Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Gif santa claus Images

Óska ættingjum, vinum, bloggvinum og öðrum landsmönnum gleðiríkrar hátíðar og gæfuríks komandi nýárs.

Þakka  heimsóknir á bloggið og myndasíðuna www.123.is/axeljoh á árinu sem er að líða. 

                                  Axel Jóhann Hallgrímsson 

 


Flosi Ólafsson genginn

Ég votta fjölskyldu Flosa Ólafssonar, ættingjum hans og vinum mínar innilegustu samúðar kveðjur.

Flosi var mikill andans jöfur, Þjóðin öll á um sárt að binda, hans verður saknað.

Rétt að minntast hans með óborganlegu atriðinu um Sigurjón digra úr myndinni „Með allt á hreinu“


Bangsi.... „ tak sæng þína og gakk...“

i_love_you_teddybeerAfskaplega er þetta ljúft og fallegt.

Þetta er frétt dagsins.

Það er næsta víst að mörg „kraftaverkin“ munu  gerast og  allar veiku dúkkurnar og sjúku bangsarnir ná fullri heilsu á ný til gleði litlum og hjartahreinum englum.


mbl.is Nóg að gera á Bangsaspítalanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

„Ég á þig góði“

 

IMG_0090Árið 2005 ákvað konan að gefa mér hund í afmælisgjöf eftir að ég hafði lýst áhuga mínum á að eignast hund aftur. Hún fann, eftir nokkra leit, 8 mánaða gamlan Íslenskan/ Rough Collie sem vantaði nýtt heimil.

Hún fékk hundinn og hringdi í mig í vinnuna og sagðist þurfa að finna mig. Þegar hún rennir í hlað í Hafnafirði , þar sem ég vann við smíði einbýlishúss, stóðum við nokkrir, sem unnum við húsið, saman úti fyrir húsinu.  

Um leið og konan opnar hurðina  á bílnum stekkur þessi líka stjarnfræðilega  fallegi hundur, Bangsi, út úr bílnum gengur ákveðnum skrefum að okkur smiðunum, stillti sér upp fyrir framan mig, lyfti afturfætinum og meig á mig. Hann leit upp um leið og við horfðumst í augu, það var eins og hann vildi segja „nú á ég þig góði!“

Það fyrirkomulag hefur ríkt æ síðan.

Það sem var ólán hjá Mariah Carey var lán hjá mér.


mbl.is Hundur Mariuh Carey pissaði á hana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki búið að skjóta...

...yfir markið þegar lagasetning til að sporna við misnotkun á börnum er þannig úr garði gerð að foreldrar eru handteknir fyrir að sýna börnum sínum ástúð og fyrir eðlilega líkamlega snertingu við börnin sem er þeim nauðsynleg til að þau þroskist eðlilega?


mbl.is Handtekinn fyrir að kyssa dóttur sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er ekki spurning hvaða hundur...

...er bestur!

Hann Bangsi minn er allra hunda bestur, pottþétt.

Bangsi22

Bangsi23

 


mbl.is Hvaða hundur er bestur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Halló, halló...

...getum við átt von á því að gröf okkar og leiði verði fréttaefni ef ekki er farið þar fullkomlega að forminu?

Hafi það verið ósk þess sem undir merki þessu hvílir að svo væri um búið er það þá í okkar valdi að breyta þar um eða gera að því gys? 

Vill sá er hér fer um með háðung láta á sama hátt um sitt leiði hafa?


mbl.is Út yfir gröf og dauða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gætum að því hvað við gerum.

gamlingjarAð loka öldrunarheimili á landsbyggðinni í sparnaðarskyni er alvarleg aðgerð og stórmál fyrir viðkomandi sveitarfélag og þá auðvitað ekki hvað síst fyrir vistmenn heimilisins.

Þeir sjá nú fram á að fá ekki að eyða ævikvöldinu í sinni heimabyggð og þurfa að sæta hreppaflutningum  í annað sveitarfélag, líkt og gert var við niðursetninga á öldum áður og þykir ekki par fínt á vorum dögum.

Á þessu heimili voru „aðeins“ fjórir vistmenn, sumum kann að finnast það réttlæta gjörninginn. Þetta samsvarar því að öldrunarheimilum með 1053 vistmönnum  yrði lokað í Reykjavík í sparnaðarskyni, eða sem svarar til Grundar 4,8 sinnum, sjá menn það fyrir sér gerast?  

Hvað yrði sagt um og við þann mann sem léti sér til hugar koma að loka vistheimilum í höfuðborginni og flytja vistmenn hreppaflutningum út á land, í sparnaðarskyni?

Er aldraður landsbyggðarmaður léttvægari en jafnaldri hans í Reykjavík?

 
mbl.is Óljóst hvað verður um vistmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í tilefni.....

súkkulaðirós......af  afmæli síðuhöfundar í dag er öllum bloggvinum,  vinum, ættingjum,  velunnurum, fjandvinum, fjandfrænda og .... já bara öllum, boðið í ímyndaða veislu sem haldin verður hvergi, því afmælisbarnið er að heiman. 

 Jú jú.


Hún Bryndís mín á afmæli í dag.

Bryndís

Elskuleg dóttir mín, hún Bryndís Axelsdóttir er að verða fullorðin og er við það að vaxa frá mér.

Hún er þrítug í dag litla dúllan.

Til hamingju með daginn elsku Bryndís mín, Maggi og Kara Lind.

Bestu kveðjur frá pabba gamla, sem elskar ykkur öll.

Bryndís og Maggi

Kara Lind


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.