Lýst eftir manni

Ég lýsi eftir Jóni Val Jenssyni. Þegar þetta er ritað eru liðnar 37 mínútur frá því þessi frétt um forystu Þóru Arnórsdóttur í kapphlaupinu til Bessastaða var birt.  Jón Valur hefur ekki enn komið með sínar útskýringar á því að þessi útkoma fáist með engu móti staðist. Hann hlýtur því að vera týndur, veikur, eða ekki sjálfs sín ráðandi.

Jón Valur hefur ekki sést á blogginu síðan rúmlega eitt í dag. Þeir sem vita um ferðir Jóns eftir þann tíma eða hvar hann er núna niðurkominn eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Kattholt.

  


mbl.is Þóra með 9% forskot á Ólaf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lærðu að skrifa, þú minnir á smábarn. Týndur - tjón

Alli (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 19:31

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ho ho he, hótfyndinn Skagstrendingur!

Hvað varðar mig um þessa Þóru? Ekki fer hún á Bessastaði! Út á hvað?!

Ólafur tekur þetta með trompi, þegar hann gengur inn á sviðið.

Jón Valur Jensson, 4.5.2012 kl. 19:51

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk, takk, Atli, þú getur ekki ímyndað þér hvað það gleður mig þegar aðilar eins og þú taka sig til óbeðnir og tína upp eftir mig spörðin, þó það sé bara til þess gert að auglýsa eigin fullkomnun.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.5.2012 kl. 20:01

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Velkominn á mína aumu síðu Jón, það gleður innilega mig að ekkert ami að, segi það og meina.

Auðvitað verðum við að trúa því Jón, að Ólafur taki þetta, skárra væri það úr því við ætlum að kjósa hann.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.5.2012 kl. 20:05

5 identicon

Er virkilega til fólk sem situr við tölvu, horfir á frétt birtast á vefsíðu og telur mínúturnar þar til einhver fer að blogga um fréttina????????

Lífið hlýtur að upp á meira að bjóða en þetta.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 20:14

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ó, ó, ó, það var svo sem eftir mér að rangnefna velgjörðarmann minn, fyrir gefðu Alli.

E.s. ég er búinn að laga þetta. Erum við þá sáttir?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.5.2012 kl. 20:17

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

H.T. Bjarnason, já svona getur nú veröldin verið margslunginn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.5.2012 kl. 20:18

9 identicon

Nafni,nefndu mér kosti Þóru fram yfir hina frambjóðendurna.

axel (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 20:39

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Af hverju ætti ég að gera það nafni?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.5.2012 kl. 20:49

11 identicon

Það er nú bara svo að ég sé enga nafni. En vænt þætti mér um að þú gætir bent mér á einhvern kost Þóru fram yfir hina.

axel (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 21:08

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þóra hefur marga frábæra kosti og góða ekki spurning um það. Það sýnir fylgi hennar.

En eins og ég spurði í #10 af hverju ætti ég að tíunda hosti hennar? Er það ekki hlutverk hennar og  stuðningsmanna hennar?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.5.2012 kl. 21:39

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

.....ætti ég að tíunda kosti hennar? ....átti þetta að vera.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.5.2012 kl. 21:41

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hún er t.d. EKKI í Þjóðkirkjunni.

Er það ekki kostur í augum sumra?!

En sennilega sýnir það meiri róttækni hennar en menn ímynduðu sér.

Jón Valur Jensson, 5.5.2012 kl. 15:16

15 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þvert á móti hlýtur það að vera meiri róttækni að aðhyllast trú og boða hana en vera utan trúfélaga, hlutlaus. Stjórnarskráin veitir Þóru heimild til að vera utan trúfélaga og trúlaus ef því er að skipta. Það dugir mér, ég met ekki hæfi manna eftir trúarskoðunum þeirra frekar en eftir öðrum einkamálum þeirra.

Ólafur Ragnar er eflaust í þjóðkirkjunni, ég velti því ekki fyrir mér þegar ég kaus hann 1996 og geri ekki enn. En vera hans í þjóðkirkjunni sannar ekki trú hans. Það vita allir, að vegna einkennilegra innritunaraðferða í það félag þá eru þar skráðar þúsundir, ef ekki tugþúsundir, sem trúa ekki, en kæra sig kollótta um veru sína þar eða hafa ekki nennu til að segja sig úr kirkjunni.

Rétt eins og með Ólaf þá sannar það ekki trúleysi Þóru að hún sé utan þjóðkirkjunnar, hún gæti allt eins staðið nær Guði en þú sjálfur Jón Valur. Kirkjuaðild er varla nauðsynleg til þess.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.5.2012 kl. 15:36

16 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú er að velta fyrir þér á þínu bloggi Jón, stærð skipana sem sökkt var með tundurduflum út af vestfjörðum í skipalestinni QP13.

Þar mér er meinaður aðgangur að blogginu þínu þá set ég inn hérna slóð á síðu um þetta efni.

http://www.convoyweb.org.uk/russian/convoy1.php?convoy=QP.13

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.5.2012 kl. 22:04

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er alveg rétt, Axel, að ég sanna ekki "trúleysi Þóru" með því, að sjálf viðurkenndi hún að vera utan Þjóðkirkjunnar (það gerði hún á framboðsfundi í Keflavík), enda talaði ég ekkert um trúleysi hennar.

Það breytir því ekki, að eins og í Evrópusambands-málinu þarf Þóra að gera mönnum grein fyrir afstöðu sinni. Hafi hún t.d. sagt sig úr Þjóðkirkjunni, má hún alveg upplýsa hvers vegna, marga mundi fýsa að vita það, og sumum gæti slík upplýsing hjálpað til að taka afstöðu til framboðs hennar.

PS. Ég veit ekki betur en grein mín um skipalestina hafi verið opin fyrir umræðu frá upphafi. Ef ekki, þá laga ég það strax og get sett þar inn þennan tengil þinn.

Jón Valur Jensson, 6.5.2012 kl. 11:50

18 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú misskilur mig rangt Jón Valur, eins og maðurinn sagði, ég átti ekki við að mér væri meinaður aflestraraðgangur að blogginu þínu, heldur, eins og þú veist manna best, er mér meinaður aðgangur til athugasemda, því gat ég ekki komið vinsamlegri ábendingu minni á framfæri þar, sem hún átti við.

En ég biðst afsökunar séu slíkar ábendingar og vinsemd ekki vel þegnar, þá læt ég slíkt eiga sig framvegis.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.5.2012 kl. 12:39

19 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þarf Þóra að sanna að það sem upp á hana hefur verið "logið" í Evrópumálum sé ekki satt, Jón? Er það orðið þannig að sönnunarbirgðinni sé snúið á haus?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.5.2012 kl. 13:53

20 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, Axel, en hvað áttu við þarna? Hverju var logið upp á hana? Hún tók sæti í fulltrúaráði Evrópusamtakanna árið 1995 samkvæmt fréttum, sem enn eru á netinu, það hef ég sagt og ekki bætt þar á neinni lygi.

Ég misskildi þig fyrst með innleggið um skipalestina, en áttaði mig svo, að þetta væri vegna þess að ég hafði lokað á þig. Er alvarlega farinn að hugsa um að endurskoða þá ákvörðun!

Jón Valur Jensson, 7.5.2012 kl. 23:42

21 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta var meint svona almennt og var ekki skot á þig Jón. Margir hafa ekki dregið af sér í allskonar "upplýsingaveitu" um Þóru á blogginu frá því hún tilkynnti framboð sitt, og ekki allt fallegt.

Hvort sem Þóra hefur verið fylgjandi ESB eða ekki þá hefur hún ekkert  sagt hvaða stefnu hún fari með inn í forsetaembættið varðandi ESB. Þangað til hún og aðrir upplýsir stefnu sína þá er óþarfi að gera henni eða öðrum upp skoðanir. Þó Þóra væri harður fylgjandi aðild ESB, þá gæti hún haft þá bjargföstu skoðun að þjóðin ætti að eiga um það síðasta orðið, við vitum það ekki.

Hér eru upplýsingar um HMS Niger: http://en.wikipedia.org/wiki/HMS_Niger_(J73)

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.5.2012 kl. 11:31

22 Smámynd: Jón Valur Jensson

Takk fyrir, Axel.

Jón Valur Jensson, 9.5.2012 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband