Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011
Gaddafi og íslenskur hégómi.
25.3.2011 | 17:09
Gaddafi karlinn hefur ánetjast þeim vestræna hégóma að vera ekki ánægður með eigið útlit og ákvað að gera á því bragabót.
Hann greip til þess ráðs að láta lækni sprauta kviðfitu í andlitið á sér því hann vildi verða sléttur og fallegur.
Það má kannski slétta eitthvað úr þessari óreiðu framan á höfðinu á honum, sem kallast andlit, en að hægt verði að gera hann fallegan er meira en bjartsýni í litlu hófi.
Gaddi karlinn hafði þó vit á því að fá lækni í verkið, það er meira en hægt er að segja um þær konur Íslenskar sem sjálfviljugar gengust undir fegurðar aðgerðir , eiturefnameðferð, hjá skottulækni sem reyndist vera innflutt uppgjafa súlumella.
En eins og oftast er skynsemin fyrsta fórnarlambið þegar hégóminn nær sér á strik.
Lét sprauta kviðfitu í andlitið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 17:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ekki benda á mig
25.3.2011 | 12:40
Eyþór Arnalds stjórnarmaður í aflþynnuverksmiðju Becromal í Krossanesi þó hendur sínar í hádegisfréttum RUV og þvertók fyrir að stjórn fyrirtækisins hafi vitað af menguninni.
Hann sagði með öðrum orðum að mengunin væri alfarið ákvörðun og framkvæmd starfsmanna fyrirtækisins. Hugumstór og traustur hann Eyþór.
Eyþór segir stjórn fyrirtækisins staðráðna að taka þetta vandamál föstum tökum og ekki nýta sér að fullu þann frest sem yfirvöld hafa gefið fyrirtækinu til að koma þessu í lag. Þetta verður að vera í lagi sagði Eyþór.
Ákveðin og traustur hann Eyþór .
Becromal braut starfsleyfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Femínfasisminn er feigðarflan
24.3.2011 | 23:28
Það hvarflar ekki að mér hálft andartak að Jóhönnu Sigurðardóttur hafi dottið það í hug í sekúndubrot, að brjóta jafnréttislög , hvað þá að gera það vitandi vits.
Það verður ekki annað séð en farið hafi verið að lögum og vel vandað til verka við ráðningu skrifstofustjórans í forsætisráðuneytinu. Kærunefnd jafnréttismála hefur þó komist að annarri niðurstöðu og það er vissulega alvarlegt mál. Því þarf að kryfja þetta mál til mergjar, fá óvilhalla aðila til að fara yfir vinnuferlið hjá ráðuneytinu sem og vinnubrögð kærunefndar og fá úrskurð dómstóla ef ekki vill betur til, þetta mál þarf að leiða til lykta, öll jafnréttislöggjöfin og framkvæmd hennar er undir.
Jafnréttislögin eiga að tryggja jafnrétti kynjanna og þá með jákvæðri mismunun ef ekki vill betur. Jákvæð mismunun er þó í mínum augum ekkert annað en hrein mismunun, sama hvaða viðskeyti er hengt við hana og hversu jákvætt það er látið hljóma. Þessari jákvæðu mismunun átti, ef ég hef skilið lögin rétt, aðeins að beita stæði valið, að mati loknu um jafn hæfa konu og karl.
En eitthvað virkar greinilega ekki í þessu ferli eins og til er ætlast svo jafnrétti kynjanna sé tryggt í embættisveitingum. Eitthvað hefur illa brugðist og snúist upp í andhverfu sína eða hvernig í ósköpunum getur kærunefndin túlkað það sem jafnréttisbrot á konu, sem metin var af sérfræðingum sem 5. hæfasti umsækjandinn, að hún hafi ekki verið tekin fram yfir alla hæfari en hana.
Ég tel mig hafa skýringuna, sá femínfasismi sem rekin er og dýrkaður af Jafnréttisstofu vegna jákvæðrar oftúlkunar þeirrar stofnunar á jafnréttislögum og hefur tekið af mönnum völdin. Augljóst er að þessi femínstofa hefur aðeins einn skilning á mannaráðningum hjá hinu opinbera:
Aldrei má ráða karla í störf hjá hinu opinbera, sæki kona um. Sæki engin kona um starfið skal auglýsa aftur og svo oft sem þarf til að tryggja konu í starfið. Verði því ekki við komið skal beita þeim ráðum sem best duga.
Það er svo vægast sagt stórfurðulegt að sjá fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem kölluðu ekki allt ömmu sína í pólitískum embættisveitingum og gengu oftar en ekki þvert á matsnefndir og álitsgjafa, jafnvel þvert á álit Hæstaréttar, stíga fram núna, berja sér á brjóst af heilagri vandlætingu og kasta steinum í þá konu sem öðrum fremur hefur þokað jafnréttismálum á Íslandi fram á veg.
Þekkist eitthvað aumara?
Veit varla hvaðan á mig stendur veðrið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.3.2011 kl. 00:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Hér er farið gróflega yfir strikið...
24.3.2011 | 20:33
...í fordómum og hreinu bulli. Ótrúlegt að þessi auglýsing hafi verið bönnuð. Það er ekkert í þessu myndbandi sem gæti hugsanlega sært fólk sem hefur smá snefil af eðlilegri heilastarfsemi.
Ögrandi auglýsing bönnuð í sjónvarpi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hefur þjóðin næga lyst á list?
24.3.2011 | 19:05
Það er ekkert sem gefur tilefni til að ætla, þegar nýjabrumið verður farið af Hörpunni, að aðsókn í þá liststarfsemi sem þar fer fram, verði framvegis eitthvað umtalsvert meiri en hún er í sömu list í dag.
Ég held að menn ættu að halda sig á jörðunni og sjá hvernig mál þróast með aðsókn í Hörpuna áður en stokkið verður til og hafnar framkvæmdir við stækkun bílastæða og tilheyrandi gatnagerð, sem kannski verður ekki nein þörf fyrir, er frá líður.
Húsið, bygging þess, staðsetning og hugmyndafræðin öll að baki því, er stórslys í öllum skilningi. Það er glæpsamlegt, liggur mér við að segja, að bera það á borð fyrir þjóðina að húsið verði sjálfbært. Engin bygging á Íslandi sem hýsir liststarfsemi rekur sig og sína starfsemi sjálf. Þetta hús verður, því miður ekki bara baggi, heldur klafi á þjóðinni um ókomna tíð.
Setja á fót starfshóp um skipulag við Hörpu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Af fýlunni má þekkja þá
24.3.2011 | 17:52
Maður hefði nú haldið að hægribloggarar myndu fagna þessum skatta-lækkunaráformum, svo mög sem þeir hafa hamast gegn hækkuðum sköttum. En það er öðru nær, þeir eru hundfúlir, beinlínis argir, rétt eins og glæpnum hafi verið stolið frá þeim.
Grey skinnin, ætli séu verkir með þessu?
Stefnt að lækkun skatta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Öðruvísi mér áður brá
23.3.2011 | 16:04
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir stöðu Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, ekki aðeins neyðarlega heldur grafalvarlega.
Eru ekki fleiri en ég sem lyfta brúnum og finnst það ofurlítið neyðarlegt þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, grafalvarleg í fasi, stendur upp á Alþingi og veitir öðrum þingmönnum siðferðisádrepur?
Grafalvarleg staða ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Vegurinn til framtíðar
23.3.2011 | 15:07
Atla Gíslasyni urðu á mistök á blaðamannafundi þeirra Lilju, þegar hann sló sjálfan sig til riddara með dramatískri yfirlýsingu að hann hefði vandlega íhugað að segja jafnframt af sér þingmennsku og það væri álitlegur kostur. Í kjölfar þeirrar yfirlýsingu Atla komu svo áskoranir frá svæðafélögum VG í Suðurkjördæmi um að hann gerði einmitt það.
Ásakanir Atla um að forysta VG hafi pantað áskoranir svæða- félagana er stórundarleg en samt rökrétt framhald á fyrri mistökum hans. Ljóst má vera að Atli ætlar ekki að leita sátta og auka samlyndi innan VG í bráð, hafi hann val um annað.
Atli er með þessum ásökunum klárlega að reyna að réttlæta þá ákvörðun sína að víkja ekki af þingi, ákvörðun sem hann hafði örugglega tekið áður en hann yfirgaf þingflokk VG og boðaði blaðamenn á sinn fund.
Segir forystu VG hafa beðið um áskoranir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þráinn Bertelsson er illa fenginn
22.3.2011 | 21:24
Ég er alveg sammála því yfirgefi þingmenn þann flokk sem þeir voru kosnir fyrir á þing þá beri þeim að víkja af þingi og næsti maður á listanum komi inn á þing í staðin. Það hefur nokkuð verið um að þessi krafa sé gerð á Atla, að hann víki, en hvað með Lilju má hún sitja?
Svo er vert að hafa það í huga að áður en menn hrópa sig hása í svæðafélögum VG að Atli og Lilja víki af þingi, þá þarf VG fyrst að skila einum þingmanni.
Þráinn Bertelsson er illa fenginn, hann var ekki kjörinn á þing fyrir VG.
Rétt að Atli víki af þingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Rekin úr nefndum?
22.3.2011 | 10:06
Hefur það ekki enn borist upp á ritstjórn Moggans að það voru Atli og Lilja sem sögðu sig úr þingflokki VG og þar með sjálfkrafa úr nefndum á vegum þingflokksins? Atli og Lilja sögðu það sjálf á blaðamannafundinum, var Mogginn ekki með blaðamann þar?
Núna eru Atli og Lilja orðin íhaldinu gagnslaus til niðurrifs innan VG, því munu ekki líða margir dagar þar til þau verða tekin niður af átrúnaðar- og dýrkunaraltari Moggans og verða aftur á síðum blaðsins gömlu, þreyttu og einskisnýtnu kommarnir sem íhaldið telur ekki hlandi á eyðandi.
Þá er hætt við að Lilju og Atla verði kalt, ein úti í horni, áhrifalaus og vonsvikin eftir að hafa pissað í skóinn sinn. Þó það hafi yljað um stundarsakir þá kólnar hlandið hratt þegar þau geta ekki lengur baðað sig í skjalli og falsi íhaldsins.
Rekin úr nefndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)