Auđbjörgin kveđur

Auđbjörg HU 6 ex Hinrik, 22. tonna eikarbátur smíđađur á Akureyri 1960  fór í sína síđustu ferđ í dag. Báturinn var keyptur til Skagastrandar 1977 en hefur veriđ munađarlaus og stađiđ út á görđum í dráttarbrautinni á Skagaströnd í nokkur ár.

Í dag var hann dreginn yfir á sleđa dráttarbrautarinnar og velt út af honum ađ austanverđu. Ţar bíđur öflugt tćki sem mun á morgun brjóta bátinn mélinu smćrra og undirbúa hann fyrir útför og greftrun.

Fleiri myndir af atburđinum á myndasíđu síđuhöfundar.

Axel Johann 28-09-2009 005 

Axel Johann 28-09-2009 085

Axel Johann 28-09-2009 110

Fleiri myndir vćntanlegar á morgun.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

flott myndasyrpa á síđunni hjá ţér-alltaf hálfsorglegt ađ sjá á efir ţessum trébátum,viss sjarmi og partur af sögunni okkar.

zappa (IP-tala skráđ) 29.9.2009 kl. 00:02

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir ţađ zappa. Ţar sem ég er skipasmiđur hef ég sterkar taugar til ţessa báta.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.9.2009 kl. 00:11

3 identicon

Sćll Axel.

Kćrar ţakkir fyrir ađ taka ţessar myndir og setja ţćr á vefinn ţinn. Ţađ eru ađ vísu blendnar tilfinningar sem bćrast í hugskoti mínu ţegar ég virđi ţćr fyrir mér.

Fyrir rúmlega 20 árum síđan varđ Auđbjörgin  fyrir töluverđum skemmdum. Rekstur Dráttarbrautarinnar hafđi ţá legiđ niđri um alllangt skeiđ, eftir gjaldţrot Mánavarar sálugu. Forystumenn bćjarins höfđu gert ítrekađar tilraunir til ađ koma mannvirkinu í rekstur, en án árangurs. Ţrátt fyrir langar fundarsetur og pćlingar međ hagsmunaađilum og gáfnaljósum úr hópi iđnađarmanna fannst enginn flötur á ţví ađ koma Dráttarbrautinni í rekstur á nýjan leik.

Nokkurt atvinnuleysi var hjá iđnađarmönnum á Skagaströnd í upphafi árs 1989 og var mönnum ţví talsvert kappsmál ađ viđgerđin fćri fram á Skagaströnd og verkiđ yrđi unniđ af heimamönnum.

En enginn var til ađ taka verkiđ ađ sér. Annađhvort voru menn ekki tilbúnir til samstarfs eđ ţorđu hreinlega ekki ađ takast á viđ verkefniđ.

Ţađ var kafaldsbylur og frost ţessa dagana á Skagaströnd og  slippurinn algerlega á kafi í snjó.

Á hreppsskrifstofunni sátu menn og horfđu í gaupnir sér. Lítiđ var um úrrćđi eins og vanalega á ţeim bć.

Ţá datt einhverjum í hug ţađ "neyđarúrrćđi" ađ hringja í mig og kanna hvort ég vćri til viđrćđu um ađ koma međ einhverjum hćtti ađ ţessu verkefni.

Ég mćtti á kontórin.

Og var frćddur um vandamálin.

Og var spurđur hvort ég vćri til í einhversskonar samstarf um viđgerđina á bátnum.

Ég kvađst vera búinn ađ fá mig fullsaddan á samstarfi um atvinnurekstur og tćki ekki ţátt í neinu slíku. Ég vćri hinsvegar ekkert fráhverfur ţví ađ vinna ađ viđgerđinni hjá ţeim sem tćki verkiđ ađ sér, ef ţađ leysti einhver vandamál.

Eftir ađ ljóst varđ, ađ enginn ţorđi ađ taka verkiđ ađ sér og samstöđuleysi var algert hjá fyrirtćkjum sem höfđu einhverja hagsmuni af ţví ađ Dráttarbrautin vćri í rekstri, voru góđ ráđ dýr.

Einhver stundi ţví ţá upp hvort ég vćri tilbúinn ađ taka verkiđ ađ mér -á eigin vegum.

Ég svarađi ţví jákvćtt ađ ţví tilskyldu ađ samningar nćđust milli mín og  sveitarstjórnar um ađstöđuna í Dráttarbrautinni.

Svo fór ađ samningar tókust og ég stofnađi Trésmiđju Kára Lárussonar ehf. sem sá um viđgerđina á  Auđbjörginni . Ég var heppinn međ starfsmenn og viđgerđin tók tiltölulega skamman tíma miđađ viđ ađstćđur.

Ţegar Auđbjörg  var tekinn í slipp í síđasta sinn  var hún sett út á hliđargarđa til geymslu.

Svo háttar til í slippnum á Skagaströnd ađ hluti hliđargarđanna stendur á einkalóđ, sem eigandinn hefur svo leigt sveitarfélaginu. Eigandi ţess hluta slipplóđarinnar óskađi eindregiđ eftir ţví, ađ báturinn yrđi stađsettur á  lóđ sveitarfélagsins. Ţar var gott pláss sem litlar líkur voru á ađ yrđi nýtt  í ţágu skipaviđgerđa á komandi tíđ.

Af einhverjum óskiljanlegum ástćđum var ekki orđiđ viđ  ţessari bón lóđareigandans. Hann varđ ţví ađ leita annara úrrćđa til ađ losna viđ ónýtan bát sem hamlađi ađgengi ađ húsi hans auk ţess ađ vera lítiđ augnayndi.

Hérađsdómur Norđurlands vestra úrskurđađi ţann 21. júní siđastliđinn, ađ Hafnarsjóđur Skagastrandar skuli fjarlćgja bátinn af hliđargörđunum.

Í dómsorđum stendur međal annars:

"Viđurkennt er, ađ stefnda beri ađ fjarlćgja á sinn kostnađ bátinn Auđbjörgu HU-6 er stendur á hliđarfćrslugörđum á eignarlóđ stefnanda, Hafnarlóđ 6, Skagaströnd. Skulu dagsektir ađ fjárhćđ 20.000 krónur til stefnanda falla á stefnda frá 21. október 2009 ađ telja hafi hann ekki orđiđ viđ ţessari skyldu fyrir ţann tíma.

Stefndi greiđi stefnanda 400.000 krónur í málskostnađ."

Um dóminn má lesa hér.

Ţađ er ţví ekki allskostar rétt sem fram kemur í fćrslu ţinni Axel ađ Auđbjörgin hafi veriđ munađarlaus í seinni tíđ.  Ađstandendur hennar hafa nú veriđ dćmdir til ađ fjarlćgja tákn illgirni sinnar og valdahroka, af lóđ Rúnars Jóhannssonar. Vafalítiđ hefur ţađ valdiđ ţeim nokkrum kvíđa og flýtt fyrir fćrslu bátsins, ađ ţurfa ađ greiđa Rúnari 20.000 ţúsund krónur á dag eftir 21.október n.k.

Málskostnađur og vćntanlega fćrsla bátsins og  förgun hans er svo tekiđ úr vasa skattgreiđenda á Skagaströnd.

Persónulega finnst mér, ađ ţeir sem skemmta skrattanum međ ţessum hćtti ćttu ađ  sjá sóma sinn í ađ borga slíkt skemmtanahald úr eigin vasa.

Blessuđ sé minning Auđbjargar HU-6

Beztu kveđjur til ţín Axel .

Kári S. Lárusson (IP-tala skráđ) 29.9.2009 kl. 12:26

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sćll Kári, takk fyrir innlitiđ,  ítarlegt og greinagott innlegg. Ég hef ekki ađra athugasemd viđ innlegg ţitt en ađ ţađ sem ég meinti međ munađarleysi bátsins, var ađ ekki virđist ljóst hver sé lögformlegur eigandi bátsins.

Ekki get ég fullyrt hver greiđir förgun bátsins en hitt veit ég ađ sveitarfélagiđ gerđi ţá kröfu á Ólaf Guđmundsson sem var rekstrarađili dráttarbrautarinnar ţegar Auđbjörgin var tekin upp ađ hann greiddi allan kostnađinn viđ fćrslu bátsins. Niđurstađan vađ ađ Ólafur greiddi helming áćtlađs kostnađar, eđa kr. 250.000,00.

Skiptar skođanir munu um ţá niđurstöđu.

 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.9.2009 kl. 13:51

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.