Færsluflokkur: Mulningur

Mulningur #64 - Áhrifaríkt salerni

Ég bauð mig fram fyrir Alþýðuflokkinn til hreppsnefndar Höfðahrepps (Skagaströnd) 1986. Það var að mörgu að hyggja í kosningabaráttunni, sér í lagi fyrir mig,  nýgræðinginn í pólitíkinni.

Venju samkvæmt  var haldinn framboðsfundur þar sem nokkrir helstu frambjóðendur hvers lista töluðu og reyndu hvað þeir gátu að lokka og laða kjósendur til fylgis við sína lista.

Með mér í framboðinu var Þorvaldur Skaftason sem skipaði 4. sæti listans. Þorvaldi, sem var sjómaður, var eðlilega umhugað um þau mál sem að sjómennsku og hafnarmálum snéru. Þau mál urðu honum því eðlilega að umtalsefni á framboðsfundinum.

Meðal þess sem Þorvaldur hugðist beita sér fyrir voru úrbætur í salernismálum á hafnarsvæðinu, sem voru vægast sagt frumstæðar, eða öllu heldur, engar.

Góður rómur var gerður að máli Þorvaldar, sem m.a. heillaði svo mjög starfsmenn Vélaverkstæðis Karls Berndsen að þeir hófust þegar handa að hrinda þessu kosningaloforði Þorvaldar í framkvæmd, þótt enn væri nokkuð í kosningar. Slíkur var metnaður starfsmanna VKB að þeir höfðu komið upp salernisaðstöðu á hafnasvæðinu fljótlega upp úr hádeginu, mánudaginn efir framboðsfundinn.

Hafnarsalernið

.

.

.

.

.

.

.

Á salernið var fest eftirfarandi vísa:

Ljúfi Valdi líttu á

Láttu ei í þig fjúka.

Hér er svalað þinni þrá

þurfir þú að kúka.

Vísan er eftir Kristján Hjartarson (bróðir Hallbjarnar) 

Engin dæmi önnur þekki ég að kosningaloforð hafi verið efnd af slíkum hraða og það fyrir kosningar,  og þá af öðrum en lofuðu þeim.  

Því miður hafði þáverandi oddviti Höfðahrepps ekki smekk fyrir því framtaki starfsmanna bróður síns að  efna kosningaloforð pólitískra andstæðinga sinna og lét því fjarlægja salernisaðstöðuna í heild sinni. Sumir þola bara ekki mótlæti.

En klósetaðstaðan við höfnina, þótt aðeins stæði einn vordag 1986, virkaði, ég náði kjöri.

  


Mulningur #63

„Halló!, halló!,  læknir þér verðið að koma strax“, æpti Hannes í símann. „Þér verðið að koma í hvelli. Sonur okkar gleypti verju“!

„Svona, svona við skulum taka þessu með ró Hannes minn. Ég kem eins fljótt og ég get“, svaraði læknirinn.

Tveimur mínútum síðar hringdi síminn hjá lækninum aftur. Það var Hannes; „Læknir þér þurfið ekki að koma, þetta reddaðist við fundum aðra“.

 

Mulningur #62

Hannes, sem var sköllóttur og með staurfót fékk boð á grímuball frá fyrirtækinu sem hann vann hjá. Hvernig sem Hannes reyndi að upphugsa búning komst hann ekki að neinni niðurstöðu. En þá datt Hannesi í hug að ráðfæra sig við búningaleigu og  hann settist við tölvuna sendi leigunni tölvupóst og óskaði eftir tillögum frá þeim, sem gæti falið á honum skallann og staurfótinn. Hannes fékk að vörmu spori svar frá búningaleigunni:

Kæri herra,

Við leggjum til að þú farir sem sjóræningi. Sjóræningjahatturinn mun auðveldlega fela á þér skallann og staurfóturinn mun smellpassa við búninginn.

Hannesi fannst það satt að segja hræðileg móðgun að þeir ætluðu að nýta fötlun hans í búninginn. Hann settist við tölvuna og skrifaði frekar harðorðan svarpóst til búningaleigunnar. Von bráðar fékk hann svar, annan tölvupóst:

Kæri  herra,

Afsakaðu þetta með staurfótinn. Ef við hefðum vitað að þetta væri svona viðkvæmt, þá hefðum við strax lagt til að þú færir sem munkur. Munka kufl er svo síður að hann felur staurfótinn og með skallann, þá lítur þú út alveg eins og alvöru munkur.

Núna trompaðist Hannes gersamlega og skrifaði virkilega harðorðaðan kvörtunarpóst til bölvaðrar búningaleigunnar. Fyrst hæðist þið að staurfætinum og nú leggið þið til að ég noti skallann á mér sem hluta  búningsins. Ykkur er ekki viðbjargandi. Nokkrum mínútum síðar fékk hann enn einn póstinn frá búningaleigunni:

Herra,

Finndu stóra fötu af karamellu. Helltu karamellunni yfir sköllóttan hausinn á þér, stingdu staurfætinum upp í rassgatið á þér og farðu sem sleikipinni !

  

Mulningur #61

Hannes fékk páfagauk í afmælisgjöf en komst fljótt að því að gaukurinn var með afbrigðum skapvondur og orðljótur. Hannes gerði allt sem honum datt í hug til að venja fuglinn af þessum ósið, hann var sjálfur ekkert nema kurteisin og við fuglinn og spilaði hugljúfar ballöður fyrir hann og reyndi með því að sýna honum gott fordæmi. En ekkert gekk upp.

Hannes prófaði að skamma fuglinn, sem svaraði honum aðeins fullum hálsi. Hann hristi búrið en gaukurinn varð bara enn skapverri og orðljótari við það. Hannes vissi nú ekki sitt rjúkandi ráð og í örvæntingu sinni tók hann fuglinn og setti hann í frystikistuna.

Mad-Green-ParrotÍ smá stund heyrðust ógurleg læti úr kistunni, fuglinn sparkaði, gargaði og bölvaði -- en skyndilega datt á dúnalogn og ekki eitt einasta hljóð heyrðist í drjúgan tíma. Hannes óttaðist  að hann hefði skaðað fuglinn og opnaði kistuna í hasti. Páfagaukurinn var hins vegar hinn spakasti og steig upp á útrétta hönd Hannesar og sagði:

"Að undanförnu hefur hegðun mín og orðbragð ekki verið til eftirbreytni og sennilegast hef ég móðgað þig. Ég mun þegar í stað taka mig rækilega á og breyta þessari hegðan minni. Mér þykir verulega leitt hvernig ég hef látið og bið þig innilega fyrirgefningar."

Hannes varð orðlaus af undrun og var um það bil að stama upp spurningu, hvað hefði valdið hugafarsbreytingu gauksa,  þegar páfagaukurinn hélt áfram:

"Bara svona fyrir forvitnisakir, án þess að ég ætli að gera mál úr því, hvað gerði kjúklingurinn í frystikistunni eiginlega af sér?"

  


Mulningur #60

Þegar konan kemur heim úr vinnunni, þá liggur Hannes, maðurinn hennar, sem endranær á sófanum fyrir framan sjónvarpið og  horfir á enska boltann.

„Það er mér gersamlega óskiljanlegt Hannes“, segir konan, „að af milljónum sæðisfrumna skulir þú hafa verið sprækastur!“

  


Mulningur #59

-Það fór illa fyrir bindindinu hjá Hannesi vini mínum í gær.

-Nú datt hann í það blessaður?

-Nei ekkert svoleiðis, Hannes sór sig í ævilangt kynlífsbindindi í fyrra eftir að kærastan sagði honum upp, en svo sprakk hann á limminu í gærkveldi.

-Hann hefur þá fallið fyrir einhverri fegurðardísinni, nóg er nú af þeim.

-Nei, nei – hann féll fyrir eigin hendi.

 

Mulningur #57

Prinsinn kom á sveitakránna  eftir reiðtúr í skóginum og virtist hálf leiður. Vertinn spurði hvað væri að.

 „Ég var í reiðtúr  í töfraskóginum þegar ég sá Mjallhvíti liggjandi  á beði úr stráum. Dvergurinn sem gætti hennar sagði að hún svæfi því hún hefði borðað eitrað epli og það væri aðeins hægt að vekja hana með kossi frá mér. Svo ég kyssti hana á kinnina, en ekkert gerðist.“

„Nú“, sagði barþjóninn.

„Þá kyssti ég hana almennilega á munninn.“

„Og hvað, vaknaði hún?“

„Ekkert, það gerðist ekkert, ég ákvað þá að strjúka henni um hárið og áður en varði var ég farinn að njóta ásta með henni. Og allt í einu hrópaði hún. –Já, já, ójá, oohjááá.“

„Virkilega. Það er frábært“, sagði barþjóninn.  „Hún er þá á lífi?“

„Nei,“ stundi prinsinn jafn dapur og áður, „Hún var að feika það.“

  


Mulningur #56

Við hjónaleysin fórum í heimsókn til Ingu dóttur okkar í gær að kíkja á Benjamín litla og hann nafna. Nafni, 6 ára, var að fikta í myndavélinni hennar mömmu sinnar og tók mynd af mér. Ég bað hann að sýna mér myndina, sem hann gerði.

„Þetta getur ekki verið afi, því þessi maður er svo ljótur“.  Sagði ég.

„Afi - þú ert ljótur!“ Svaraði sá stutti.

  

Mulningur #55

·         Hver er munurinn á ljósku og Benz? –Þú lánar ekki Benzinn.

·         Hvaða kostur fylgir því að vera giftur ljósku? - Þá má leggja í bílastæði fatlaðra.

·         Hvernig nærð þú einhentri ljósku niður úr tré? –Þú veifar til hennar.

·         Hvað er merkilegt við ljósku sem gleypir flugu? –Hún með stærri heila í maganum en í höfðinu.

·         Hver er munurinn á ljósku og hraðbanka? –Hraðbankinn á það til að hafna manni stundum.

·         Af hverju hætti ljóskan að nota pilluna? –Hún datt alltaf út.


Mulningur #54

Hannes var þreyttur á leiðinni heim með strætó en hann stóð samt upp fyrir konu sem hlammaði sér í sætið með fyrirgangi og án þess að segja svo mikið sem takk fyrir.

Hannes laut niður að konunni og sagði:

„Það er þitt lán að ég er ekki eins og þeir sem standa bara upp fyrir fallegum konum.“


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.