Fćrsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Hátíđ í skugga lágkúru

Fáninn einiÉg óska sjómönnum og fjöl- skyldum ţeirra til hamingju međ daginn, sem og öđrum lands- mönnum.

Látum sem viđ sjáum ekki ţann skugga sem LÍÚ mafían reynir ađ varpa á daginn međ sinni landsţekktu lágkúru.

ţvingađ brosBrosum ţeim í mót.

 

 


Lýst eftir manni

Ég lýsi eftir Jóni Val Jenssyni. Ţegar ţetta er ritađ eru liđnar 37 mínútur frá ţví ţessi frétt um forystu Ţóru Arnórsdóttur í kapphlaupinu til Bessastađa var birt.  Jón Valur hefur ekki enn komiđ međ sínar útskýringar á ţví ađ ţessi útkoma fáist međ engu móti stađist. Hann hlýtur ţví ađ vera týndur, veikur, eđa ekki sjálfs sín ráđandi.

Jón Valur hefur ekki sést á blogginu síđan rúmlega eitt í dag. Ţeir sem vita um ferđir Jóns eftir ţann tíma eđa hvar hann er núna niđurkominn eru vinsamlegast beđnir um ađ hafa samband viđ Kattholt.

  


mbl.is Ţóra međ 9% forskot á Ólaf
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Mér var gefiđ start - gömul saga og ný.

Á fimmtudaginn í síđustu viku vaknađi ég rétt fyrir klukkan 7 árdegis, ađ ekki var allt međ felldu. Ég ţekkti strax einkennin, hjartslátturinn var farinn út og suđur, rétt eins og Ástţór Magnússon slćgi taktinn.

Ég tók ţessu rólega, enda alvanur ţessum uppákomum, brá mér undir sturtuna í lágadrifinu og skolađi af mér nćtursvitann. Vakti síđan konuna og bađ hana ađ ađstođa mig á heilsugćsluna. Hún skammađi mig fyrir ađ hafa ekki vakiđ sig strax, rétt eins og ţađ hefđi einhverju breytt.

Ţegar viđ komum á heilsugćsluna var mér skotiđ ađ strax. Lćknirinn lét taka af mér línurit og bođađi síđan vćlubíllinn međ ţađ sama til ađ flytja mig á gáttadeild Landspítalans.

Ţar reyndu lćknarnir fyrst öfgafulla lyfjagjöf til ađ koma hjartanu í takt, ţótt fyrri reynsla segđi ţađ til lítils. Enda fór ţađ svo ađ stuttu eftir hádegi var mér ekiđ inn á sláturdeildina, rétt einn ganginn, ég tekinn af lífi og síđan endurrćstur, međ hjálp Landsvirkjunar.  

stuđtćkiŢađ gekk vel í ţetta skiptiđ. Ég hrökk í taktinn strax viđ fyrsta skot, en samt hef ég veriđ eins og undin tuska síđan.  

Ţađ er mjög mismunandi hvernig ég kem undan ţessu. Í eitt skiptiđ ţegar ítrekuđ skot ţurfti til ađ koma mér í „gang“  og brjóstkassinn á mér var  eins og jarđýta hefđi spólađ á honum var ég samt á eftir stálsleginn, rétt eins og ekkert hefđi gerst, ef frá voru taldir verkirnir í rifjunum.

Já - ţetta er gömul saga og ný.


Hiđ sanna ríkidćmi

Viđ gömlu brýnin, fórum í dag ađ ná í Axel Ţór dótturson minn og nafna á Reykjavíkurflugvöll, ég og amma hans. Nafni  var ađ koma úr páskaheimsókn til pabba síns á Akureyri. Mamma og fósturfađir Axels komust ekki svo viđ gömlu grćjurnar hlupum í skarđiđ.

Ţađ var eins og alltaf áđur viđ svipuđ atvik eins og í flugstöđinni, ţegar Axel litli kom hlaupandi til okkar og flaug upp um hálsinn á okkur, ţá fannst mér eins og ég hefđi himinn höndum tekiđ. Ţađ sama á viđ um öll barnabörnin, ég bráđna niđur og verđ ađ gjalti ţegar ţau umfađma mig, međ hlýju sinni og vćntumţykju og kúra höfuđ sitt í hálsakoti.

Manni verđur ósjálfrátt hugsađ, á stundum sem ţessum hve ríkur mađur er, rúmlega fimmtugur, ađ eiga sex barnabörn, hvert öđru dásamlegra.


mbl.is Gátu flogiđ ţrjár ferđir vestur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Konur

Allar konur ţessa lands, dćtur, mömmur, ömmur, langömmur og langlangömmur - til hamingju međ daginn!

yellow-flowers


Gleđileg jól kćru vinir!

christmas_treeÉg óska bloggvinum mínum, sem og öđrum lesendum bloggsins, gleđilegra jóla og farsćls komandi árs.

Ég ţakka allar heimsóknir, jafnt sem   athugasemdir á blogginu á árinu sem er ađ líđa.

Kćr kveđja,

Axel Jóhann Hallgrímsson


Ég verđ óţolandi af monti í dag

Mér fćddist 6. barnabarniđ í gćrkveldi, 15. ágúst, ţegar Bryndís dóttir mín og Magnús mađur hennar eignuđust frískan og fjörugan 15 marka dreng.

Fćđingin gekk vonum framar og öllum heilsast vel.

 

Tökum höndum saman

Mér er bćđi ljúft og skylt ađ vekja athygli á ţessari síđu VG sem er netdagblađ í Noregi.

Hér geta allir sýnt samstöđu og samhug međ Norsku ţjóđinni og ađstandendum fórnarlambanna á Útöya og jafnframt fyrirlitningu á slíkum vođaverkum.

Tökum í hönd nćsta manns og réttum hina höndina út til nćsta manns. Myndum eina allsherjar keđju friđar og samhugs, segjum nei viđ ofbeldi.

Ađeins ţarf ađ klikka á   Klikk her for ĺ styrke lenken og skrá sig inn, međ nafni og landi. 

Tćplega 1,2 milljón manna, kvenna og barna hafa ţegar myndađ hlekki í keđjunni.  

 

Slóđin á síđuna er: http://www.vg.no/nyheter/innenriks/oslobomben/lenke.php

Látiđ ţetta berast sem víđast!

   


mbl.is Breivik yfirheyrđur á morgun
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţjóđarsorg á Norđurlöndum

Ţađ er ekki ofsögum sagt ađ atburđirnir í Osló og Utřya séu átakanlegasti atburđurinn á Norđurlöndum í áratugi. Ţetta snertir okkur Íslendinga ekki síđur en Norđmenn, ţađ er eins og ţetta hafi gerst í okkar eigin bakgarđi, ţetta snertir alla Norđurlandabúa djúpt.

Ţađ ríkir ţjóđarsorg á Norđurlöndum.

Ţetta gerist vegna haturs, haturs einstaklings á Norsku ţjóđfélagsgerđinni og stjórnvöldum. Morđinginn mun vera  félagi í samtökum hćgri öfgamanna og mun ekki hafa fariđ leynt međ útlendingahatur sitt og ţjóđernishyggju.

Ţví miđur höfum viđ bćđi hér á moggabloggi og víđar horft upp á sjúkleg skrif í anda ţessa auma manns. Eftir ţennan hrćđilega atburđ í Noregi er full ástćđa til ađ taka alvarlega skrif manna sem vilja hengja ráđherra, eitra fyrir ţeim eđa senda ţeim kúlu í hausinn.

Ţessir atburđir eru ţeim sem halda úti bloggsíđum ţörf áminning um hćttuna sem leynst getur í slíkum skrifum, sem ţeir virđast sumir hverjir hafa litiđ á sem hressandi pólitískan rétttrúnađ.  

Slík skrif geta hćglega velt sjúkum einstaklingum fram af brúninni, međ ófyrirsjáanlegum afleiđingum, eđa beinlínis skapađ slíka menn.

Ég hvet alla Íslendinga til ađ sýna Norsku ţjóđinni samhug og samstöđu međ ţví ađ draga ţjóđfánann okkar í hálfa stöng í dag.


Sýnum samhug.

fáni í hálfa2Ég hvet alla sem tök hafa á ađ votta Norsku ţjóđinni samúđ okkar og hluttekningu yfir ţessum hrćđilegu atburđum međ ţví ađ draga Íslenska fánann í hálfa stöng um allt land á morgun.

Ţetta er ţyngra en tárum taki.

 
mbl.is Enginn Íslendingur sćrđist
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband