Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011
Misskilin atkvæði?
17.3.2011 | 00:50
Ég hef látið hafa eftir mér á blogginu að ég telji það ótækt að sjómenn á frystitogurum sem fóru á sjó áður en utankjörfundar- atkvæðagreiðslan hófst 16. mars og koma ekki í höfn fyrr en að loknum kjördegi, séu beinlínis sviptir atkvæðisrétti.
Það hef ég meint út í ystu fingurgóma og því gagnrýnt það af fyllstu sannfæringu.
Í þessu óefni hef ég eignast óvæntan bandamann, fjandvinur minn Jón Valur Jensson hefur ekki dregið af sér og óskapast einhver ósköpin, eðlilega, yfir þessu mannréttindabroti gegn sjómönnum og farið mikinn á bloggum sínum og hist og her.
En Jóni vini mínum yfirsést í einu mikilvægu atriði, þ.e.a.s. laun frystitogarasjómanna eru gengistengd. Það þýðir með öðrum orðum að falli gengi krónunnar, þá hækka laun sjómannanna lóðbeint í krónum talið, sem gengisfallinu nemur.
Hvað gerist verði Icesave fellt, jú þá fellur krónan, allir gera ráð fyrir því.
Hvað gerist þá? Jú laun sjómanna sem eru á gengistryggðu kaupi hækka sjálfkrafa! Eru þeir sem við slíkt kerfi búa líklegir til að ganga gegn slíkum freistingum?
Er Jón Valur, að þessu athuguðu, enn harður á því að fá þessi atkvæði í land?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Jón Valur er manna vísastur....
16.3.2011 | 23:06
Svo fylgir hann því úr hlaði með þeim fullyrðingum og ranghugmyndum að skoðanakannanir haturs útvarps þeirra Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar, sem nefnist Útvarp Saga, séu marktækastar allra kannana.
Enda má til sannsvegar færa að skoðanakannanir á þeirri útvarpsstöð hafi aldrei brugðist sínum tilgangi.
Mjótt á mununum um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Segjum við Líbýu stríð á hendur?
16.3.2011 | 19:59
Boðað hefur verið til utandagskrárumræðu á Alþingi á morgun um ástandið í Líbýu, væntanlega til að leiða það leiðindavandamál til lykta eða finna á því varanlega lausn. Í umræðunni munu vísdómsbrekkurnar á Alþingi eflaust segja Gaddafi til syndanna og leggja honum línurnar.
Framsóknarflokkurinn sem er umræðubeiðandi mun væntanlega leggja til, láti Gaddafi ekki undan síga eftir ályktanir Alþingis, að herveldið Ísland segi Líbýu stríð á hendur, í anda goðanna Halldórs og Davíðs, sem að þjóðinni forspurðri, töldu stríðsþátttöku Íslands ekki meira mál en val á morgunmat þann daginn til lausnar á Saddam vandamálinu.
Rætt um Gaddafí á Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 20:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Leggur vísindakirkjan línurnar?
16.3.2011 | 17:30
Þessi uppeldis uppskrift er væntanlega forskrift vísinda- kirkjunnar að góðu barnauppeldi, hvar frú Holmes og Tóma Krúsin, maður hennar, eru virkir og digrir limir.
...Lætur Suri vaka lengi og gefur henni dónanammi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 17:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mulningur #61
16.3.2011 | 14:58
Hannes fékk páfagauk í afmælisgjöf en komst fljótt að því að gaukurinn var með afbrigðum skapvondur og orðljótur. Hannes gerði allt sem honum datt í hug til að venja fuglinn af þessum ósið, hann var sjálfur ekkert nema kurteisin og við fuglinn og spilaði hugljúfar ballöður fyrir hann og reyndi með því að sýna honum gott fordæmi. En ekkert gekk upp.
Hannes prófaði að skamma fuglinn, sem svaraði honum aðeins fullum hálsi. Hann hristi búrið en gaukurinn varð bara enn skapverri og orðljótari við það. Hannes vissi nú ekki sitt rjúkandi ráð og í örvæntingu sinni tók hann fuglinn og setti hann í frystikistuna.
Í smá stund heyrðust ógurleg læti úr kistunni, fuglinn sparkaði, gargaði og bölvaði -- en skyndilega datt á dúnalogn og ekki eitt einasta hljóð heyrðist í drjúgan tíma. Hannes óttaðist að hann hefði skaðað fuglinn og opnaði kistuna í hasti. Páfagaukurinn var hins vegar hinn spakasti og steig upp á útrétta hönd Hannesar og sagði:
"Að undanförnu hefur hegðun mín og orðbragð ekki verið til eftirbreytni og sennilegast hef ég móðgað þig. Ég mun þegar í stað taka mig rækilega á og breyta þessari hegðan minni. Mér þykir verulega leitt hvernig ég hef látið og bið þig innilega fyrirgefningar."
Hannes varð orðlaus af undrun og var um það bil að stama upp spurningu, hvað hefði valdið hugafarsbreytingu gauksa, þegar páfagaukurinn hélt áfram:
"Bara svona fyrir forvitnisakir, án þess að ég ætli að gera mál úr því, hvað gerði kjúklingurinn í frystikistunni eiginlega af sér?"
Mulningur | Breytt s.d. kl. 14:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Íslenskt carnival í Vín
15.3.2011 | 15:12
Jón Gnarr gerir það ekki endasleppt. Hann er þessa dagana í Austurríki að tala endanlega niður álit þarlendra á mörlandanum. Það er mjög misráðið af Jóni og öðrum stjórnmálamönnum Íslenskum að tala niður framtíð Íslands verði Icesave fellt. Slíkt tal skaðar enga nema okkur sjálfa. Það gerir vanda málið aðeins stærra og illviðráðanlegra verði samningurinn felldur, sem getur allt eins orðið.
Jón Gnarr ætlar blessunarlega ekki að fara í landsmálin, þrátt fyrir fáheyrðar vinsældir, hann ætlar að einbeita sér að Reykjavík. Nema auðvitað ef ríkisstjórnin fellur þá ætlar hann að yfirgefa borgina sína góðu og alla aðdáendur og forða sér til Grænhöfðaeyja.
Ég hygg að Grænhöfðar muni seint kunna okkur þakkir fyrir þá sendingu.
Ég var í fyrstu jákvæður gagnvart Jóni og Bestaflokknum, vildi gefa þeim séns og taldi að Jón Gnarr myndi fljótlega leggja trúðinn Jón á hilluna og taka til við stjórn borgarinnar. En það er orðið fullljóst að milli þeirra tveggja verður ekki skilið.
Bölsýnn borgarstjóri í Vín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Ameríski draumurinn
15.3.2011 | 11:34
Það vantar ekki að Bandaríkjamenn hafi lausnirnar á takteinum til úrbóta á helstu þjóðarskömm og ómenningu þess annars ágæta samfélags.
Það virðist einu gilda hversu hryllilegar og ógnvekjandi fréttir berast af reglubundnum byssubardögum og fjölda- morðum í skólum og víðar, lausn á vandanum er alltaf ein og sú sama, að fjölga byssum í umferð og rýmka heimildir til vopnaburðar.
Það er afar ólíklegt að það hefði bjargað þingkonunni Gabrielle Giffords, nema síður væri, þótt hún hefði haft byssur í hulstrum á báðum mjöðmum og krosslagt skotbelti yfir brjóstin. Hefði hún náð að rífa upp hólkana, hefði kúlunum í umferð aðeins fjölgað með auknu mannfalli.
Það stefnir allt í það að villta vestrið verði endurvakið með öllum sínum rómans.
Þingmenn vilja ganga með byssur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 12:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Ætla Jóhanna og Steingrímur að stela 192 milljónum?
14.3.2011 | 21:39
Hver á peningana?
14.3.2011 | 19:44
Þess er krafist af saksóknara að Baldur Guðlaugsson fyrrverandi ráðuneytisstjóri verði dæmdur til tveggja ára fangelsis fyrir innherjasvik og að hagnaður hans af sölu hlutabréfa hans í Landsbankanum rétt fyrir fall bankanna, samtals 192 milljónir verði gerðar upptækar.
Flest sem fyrir almenningsjónir hefur komið í þessu máli bendir til að Baldur sé sekari en andskotinn, og hafi á sviksamlegan hátt selt þriðja aðila hlutabréf sín í Landsbankanum, sem Baldur vissi manna best að væri að falla.
En halló, halló, halló, getur ríkið gert söluþýfið upptækt, dæmt durginn í tukthús en stungið þýfinu í ríkiskassann og sagt málinu sé þar með lokið?
Ef sannað þykir fyrir dómi að Baldur hafi með sviksamlegum hætti blekkt þriðja aðila til kaupanna, ber þeim aðila þá ekki bæði siðferðislega og réttarfarslega að fá svikin bætt og sína peninga til baka eða getur ríkið hirt peningana, rétt si svona og látið svikna kaupandann þannig borga sekt Baldurs?
Ég bara spyr!
Krefst tveggja ára fangelsis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Aumt er það í Svíþjóð, en aumara hér
14.3.2011 | 17:55
Aðeins þriggja ára fangelsi fær þessi sænski viðbjóður fyrir ítrekaða misnotkun á fimm ára stúlku, sem konunni hans, dagmömmunni, var treyst fyrir. Mann fýlan var að auki dæmd til að greiða fórnarlambinu 130.000 sænskar krónur í skaðabætur, eða 2.370.000,- íslenskar!
Þótt þessi sænski skíthæll sleppi býsna vel hefði hagur hans verið enn betur tryggður hefði hann brotið af sér hér á landi, því íslenska dómskerfið hefði talið dóm hans hæfilegan eitt til tvö ár, með lausn eftir níu til 18 mánuði og dæmt hann til greiðslu einhverra örfárra hundrað kalla, ef misnotkunin hefði á annað borð verið metin til fjár.
Aumir eru Sænskir, en í við tökum þeim fram í þessu sem öðru, enda í hverju skerum við Íslendingar okkur ekki úr?
Misnotaði barn sem var í pössun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 17:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)