Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Sjómenn, til hamingju með daginn!
5.6.2011 | 08:14
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 08:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fjúka lauf og fölna strá
20.5.2011 | 23:11
Þeir segja þessir Amerísku að þetta sé búið, heimsendir verði á morgun og hananú!
Heimsendi fylgja auðvitað ákveðnir gallar en samt ótvíræðir kostir svo sem að Icesave verður endanlega úr sögunni, aldrei aftur vinstri stjórn og þá auðvitað að sama skapi aldrei aftur íhaldsstjórn.
Verst þykir mér samt að hann Kúti fornvinur minn hafi ekki getað beðið eftir þessum sælunnar endalokum og ákveðið að taka sér tveggja daga forskot.
Mínar bestu hugsanir eru um hann og hans náustu. Kann ekki að orða það öðruvísi, svo takmarkaður sem ég er.
.
![]() |
Heimsendapartý haldin víða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt 21.5.2011 kl. 00:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Gleðilegt sumar!
21.4.2011 | 09:24
Gleðilegt sumar kæru ættingjar, vinir, bloggvinir, fjandfrændur, já bara allir!
Megi sumarið færa ykkur öllum birtu og gleði í hjarta og sál.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vík milli vina
26.3.2011 | 14:25
Mér þykir miður að S i g u r ð u r Sigurðarson hefur slitið bloggvináttu okkar í kjölfar innleggs frá mér við eina færslu hans. Innleggið var að vísu hvasst, en að mínu mati ekki hvassara en tilefnið gaf.
Ég óska Sigurði velfarnaðar og alls hins besta í framtíðinni um leið og ég þakka honum góða og skemmtilega bloggvináttuna meðan hún varði.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Tár á hvarmi blikar
13.3.2011 | 20:51
Það er örugglega rétt hjá Naoto Kan forsætisráðherra Japans að Japanar munu sigrast á þeim erfiðleikum sem þeir standa frammi fyrir. Það mun án efa taka þá tiltölulega skamman tíma að sigrast á efnahagslegum þáttum þessa tröllaukna áfalls, því þeir eru með afbrigðum dugleg, skyldurækin og ákveðin þjóð.
En aftur á móti mun þessar ógurlegu hörmungar liggja lengi á þjóðinni tilfinningalega. Það er sama hver þjóðin er, hver hörundsliturinn er eða kynþátturinn, tilfinningaleg áföll, missir ástvina, nágranna og vina rista alstaðar jafn djúpt í sálir og vitund manna.
Það er þyngra en tárum taki að horfa á ógnvekjandi myndskeið af þessum hörmungum, sjá heljarátök jarðskjálftans, sjá flóðbylgjuna vaða inn á landið og leggja allt í rúst á sinni tortímingar leið, vitandi að fólk er hundruðum, jafnvel þúsundum saman að bíða bana á sjónvarpsskjánum fyrir augum mans.
Mig bresta orð, ég tárast, ég græt og játa það fúslega.
![]() |
Kan heldur í vonina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Samhugur
12.3.2011 | 14:18
Ekki þarf að efa, að íslenska þjóðin stendur einhuga að baki samúðarkveðjum forsetans til Japönsku þjóðarinnar, hugur okkar allra og samúð er með japönsku þjóðinni í þeim hörmungum sem yfir hana hafa riðið.
.
.
![]() |
Samúðarkveðjur til Japanskeisara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gleðileg jól kæru vinir
23.12.2010 | 22:46
Óska ættingjum, bloggvinum sem öðrum vinum og raunar landsmönnum öllum gleðiríkrar hátíðar og gæfuríks komandi nýárs.
Þakka heimsóknir á bloggið og myndasíðuna www.123.is/axeljoh á árinu sem er að líða.
Axel Jóhann Hallgrímsson
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Athyglisverð færsla!
23.11.2010 | 23:34
Ég vil benda lesendum mínum á þessa færslu Rúnars Kristjánssonar, sveitunga míns og bloggvinar, hún er áhugaverð.
Þjóðareignin Ómar
16.9.2010 | 12:34
Nú gleðjast gumar
6.9.2010 | 23:45
Líklegt má telja að tveir helstu forystumenn Þjóðarheiðurs, Jón Valur og Loftur Altaðþví geti ekki vatni haldið og missi sig hvor á annan af hrifningu yfir magnaðri þröngsýni einstaks vinar og frænda þeirra úr Færeyjum.
Fátt veldur þeim félögum meiri fróun en illt og saurugt umtal um forsætisráðherra Íslands og svo mjög að alsælu nálgast.
Sennilega er fáu alvöruþenkjandi og skynsömu fólki skemmt og þá hvað síst vinum okkar Færeyingum.
![]() |
Neitar að sitja veislu með Jóhönnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt 7.9.2010 kl. 00:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)