Færsluflokkur: Umhverfismál
Dýr myndi stofninn allur!
19.3.2010 | 14:53
Miðað við fjölda þeirra Hvítabjarna sem hafa að jafnaði gengið hér á land s.l. 15 ár og beinan kostnað við björgun hvers dýrs upp á 11,5 milljónir og rekstrarkostnað björgunarsveitar þá má ætla að heildarkostnaður við hvert dýr muni nema um og yfir 22 milljónir.
Það gerir um 55.000, kr pr kíló. Dýr biti það!
Er ekki rétt að þeir borgi sem áhugan hafa?
Dýrt að bjarga hvítabjörnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
„Mikið hálkusvell!“
26.2.2010 | 11:23
Er það hálka í öðru veldi?
En farið fyrir alla muni varlega á hálkusvellinu það hljómar verulega varasamt.
Fólk hvatt til að ganga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 11:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Útbreiddur misskilningur
25.2.2010 | 09:19
Það er útbreiddur misskilningur að Háhyrningar séu einhver krúttleg gæludýr. Myndin Free Willy á eflaust einhverja sök á þessum ranghugmyndum.
Í náttúrunni eru þessi dýr tígrisdýr hafsins. Þeir fara létt með að ráðast, þá nokkrir saman, á stórhveli og drepa það.
Svo fanga menn þessar skepnur, setja í búr og meðhöndla sem leikföng, það getur aðeins endað illa.
Þessi umræddi háhyrningur á sér blóðuga sögu og er ekki líklegur að láta af því hátterni, fái hann til þess frekari tækifæri.
Háhyrningur í Orlando drap konu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 09:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Fiskeldið haft til blóra.
23.2.2010 | 11:43
Ég var á togara í rúm 14 ár. Það var býsna algengt að í aflanum væru vanskapaðir fiskar, raunar algengara en ætla mætti fljótt á litið. Vansköpun var mun algengari í þorski en öðrum tegundum.
Vanskapnaðurinn var ýmiskonar, höfuðin aflöguð, hryggurinn skakkur og skældur, búkurinn óeðlilega stuttur og aflagaður o.s.f.v.
Þetta gerðist þrátt fyrir að hér á landi væru engin þorskeldisfyrirtækin til að kenna um vanskapnaðinn.
Vanskapaðir þorskar veiðast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannúð...
30.10.2009 | 16:21
...eða villimennska?
Fé án hirðis?
Er þá allt opið?
Villifénu slátrað á Sauðárkróki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Auðbjörgin kveður
28.9.2009 | 22:43
Auðbjörg HU 6 ex Hinrik, 22. tonna eikarbátur smíðaður á Akureyri 1960 fór í sína síðustu ferð í dag. Báturinn var keyptur til Skagastrandar 1977 en hefur verið munaðarlaus og staðið út á görðum í dráttarbrautinni á Skagaströnd í nokkur ár.
Í dag var hann dreginn yfir á sleða dráttarbrautarinnar og velt út af honum að austanverðu. Þar bíður öflugt tæki sem mun á morgun brjóta bátinn mélinu smærra og undirbúa hann fyrir útför og greftrun.
Fleiri myndir af atburðinum á myndasíðu síðuhöfundar.
Fleiri myndir væntanlegar á morgun.
Þetta eru gleðileg tíðindi...
23.8.2009 | 14:48
... af konungi íslenskra fugla. Þó hægt gangi að fjölga í stofninum er þróunin í rétta átt.
Hart þarf að taka á öllum tilraunum óvandaðra manna, sem reyna að hefta uppbyggingu stofnsins.
Þótt sumir telji Örninn vera skaðvald, þá á hann sinn tilverurétt í Íslenskri náttúru, rétt eins og maðurinn, höfuð skaðvaldurinn sjálfur.
Arnarvarp gekk vel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Að fullyrða að hiti...
20.8.2009 | 20:49
...hafanna hafi aldrei verið meiri en núna, er dulítið yfirdrifið, þótt hiti þeirra hafi ekki verið meiri síðan mælingar hófust á fáum stöðum fyrir um 130 árum.
Þótt full ástæða sé til að taka veðurfarslegar breytingar alvarlega þá er hæpið að alhæfa um framtíðina jafn sterkt og gert hefur verið út frá aðeins 130 ára mælingartíma af 5 milljarða ára sögu jarðar.
Rannsóknir sýna að hitafarssveiflur hafa oft verið mun meiri á Jörðinni en sem nemur breytingu síðustu 130 ára.
Því er vafasamt út frá þessu að forma einhverja dómsdagsspá eins og tilhneigingin hefur verið.
Annars spáir illa næstu daga.
Höfin hafa aldrei verið heitari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eiga gestir að skrifa nafn sitt á Höfðann ??
24.7.2009 | 13:13
Vonandi gengur fyrirsögn fréttarinnar ekki eftir, því ekki yrði Höfðinn okkar frýnilegur, allur útkrafsaður.
Skemmtilegar og áhugaverðar gönguleiðir hafa verið markaðar um Spákonufellshöfða á Skagaströnd
Hugmyndin um gestabók, staðsetta við Vækilvík, þar sem gestir geta skrifað nafn sitt og staðfest komu sína er góð og í allastaði athyglisverð.
Gestir skrifa nafn sitt á Spákonufellshöfða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fátt er svo með öllu illt að ekki boði gott.
10.7.2009 | 20:33
Það er auðvitað sárt þegar stórtjón verður í eldsvoða sem þessum. Sem betur fer urðu ekki slys á fólki.
Mig minnir að fyrir ekki margt löngu hafi verið gerð skýrsla um ástand Valhallar, niðurstaða hennar var að ástand hússins væri þannig að eini raunhæfi kosturinn væri að rífa það. Samkvæmt skýrslunni er því lítil eftirsjá í húsinu sem slíku.
Nú er komið kjörið tækifæri til að færa hótel og veitingarreksturinn út fyrir þinghelgina. Svona rekstur á ekki heima á þessum stað, nánast ofaní Almannagjá.
En vænta má holskeflu hefðbundina tillagna og krafna frá vænisjúku fólki, um að húsið verði endurreist á sama stað í upprunalegri mynd, ekkert minna.
.
Lítið eftir af Hótel Valhöll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 20:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)