið sér fyrir.

En það er gott að menn sem hingað til hafa varið þetta illgresi í íslenskri náttúru með odd og egg skuli loks vera að ná áttum, en ekki má dragast of lengi að segja þessari plöntu stríð á hendur, eigi að vera von um sigur.


mbl.is Hætt að dreifa alaskalúpínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefði Fischer leikið þessum leik í þröngri stöðu?

 

"Diggin up bones"  með Randy Travis

 


mbl.is Fischer grafinn upp?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband