Svona eiga menn að vera

Það er frábært  framtak hjá þeim hjónum Margréti og Benedikt í Bílabúð Benna að gefa Mæðrastyrksnefnd 150 hamborgarahryggi til að færa þurfandi, fleiri mættu fara að þeirra góða fordæmi.

Það er heldur meiri reisn yfir framtaki hjónanna en fúlu síldinni sem senditíkin Árni Johnsen færði „þurfandi“  þingmönnum frá útgerðarmafíunni í Eyjum, sem mútu fyrir vel unnin störf í þeirra þágu.


mbl.is Bílabúð Benna aðstoðar 150 fjölskyldur um jólin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott og vel,en þú greinir ekkert frá því þegar Tamini foringi múslima á Íslandi keypti heilan bílfarm af keti og kom með færandi hendi fyrir svanga og illa stadda,ertu rasisti eða hvað...(neee,djók)...?

Kristján (IP-tala skráð) 20.12.2013 kl. 20:21

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég hef greinilega misst af þeim góða gjörningi, heiður sé Tamini.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.12.2013 kl. 20:50

3 identicon

ok það er skiljanlegt að krakkar undir 14 ára aldri vilji fá mynd af sér í blöðunum þegar þau gefa í söfnun. Brothætt sjálfsmynd unlinga styrkist mjög svo við slíkar athafnir. Hluti af þroskaferli. En þetta er plebbalegt svei mér þá. Harðfullorðið fólk í viðskiptalífinu, kaupir nokkra pylsupakka og heldur ræðu með mynd HAHA. 

Jón (IP-tala skráð) 21.12.2013 kl. 01:56

4 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ég skil ekki þessa tilhefð, að ef einhver gerir góðverk verði sá og hinn sami að halda því leyndu.

Réttast er að segja frá, og hvetja þannig fleiri til þess að gera slíkt hið sama.

Er sjálfsmynd þín svo brotin, Jón, að þú upphefjir hana ekki öðruvísi en kalla þá sem gefa fátækum að borða 'plebba'?

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 21.12.2013 kl. 13:55

5 identicon

Neinei það er engin skylda að halda því leyndu. En það er voðalega plebbalegt að gefa fátækum að borða með því skilyrði að maður fái athygli fyrir sjálfan sig. Sá fátækari verður ekkert saddari. Eykur niðurlægingu hans ef eitthvað er.

"Sjáiði þessa hjálparþurfi, ÉG hjálpaði þeim, Já ég gerði það so mikið. Er ég ekki góður.. taka mynd .."

hehe

Jón (IP-tala skráð) 21.12.2013 kl. 22:51

6 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Hvernig eykur það eymd þeirra?

Held það komi málinu bara ekki við á hvaða forsendu góðverkið er gert.

Yfir 100 fjölskyldur fá gefins hamborgarahryggi fyrir jólin, og geta því kannski haldið sómasamleg jól. Ég sé ekki hvernig myndbirting í blaðinu komi í veg fyrir það.

Þvert á móti gæti þetta orðið til þess að fleiri fyrirtæki láti verða af því að láta gott af sér leiða fyrir hátíðarnar.

Það er ekkert plebbalegt við þetta, enda myndi maður líklega ekki heyra af þessu.

Ekkert nema gott um þetta framtak að segja, sama hverjar forsendurnar voru.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 21.12.2013 kl. 23:02

7 identicon

Það gerist stundum að einhver annar borgar matinn fyrir fólk en það sjálft. Einhver utanaðkomandi. Og þiggjandinn er þakklátur og reynir að borða með reisn. Ef gjafarinn er göfuglyndur, þá þegir hann og gefur þiggjandanum bara frið til að borða. En ef hann er plebbi, þá heldur hann ræðu um eigið ágæti. En þetta eru nú málalengingar. Þetta er hvorki framtak né góðverk. Þetta er auglýsing fyrir bílabúð.

Jón (IP-tala skráð) 22.12.2013 kl. 00:32

8 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Coca Cola Company hætti við árlega jólaauglýsingu, og notaði frekar peninginn til að hjálpa við uppbyggingu og kaup og flutning á nauðsynjum (m.a. mörg hundruð tonna af hreinu drykkjarvatni) til Filippseyja vegna eyðileggingarinnar sem varð þar af völdum hvirfilbylsins sem fór þar fyrir nokkrum vikum síðan.

Þeir tilkynntu þetta vitaskuld á blaðamannafundi, enda fín auglýsing fyrir þá. Breytir því samt ekki að mörgþúsund manns græddu á þessu uppátæki þeirra.

Þetta var þeirra jólaauglýsing. Þeir slógu þarna tvær flugur í einu höggi, þetta var klárlega að mestu leyti PR trick, og mjög gott trikk ef út í það er farið.

En forsendurnar breyta ekki þeirri staðreynd að þúsundir manns fengu hreint drykkjarvatn og fleiri nauðsynjar sem voru annars af skornum skammti eftir hamfarirnar.

Í þessu tilviki voru það hjón, í forsvari fyrir Bílabúð Benna, sem gáfu 150 hamborgarhryggi.

Þetta er að sjálfsögðu góð auglýsing fyrir Bílabúð Benna, og afhverju er það vandamál?

Það er ekki eins og að hamborgarhryggirnir séu eitthvað sérstaklega merktir þeim, þegar þeir eru afhentir þurfandi einstaklingum. Hjónin ætla örugglega ekki að standa þarna til að horfa á úthlutun bara til þess að geta sagt við fólk "Tjah, þú borðar um jólin þökk sé mér."

Fólk sem á annað borð er að sækja aðstoð til Mæðrastyrksnefndar eða Fjölskylduhjálpar er örugglega búið að þurfa að margkyngja stoltinu til að þiggja frá þeim aðstoð, og því skiptir það líklegast ekki miklu máli hvaðan maturinn kemur. Og enn síður myndin af þessum hjónum í blaðinu.

Staðreyndin er hinsvegar sú, að nú fá yfir 100 þurfandi fjölskyldur hamborgarhrygg yfir jólin. Það er ekkert lítilræði fyrir fólk sem sá sér að öðru leyti ekki fært að halda jól.

Nú veit ég ekki hvort þú takir þátt í svona góðgerðarstarfssemi, en gerir þú þa ekki er kannski kominn tími á það. Það er ekki vottur af auðmýkt í skrifum þínum.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 22.12.2013 kl. 02:56

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það eru þyngri spor, en við getum ímyndað okkur Jón, fyrir fólk að standa í biðröðum til að þiggja matargjafir. Það gerir fólk ekki fyrr en öll önnur sund eru lokuð. Þetta er því miður eina ráðið sem allt of margir þurfa að nýta sér til að gera sér og börnum sínum dagamun.

Þitt viðhorf og þörf þín á að auglýsa það þyngja þau spor til muna.

Ég vona innilega að þú þurfir aldrei að standa í þeim sporum að vera upp á gjafmildi annarra kominn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.12.2013 kl. 09:02

10 identicon

ja ef allir ættu að þegja þegar þeir hafa skoðanir, hvar værum við þá stödd Axel? Verum nú ekki á þessu plani. Þetta eru skoðanaskipti, og alveg hreint ágæt andsvör sem fylgja þessari umræðu.

Ég sagði að göfuglyndur gjafari hefði ekki hátt um eigið ágæti. Það er ekki tilvikið hér, því þetta er auglýsing, sem miðar fremur í átt að skammtímagróða en samfélagslegri fyrirtækjaábyrgð, sem almennt þykir af hinu góða. Og auðmýkt viðvíkjandi Ingibjörg, ja þá er harla lítil auðmýkt í auglýsingu bílabúðarinnar skv. fyrrsögðu. Engin auðmýkt í skrifum mínum heldur, enda gaf auglýsingin lítið tilefni til að við færum á hnén í auðmýkt okkar. Öðru máli mundi gegna um það ef fyrirtæki leggur fé og fyrirhöfn í að móta sér samfélagslega ábyrgð til langframa.

Og Axel, óskir þínar um að ég þurfi ekki að vera upp á gjafmildi annarra komin er athyglisverð. Er það vegna þess að það er erfitt að þiggja gjafir þegar sá sem gefur sér sóknarfæri í eymd minni? Sem er heldur niðurlægjandi. Það er erfiðara en ella að þiggja gjöf þegar maður getur búist við að gefandinn monti sig af afrekinu.

Jón (IP-tala skráð) 23.12.2013 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.