Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011

Stuðningur Lilju og Atla við ríkisstjórnina eykst!

Tvíeykið Lilja og Atli hafa sagt sig formlega úr þingflokki VG, þingflokki sem þau hafa verið í virkri andstöðu við  og ríkisstjórnina sem var mynduð með þeirra samþykki.

Rétt eins og Pílatus þvoði hendur síar forðum þá kannast Lilja og Atli ekki lengur við aðild sína að  stjórnarsáttmálanum,  sem þingflokkur VG samþykkti í fagnaðarvímu yfir myndun fyrst hreinu vinstristjórnarinnar á Íslandi.

Atli segist maður málamiðlana, svona  er hans málamiðlun. Lilja tilgreindi, sem eina af ástæðum úrsagnar að ríkisstjórninni hefði mistekist að koma á kynjaðri hagstjórn á Íslandi!

Lilja og Atli sögðu bæði að sterklega hefði komið til greina að segja af sér þingmennsku, en þar sem þau ættu svo brýnt erindi á Alþingi þá hefði það ekki verið valkostur.

Þau ætla framvegis að styðja ríkisstjórnina í góðum málum, þannig að stuðningur þeirra við ríkisstjórnina hefur aukist eftir úrsögnina, ef eitthvað er. Hvort það er fagnaðarefni er önnur saga.

  


mbl.is Ætla ekki að styðja stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vertíðin er hafin

Þá er fermingarvertíð prestanna hafin. Árlegar fermingar eru prestunum í fjölmennum sóknum sem heilög vertíð, Guðsgjöf nánast!  Það er bitur reynsla margra að þessir  ríkisstarfsmenn,  þjónar kirkjunnar, hreyfi vart legg né lið í þágu safnaðarbarna sinna, nema fá fyrir það sérstaklega greitt. Þó er það vafalaust misjafnt eins og prestarnir eru margir.

250 börn fermast í Grafavogskirkju þetta árið að sögn eins prestsins í þeirri sókn. Gjaldtaka fyrir hvert fermingarbarn er samkvæmt gjaldskrá Innanríkisráðuneytisins fyrir aukaverk presta, kr. 9.300,- sem gerir 2.325.000,-  í fermingabónus fyrir þá kirkju eina, þetta árið, þá eru önnur prestverk ótalin í þeirri sókn.

Ég ætla að leyfa mér að efast um að þessi opinbera gjaldskrá ráðuneytisins sé alfarið ráðandi við gerð reikninga. Nýlega heyrði ég í útvarpi frásögn manns sem fékk reikning fyrir útför náins ættingja. Þar var, auk annarra þátta, rukkað sérstaklega 8000,- kr fyrir akstur prestsins í sambandi við jarðaförina. Þetta var þrátt fyrir að reikningsgreiðandinn hefði sjálfur sótt prestinn og ekið honum heim að athöfninni lokinni. Þegar hann spurðist fyrir hverju þetta sætti var svarið að um staðlaðan reikning væri að ræða!

Hvað ætli margir syrgjendur greiði slíka staðlaða reikninga án athugasemda?

Hvað ætli stórt hlutfall af þessum aukagreiðslum til presta rati inn á skattaskýrslur? Hvað ætli margir gefi skattinum upp þessar aukagreiðslur,  sem ég held að séu oftar en ekki  reikningslaus viðskipti.


mbl.is Fermt í Grafarvogskirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Marklaus undirskriftasöfnun?

Þegar farið er inn á undirskriftasöfnunina  börn.is þá er beðið um nafn, kennitölu, tölvupóstfang og póstnúmer.

A.h!, hugsaði ég með mér, úr því beðið er um póstnúmer þá er meiningin að útiloka að fólk utan Reykjavíkur taki þátt í þessari undirskriftasöfnun!

Ég ákvað samt að prufa, fyllti út fullt nafn og rétta kennitölu að sjálfsögðu, ásamt póstnúmerinu 240 í Grindavík,  ýtti á enter og viti menn þetta rann í gegn.

Ég er þar með bókaður sem fullgilt foreldri í Reykjavík, æfur út í áætlanir borgarstjórnarinnar til sparnaðar í rekstri.

Ég fer þess á leit að síðan fjarlægi nafn mitt af henni og vandi vinnubrögðin.

Því má bæta við að þó söfnunaraðilar muni þurrka út öll póstnúmer utan Reykjavíkur, telji þeir þau ekki einfaldlega góðra gjalda verð,  má með þessu forriti hanna nánast hvaða nafn sem er með „réttri kennitölu“  við hvaða póstnúmer í Reykjavík sem verkast kann.

Spurningin er, verður listinn sannreyndur?  

 

 


mbl.is 719 undirskriftir komnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er ekki spurning....

Simonaað fleiri en Simonu, "verkjar" í þessi brjóst!

.

.

 


mbl.is Brjóstunum að kenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Virkilega sjúkt

Þegar Browning M1911 handbyssan hefur fengið þann virðingarsess að vera opinber byssa Utah fylkis þarf hún þá ekki að vera til á hverju heimili og minnst ein á mann?

Hvað kemur  næst hjá þeim í Utha, fylkismorðinginn eða fylkisnauðgarinn?

 


mbl.is Utah velur ríkisskotvopn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílík reisn!

Ætlar því  ofbeldi, sem framið var á Breiðavíkur börnunum aldrei að ljúka. Lagt var upp með í uppgjöri þessa leiðindamáls að einskonar „þjóðarsátt“ yrði gerð um mannsæmandi bætur til þolenda ofbeldis og ranginda þessa alræmda „unglingaheimilis“.

En nú virðist, með úrskurði úrskurðanefndarinnar, sem salti hafi verið stráð í sár þeirra sem enn lifa af „viðskiptavinum“ þessa Dachau Íslands.

Til að bíta hattinn af skömminni taka þessir „eðal“  úrskurðarnefndarmenn sér hærri þóknun fyrir viðvikið, en þeir telja hæfa sem bætur til barnanna sem máttu þola áralanga niðurlægingu, misþyrmingarnar, nauðganir og ....og....!

Þvílík reisn er yfir sessu máli og meðferð þess!

Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því, að Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra láti þessa skömm standa!

Veði það niðurstaðan, er hún Jónanna mín sem áður var, mér endanlega horfin.

  


mbl.is Nefndarmenn fá meira en þolendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mistök eru ekki valkostur

Uppáhaldsatriðið mitt úr myndinni Apollo 13

...og annað ekki verra

 


Landeyja-lotterí

Siglingastofnun ætlar að birta spár um næsta líklega opnunardag Landeyjahafnar á sínum vef og líka á vef Herjólfs. Þetta er gert af ósk Eyjamanna, sem finnst þeim ekki berast fréttir af lokun hafnarinnar nægjanlega ört.

Höfnin er lokuð í dag, hún var það líka í gær ,  í fyrradag, í síðustu viku. Svei mér ef ekki þarf að leita til elstu manna til að vita hvenær Herjólfur náði að skjóta sér síðast inn í höfnina á milli lokana!

Ekki þarf ekki að segja mér nema einu sinni að höfnin sé lokuð og verði það um óákveðin tíma, þarf ekki að heyra það aftur á morgun eða oft á dag. Þetta er auðvitað viðkvæmt mál fyrir Eyjamenn  og beiðni um tíðari fréttir hljómar nánast eins og ósk um einelti.

Væri ekki kjörið fyrir Siglingastofnun að stofna veðbanka, Landeyja-lotterí, þar sem hægt væri að veðja á næsta opnunardag og hve margar ferðir Herjólfur nái að fara áður en sandurinn, sem mokað var út í dag hefur skilað sér aftur inn í höfnina. Fyrir hagnaðinn af lottiríinu mætti moka í nokkrar fötur af sandi, jafnvel daglega.


mbl.is Litlar líkur á að Landeyjahöfn opnist fyrir 1. apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær má og hvenær ekki?

Fráleitt og seint verð ég talin stuðningsmaður einræðisfanta á borð við Gaddafi Líbýueiganda. En stöldrum aðeins við og horfum til baka, hvað er að gerast í Líbýu?

Er ekki hafin bylting í Líbýu? Síðan hvenær hefur það verið talið óeðlilegt að yfirvöld í viðkomandi landi geri viðeigandi ráðstafanir til að bæla slíka uppreisn niður? Hvað myndu Frakkland, England, Bandaríkin eða Rússland gera í þannig uppákomu?

Er Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að segja að framvegis verði allar uppreisnir gegn ríkjandi stjórnvöldum bannaðar? Verða byltingar framvegis bannaðar, góðar byltingar jafnt sem slæmar?

Get ég treyst því, að hefji ég á morgun uppreisn gegn íslenskum stjórnvöldum, að NATO komi mér til hjálpar og banni íslensku lögreglunni að amast við uppreisninni, að viðlagðri refsingu? 


mbl.is Öryggisráðið heimilar loftárás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mulningur #62

Hannes, sem var sköllóttur og með staurfót fékk boð á grímuball frá fyrirtækinu sem hann vann hjá. Hvernig sem Hannes reyndi að upphugsa búning komst hann ekki að neinni niðurstöðu. En þá datt Hannesi í hug að ráðfæra sig við búningaleigu og  hann settist við tölvuna sendi leigunni tölvupóst og óskaði eftir tillögum frá þeim, sem gæti falið á honum skallann og staurfótinn. Hannes fékk að vörmu spori svar frá búningaleigunni:

Kæri herra,

Við leggjum til að þú farir sem sjóræningi. Sjóræningjahatturinn mun auðveldlega fela á þér skallann og staurfóturinn mun smellpassa við búninginn.

Hannesi fannst það satt að segja hræðileg móðgun að þeir ætluðu að nýta fötlun hans í búninginn. Hann settist við tölvuna og skrifaði frekar harðorðan svarpóst til búningaleigunnar. Von bráðar fékk hann svar, annan tölvupóst:

Kæri  herra,

Afsakaðu þetta með staurfótinn. Ef við hefðum vitað að þetta væri svona viðkvæmt, þá hefðum við strax lagt til að þú færir sem munkur. Munka kufl er svo síður að hann felur staurfótinn og með skallann, þá lítur þú út alveg eins og alvöru munkur.

Núna trompaðist Hannes gersamlega og skrifaði virkilega harðorðaðan kvörtunarpóst til bölvaðrar búningaleigunnar. Fyrst hæðist þið að staurfætinum og nú leggið þið til að ég noti skallann á mér sem hluta  búningsins. Ykkur er ekki viðbjargandi. Nokkrum mínútum síðar fékk hann enn einn póstinn frá búningaleigunni:

Herra,

Finndu stóra fötu af karamellu. Helltu karamellunni yfir sköllóttan hausinn á þér, stingdu staurfætinum upp í rassgatið á þér og farðu sem sleikipinni !

  

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband