Færsluflokkur: Mulningur

Mulningur 75 - Þegar öll sund virðast lokuð...

 ...er hollt að hafa í huga að ekkert er svo slæmt að það geti ekki versnað!

img012

Mulningur # 74 - Megrunin

Ég var að byrja í nýju megrunarprógrammi og er búinn að fara tvisvar. Þræl virkar. 

Vinstri smellið á myndina til að stækka hana og svo aftur til að stækka hana meira.

 

megrun


Mulningur #73

Axel, átta ára dóttursonur minn, var að hugga Benjamín, litla bróður sinn, sem lá veikur og þurfti að fá hita- og verkjastillandi stíl. Til að hafa ofanaf fyrir Benjamín á meðan stílnum var komið fyrir sagði nafni honum brandara.

„Banani og sígaretta voru að tala saman.

-Veistu hvað mennirnir gera við okkur banana?- Sagði bananinn.

-Nei- sígarettan vissi það ekki.

-Fyrst rífa þeir utan af okkur húðina og síðan éta þeir okkur- sagði bananinn.

-Veistu hvað mennirnir gera við okkur?- sagði sígarettan.

-Nei-, bananinn vissi það ekki.

-Fyrst kveikja þeir í hárinu á okkur og svo sjúga þeir á okkur rassgatið!-“ 


Mulningur #72 - Frábær saga

Ég tók mér það bessaleyfi að taka traustataki eftirfarandi sögu úr hinni frábæru bók Gísla Rúnars Jónssonar, -Ég drepst þar sem mér sýnist-, sem kom út fyrir síðustu jól. Ég hvet alla til að reka nefið í þessa frábæru bók.

„Þegar uppgangur avant-garde leikhúsa var sem mestur á öndverðum sjötta áratugnum, lögðu fáeinir landar okkar stund á dramatískt fræðinám í evrópskum menningarborgum. Meðal þeirra voru tvö upprennandi leikskáld, þeir Erlingur Ebeneser Halldórsson og Jökull Jakobsson. Sóttu þeir fyrirlestra í háskóla í Vínarborg. Sagan segir að einu sinni sem oftar hafi þeir brugðið sér í leikhús til að sjá eitthvað  sem væri framandlegt og helst nógu absúrd.

Fyrir valinu varð leikrit sem fært var upp í hræmulegri kjallarakompu, en samkvæmt umsögnum í blöðum var áhorfendum heitið stórbrotnum nýungum. Áður en námsmennirnir ungu heiðruðu leikhúsið með nærveru sinni, brugðu þeir sér á knæpu og kneyfðu ótæpilega. Og svo héldu þeir af stað til að sjá fáránleikaverkið.

Sýningin var ekki hafin þegar Vínarvínið fór að þrengja að blöðru Jökuls. Sá hann sitt óvænna, og fór á stjá til að finna klósett. Ekki hafði hann um það nein orð við Erling, sem var búinn að setja sig í svo einbeittar undirbúningsstellingar fyrir nýjungarnar, að hann hafði tapað tengslum við salinn.

Þegar Jökull kom fram, gat hann hvergi komið auga á nokkuð það sem benti til þess að þar væru salerni. Þó kom hann auga á dyr, sem honum þóttu líklegar, gekk inn en þá tók við langur og dimmur rangali. Þegar hann var komin ganginn á enda sá hann djarfa fyrir ljósi skammt undan, gekk á skímuna og kom þá inn í dimma herbergiskompu. Þar í horni var stór blómapottur með ræfilslegri hitabeltisjukku, en annað var þar ekki.

Og nú voru góð ráð dýr. Þó ekki óviðráðanlegri en svo að leikskáldið afréð, að virkja blómapottinn tímabundið til afrennslis. Þegar hann hafið millifært afstandsskammtinn, hraðaði hann sér til baka inn í salinn og settist.

Þá hallaði Erlingur sér að honum og hvíslaði: „Þú misstir af einhverju því mest absúrd upphafsatriði sem ég hef á ævinni séð í leikverki; ljósin voru varla komin upp, þegar maður gekk inn á sviðið, meig í blómapott og gekk síðan út aftur.““

.

.

Vinsamlegast kíkið á könnunina hér til vinstri!

   


Mulningur #71 - Spakmæli dagsins

 Í bloggfærslu einni í dag veltir höfundur fyrir sér hvort verið geti að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sé komin með Alzheimer.

Athugasemd við þessa færslu er tvímælalaust speki dagsins og tær snilld!

 

„Er ekki komin tími til að hún fari að sína okkur læknisvottor að hún gangi heil til sjávar í hausnum,“

 

Þennan snilling á strax að setja á listamannalaun!

 

Mulningur # 70

Gömul kona er stöðvuð af mótorhjólalögreglu fyrir of hraðan akstur.

Gamla konan: Er eitthvað að hr. lögregluþjónn?

Löggan: Já frú mín, þú ókst allt of hratt!

Gamla konan: Þú segir ekki?

Löggan: Get ég fengið að sjá ökuskírteinið?

Gamla konan: Nei, ég hef það ekki, þið eruð með það.

Löggan: Erum við með það?

Gamla konan: Já þið tókuð það af mér fyrir fjórum árum, fyrir ölvunarakstur.

Löggan: Ég skil, get ég fengið að sjá skráningarskírteinið?

Gamla konan: Nei það getur þú ekki.

Löggan: Af hverju?

Gamla konan: Af því að ég stal bílnum.

Löggan: Ha, stalstu bílnum?

Gamla konan: Já og ég drap eigandann og brytjaði hann niður.

Löggan: ÞÚ GERÐIR HVAÐ?

Gamla konan: Drap hann og búkurinn af honum er niðurbrytjaður í plastpoka í skottinu, ef þú vilt sjá hann.

Lögregluþjónninn horfir smástund rannsakandi á gömlu konuna og kallar að því búnu eftir liðsauka, greinir frá aðstæðum og bíður svo átekta.  5 mínútum síðar koma fimm lögreglubílar á útopnu á svæðið og víkingasveitin undir alvæpni umkringir bílinn. Fyrirliði þeirra kemur að bíl gömlu konunnar.
 

Víkingasveitarforinginn: Gjörðu svo vel að stíga út úr bílnum kona góð!  

  

Gamla konan stígur út úr bílum: Er eitthvert vandamál ungi maður?

Víkingasveitarforinginn: Lögreglumaðurinn hér á vettvangi segir að þú hafir stolið bílnum og myrt eiganda hans.

Gamla konan: Jæja segir hann að ég hafi stolið bílnum og myrt eigandann? Hann er ekki með öllu mjalla maðurinn.  

Víkingasveitarforinginn: Já hann segir það og að eigandi bílsins sé niðurbrytjaður í skottinu, vildir þú vera svo væn að opna skottið?

Gamla konan opnar skottið, sem reynist galtómt og segir: Og hér er skráningarskírteinið og  ökuskírteinið mitt.

Víkingasveitarforinginn: En lögreglumaðurinn fullyrðir að þú hafir ekki ökuleyfi,  ekkert skráningarskírteini og hafir stolið bílnum og sért með niðurbrytjað líkið af eiganda bílsins í skottinu, getur þú útskýrt það?

Gamla konan: Nei það get ég svo sannarlega ekki, en það kæmi mér ekki á óvart að fíflið héldi því líka fram að ég hafi ekið of hratt. 

 


Mulningur # 68 - Að sofa á píkunni

Börnin eru tvímælalaust það dásamlegasta sem lífið býður uppá.  Sakleysi þeirra og hreinskilni framkallar oftar en ekki þvílíka gullmola í orðum að fyllilega er til jafnað með mestu hugsuðum mannkyns.

Dóttursonur minn Axel, 7ára gisti hjá langömmu sinni fyrir stuttu. Þau voru að búa sig í háttinn og amman var að klæða sig í náttföt.

Nafni horfir á langömmu sína smá stund og segir síðan íbygginn á svip:  „Amma af hverju sefur þú ekki á píkunni eins og hin amma mín?“


Mulningur #67

telefonRing! Ring!

Halló?
Hæ, elskan, þetta er pabbi, er mamma þarna?
Nei, pabbi, hún er uppi í svefnherbergi með Kalla frænda.

Eftir smá þögn segir pabbi: En þú átt engan Kalla frænda, elskan!
Jú víst, mamma segir það, og þau eru saman uppi í herbergi núna!

Hmm, allt í lagi, ég vil að þú gerir svolítið fyrir pabba, leggðu frá þér símann, bankaðu á svefnherbergisdyrnar og kallaðu til mömmu og Kalla frænda að þú hafir séð bílinn hans pabba koma heim.
Allt í lagi, pabbi.

Nokkrum mínútum síðar kemur stúlkan aftur í símann.
Ég gerði eins og þú sagðir, pabbi.
Og hvað gerðist? spyr pabbi.
Mamma stökk allsber fram út rúminu og hljóp öskrandi út úr herberginu en hrasaði í mottunni og datt út um gluggann, hún liggur hreyfingarlaus úti í garði núna....

Guð minn góður, en hvað með Kalla frænda?
Hann stökk allsber út úr rúminu og stökk út um gluggann og lenti í sundlauginni. Verst að þú lést tæma hana um helgina til að láta þrífa hana. Hann liggur þar steindauður.

Eftir smá þögn segir pabbi hikandi: Sagðir þú sundlaug? ...............Er þetta ekki 322-3222 ?

   

Mulningur #66

Hannes litli var aðeins farinn að velta fyrir sér lífinu og tilverunni og einn daginn fór hann til pabba síns og spurði hann:  Hvað eru stjórnmál?

Pabbi hans svaraði: Jú sjáðu til, það er kannski best að ég útskýri það á þennan hátt:  Ég vinn fyrir fjölskyldunni og þess vegna skulum við kalla mig Auðmagnið. Mamma þín stýrir heimilinu og ræður útgjöldunum og þess vegna skulum við kalla hana Stjórnvöld.

Við erum til þess að sinna þörfum þínum svo við skulum kalla þig Fólkið.Við getum síðan haldið áfram og kallað barnfóstruna Öreiga. Litla bróður þinn skulum við kalla Framtíðina.   

Farðu nú og veltu þessu fyrir þér og athugaðu hvort þetta kemur ekki heim og saman. Hannes litli fór í háttinn og hugsaði stöðugt um það sem pabbi hans sagði honum.   

Um nóttina vaknar Hannes upp við grátinn í bróður sínum. Þegar hann kemur inn í herbergi hans finnur hann fljótt að bleian hans er blaut og mikil fýla af henni. Hann fer inn í svefnherbergi foreldra sinna og finnur mömmu sína sofandi. Þá fer hann að herbergi barnfóstrunnar og finnur að hurðin er læst.

Hannes kíkir inn um skráargatið og sér föður sinn í rúminu með barnfóstrunni.   Að lokum gafst Hannes litli upp og fór aftur í herbergi sitt og sofnaði. Næsta morgun segir hann við föður sinn.

Pabbi, ég held núna að ég skilji hvað stjórnmál ganga út á. Gott segir faðirinn, segðu okkur frá því.   Þá sagði Hannes litli:  Jú sjáðu til, á meðan Auðmagnið riðlast á Öreigunum er Ríkisstjórnin steinsofandi. Fólkið er hundsað og Framtíðin er í djúpum skít...  


Mulningur #65

laundry-basket-webFyrir nokkrum árum þegar ég vann upp á Keflavíkurflugvelli heyrði ég skemmtilega sögu úr Keflavík. Þar var þá, og er enn að því er ég best veit, starfrækt fyrirtæki, sem heitir ÞVOTTAHÖLLIN.  Starfsemin snérist rétt eins og nafnið bendir til um þvotta og skylda starfsemi.

Íslendingar hafa í seinni tíð, eðlilega, þótt of fínir til að starfa í slíkum iðnaði. Því hafa útlendingar í auknum mæli mannað þessi störf og þá ekki hvað síst konur ættaðar frá austur-Asíu, sem hafa, því miður,  verið tilbúnar að vinna á lægra kaupi en aðrir landar okkar. Þær, sem fleiri100_1246 innflytjendur,  hafa hinsvegar verið miður kappsamar um að læra hið ylhýra.

Því var það, að Hannes vinur okkar, sem þurfti að láta þvo skyrturnar sínar, vissi ekki hvort hann ætti að gleðjast eða reiðast þegar hann hringdi í Þvottahöllina, í þeim viðskiptaerindum, og mjóróma rödd svaraði:

„TOTTA BÖLLIN !“

   


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband