Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Lítil Hallgrímsdóttir
1.9.2010 | 11:13
Ég er í skýjunum því ég auðgaðist til muna í gærkveldi þegar Hallgrímur Þór, sonur minn og konan hans Nicole eignuðust sitt annað barn, myndarstúlku 52 cm og rúm 4100gr.
Karitas Freyja, stóra systir, var í pössun hjá afa og ömmu á meðan mamma og pappi fóru á fæðingardeildina og var auðvitað eins og engill.
Heill þér sjötugum Ómar og til hamingju Ísland að eiga svona mann.
24.7.2010 | 17:29
Það er virkilega gleðilegt að þessi drenglyndi, ósérhlífni og ótrúlega afkastamikli baráttumaður skuli geta, með samstilltu átaki þjóðarinnar, horft áhyggjulaus fram á veginn.
Friðrik Weisshappel á heiður skilið fyrir að hafa haft frumkvæði að því að þjóðin gæti sýnt í verki þakklæti sitt fyrir allar þær gleðistundir sem Ómar Ragnarsson hefur fært henni í gegnum árin.
![]() |
Ómar orðinn skuldlaus |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Andsk..... sjálfur, þar lá ég í því.
18.5.2010 | 10:32
Það rann upp fyrir mér þegar ég las þessa frétt að ég er væntanlega sekur um gróf skattsvik. Ég hef aldrei gefið besta vininn og trúnaðarfélaga, hann Bangsa upp til skatts.
Bangsi telst ekki fjárfesting þar sem ég, líkt og Obama, fékk hann gefins á sínum tíma. En ef ég hefði talið hann fram frá upphafi, væri hann núna að fullu afskrifaður.
Ekki veit ég hvernig Bangsa líkaði það að vera afskrifaður.
![]() |
Obama taldi Bo fram til skatts |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mér er í dag dóttursonur fæddur
7.5.2010 | 19:04
Yngri dóttir mín, Ingibjörg Axelma og hennar maður, Alistair Jón, eignuðust myndarstrák um miðjan dag í dag.
Fæðingin gekk bæði fljótt og vel fyrir sig og móður og barni heilsast vel. Benjamín er 51 cm og 3760 gr.
Þá eru fjögur barnabörn í höfn og það fimmta á leiðinni.
Þetta verður gott ár.
Vinir og fjölskylda | Breytt 8.5.2010 kl. 16:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Innilegar hamingjuóskir með daginn...
15.4.2010 | 14:36
....frú Vigdís Finnbogadóttir. Bestu þakkir fyrir þitt framlag í þágu lands og þjóðar í fortíð sem framtíð.
![]() |
Sungu fyrir Vigdísi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hugur Íslendinga er hjá Pólsku þjóðinni í dag.
10.4.2010 | 17:43
Flugslysið er mikið áfall fyrir pólsku þjóðina því auk forsetans og eiginkonu hans fórust margir af æðstu embættismönnum þjóðarinnar, þingmenn og yfirmenn hersins.
Ég votta Pólsku þjóðinni samúð mína.
.
![]() |
Fjölmenni í Kristskirkju í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mér er létt!
31.3.2010 | 14:44
Stór og þanin bjórvömb er afskaplega hvimleitt fyrirbrigði og berandanum lítt til fegurðarauka.
Hér er talað af reynslu, þótt bjórvömbin mín hafi orðið til vegna ofneyslu á mat frekar en bjór.
Þessi frétt er yndisleg, hún færir mér sanninn um að bjórvömbin er ekki mín sök heldur konunnar.
Ég veit núna að ég ber enga ábyrgð á aukakílóunum, þau get ég alfarið skrifað á reikning konunnar og formæðra hennar, þótt flest hafi kílóin komið eftir að við hjónin skildum.
Þetta vissi ég alltaf, svona ómeðvitað, en hér er það svart á hvítu.
Mér er létt, stórlega. Skál fyrir því.
.
![]() |
Karlmenn eiga konum bjórinn að þakka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Að þekkja frægan mann
26.3.2010 | 14:20
Það er öllum bæði hollt og nauðsynlegt að eiga góða vini því vinafátækt er eina raunverulega fátæktin.
Því hlýtur öll þjóðin, rétt eins og ég að vera afskaplega glöð að Gerard Butler, hver sem það nú er, skuli vilja vera vinur Ólafs Darra svo ekki sé talað um þá Ingvar, Hollýfara og Gísla.
Ólíkt eru erlendir álitlegri sem vinir en flatur mörlandinn, svo ekki sé nú talað um ef vinurinn er frægur eða stjarna í ofanílag og ekki skemmir ef hann er líka illahaldinn af Íslandsvináttu. Þá má í kokteilinn blanda þjóðernisrembingi og dassi af monti. Vandi að toppar það.
Ooh, svo verðum við venjulega fólkið að gera okkur að góðu að þekkja bara Jón og Gunnu í næsta húsi, fólk sem er alveg jafn óáhugavert og maður sjálfur.
Fúlt.
![]() |
Góður vinur Gerard Butler síðan í Bjólfskviðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég fékk kvörtun í síðustu viku!
24.2.2010 | 19:42
Ég var úti að ganga með hann Bangsa minn, eina af 5 til 6 slíkum gönguferðum daglega. Ég hef freistast til þess einstaka sinnum, vitandi af algjöru meinleysi Bangsa, að hafa hann lausan og leyfa honum að nýta sér frelsi einstaklingsins að góðra manna hætti.
Mætum við félagarnir þá ekki manni með vart sýnilegan teskeiðarhund í taumi. Bangsi, sem var örlítið á undan mér, rétt snéri nefinu að hundlíkinu, hnussaði og hélt för sinni áfram.
En þegar ég mætti manninum þá hreytti hann í mig; Ég er í fullum rétti, skal ég segja þér! Hundar eiga ekki að ganga lausir!.
Heppinn ertu að vita þína réttarstöðu, vinur var það eina sem mér datt í hug að segja í hita augnabliksins.
Og ég sem hélt að glæpamenn einir vissu allt um sína réttarstöðu.
![]() |
237 kvartanir til Landlæknis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Gleðilegt ár!
31.12.2009 | 19:58
Vinir og fjölskylda | Breytt 1.1.2010 kl. 13:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)