Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Bryndís og Magnús

Bryndís dóttir mín gekk í dag (16. júní) að eiga sinn heittelskaða, Magnús Örn Gylfason. Athöfnin fór fram í Garðakirkju að viðstöddu ýtrasta fámenni,  börnum þeirra og foreldrum.

Önnur stór tímamót verða svo hjá Bryndísi á laugardaginn þegar hún útskrifast frá Háskólanum í Reykjavík með meistarapróf í lögfræði.

bryndis_og_magnus_1284098.jpg

Til hamingju bæði tvö.

 

 

 


Gleðileg jól

jolakerti_1.jpgSendi ættingjum, vinum, blogg- vinum og öllum sem heimsótt hafa bloggið mitt á liðnu ári mínar bestu óskir um gleðileg jól gott og farsælt komandi ár.

Kærar þakkir fyrir innlit og athugasemdir á bloggárinu sem er að líða.

 

Bestu kveðjur,

Axel Jóhann Hallgrímsson.


Stór mont frétt

_nefndur_magnusson.jpgFrumburðurinn Bryndís, sem er að útskrifast sem lögfræðingur síðar í þessum mánuði, eignaðist sitt þriðja barn í gærkveldi, lítinn krúttlegan afastrák.  

Fæðingin gekk vel og afar fljótt fyrir sig og heilsast móður og syni vel og frábæri pabbinn, hann Maggi, er í skýjunum.

Ég er afar montinn afi, með mitt 8. afabarn í höfn.

 


Kæru vinir

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það liðna!

 


Í boði Símans

imagesxwsncbfx.jpgSíminn býður viðskiptavinum sínum að hringja ókeypis úr heimasímum (fastlínusímum) til útlanda í dag (jóladag). 

Það er lofsvert framtak hjá Símanum og góð jólagjöf að bjóða viðskiptavinum sínum frí símtöl til ættingja og vini erlendis, takk kærlega fyrir það.

Gjörið svo vel og hringið – í boði Símans!


mbl.is Ókeypis að hringja á jóladag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fékk hægt andlát, bjargað með líffæraígræðslu

Þá er maður kominn á bloggið aftur eftir erfið og átakanleg veikindi, sem hafa haldið mér fjarri góðu gamni.  Þessi veikindi byrjuðu sárasaklaust rétt eins og kvefpest, en ágerðust hratt og enduðu með hjartastoppi með tilheyrandi líffæraígræðslu og öllu sem  því fylgir.

Nei, nei ég var ekki veikur, það er hjákonan mín sem hefur undanfarnar vikur háð harða baráttu fyrir lífi sínu. Hún er komin nokkuð til ára sinna blessunin, nánast úrelt orðin, eins og ég, en  hefur alla tíð þjónað mér vel og af fullkominni trúfestu og alúð. Því kom því aldrei til greina að kasta  henni og fá sér nýja.

Nú er hún komin á ról á ný blessunin, bráðhress með nýjan harðann disk og nýtt stýrikerfi og fær í flestan sjó.


Gleðilegt nýtt ár!

Ég óska landsmönnum öllum gleðiríks árs. Bloggvinum, sem öðrum þakka ég ánægjuleg samskipti á liðnu ári.

 

Gleðileg jól

christmas_tree

Ég óska bloggvinum mínum, sem og öðrum lesendum bloggsins, gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Ég þakka allar heimsóknir, jafnt sem   athugasemdir á blogginu á árinu sem er að líða.  

.

Kærar jólakveðjur,

Axel Jóhann Hallgrímsson 


Til hamingju með daginn Jóhanna

rósTil hamingju með daginn Jóhanna Sigurðardóttir, hafðu þökk fyrir störf þín í þágu lands og þjóðar.

Lifðu drekktu og dansaðu á ævikvöldinu.

Vonandi auðnast mér að árna þér heilla á aldarafmælinu.

  


mbl.is Óska formanninum til hamingju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Vita skaltu, góði minn, að þú ákveður ekki hvar ég kúka"!

„Sonurinn“, hann Bangsi, vakti mig um hálf níu í morgun með því að hamra í mig með trýninu. Ljóst var að hann þurfti að komast út enda komið langt fram yfir okkar venjulega fótaferðatíma. Ég spratt á fætur, snaraði mér í leppana og út með „drenginn“ enda virtist honum orðið illa mál.

Við fórum okkar hefðbundnu leið, út af lóðinni bakatil við húsið og settum stefnuna út í hraunið norðan við bæinn. En við vorum varla komir út á gangstéttina við Hópsbrautina þegar Bangsi snarar sér út á grasið milli götunnar og gangbrautarinnar og gerir sig líklegan að gera þarfir sínar þar. En ég gaf honum ekki færi á því enda vart mínútu gangur út í hraunið þar sem hann gæti valsað um að vild og gert allt það sem hundum er tamast. Aftur reyndi Bangsi við grasflötina við gangbrautina, en fékk ekki.

Þegar við komum út í hraunið, mínútu síðar, sleppti ég Bangsa lausum. Hann valsaði um, þefaði af hverri þúfu, merkti hér og þar en sýndi þess engin merki lengur að honum væri mál að kúka. Hann fór hratt yfir og hvarf brátt sjónum mínum. Ég labbaði áfram en mætti Bangsa fljótlega þar sem hann kom til baka með því látbragði að hafa að fullu lokið sínum erindum.

Við feðgarnir snérum því heim á leið í rólegheitunum. En við vorum varla komnir á heima slóðir þegar Bangsi snarar sér út á grasflötina við gangstéttina og gerir þar, án þess að vörnum yrði við komið á sama stað og hann varð áður frá að hverfa, þvílík stykki að það hálfa hefði verið nóg.  Meðan hann var að athafna sig leit hann á mig með prakkaralegum svip og glettnu augnaráði, sem sagði svo ekki varð um villst, „vita skaltu, góði minn, að þú ákveður ekki hvar ég kúka“.

 „Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni“, hugsaði ég á meðan ég sekkjaði „afurðir sonarins“. 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.