Mulningur #56

Við hjónaleysin fórum í heimsókn til Ingu dóttur okkar í gær að kíkja á Benjamín litla og hann nafna. Nafni, 6 ára, var að fikta í myndavélinni hennar mömmu sinnar og tók mynd af mér. Ég bað hann að sýna mér myndina, sem hann gerði.

„Þetta getur ekki verið afi, því þessi maður er svo ljótur“.  Sagði ég.

„Afi - þú ert ljótur!“ Svaraði sá stutti.

  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Sonur minn er snillingur. :)

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 6.9.2010 kl. 18:34

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta fannst mér óþarfa hreinskilni Inga, stundum má satt kyrrt liggja.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.9.2010 kl. 21:07

3 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Vorkenni þér ekki neitt. Þetta afsprengi mitt sagði ótrúlegustu hluti um rassinn á mér á meðan ég gekk með bróðir hans.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 6.9.2010 kl. 21:28

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

En það var allt satt, ekki satt?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.9.2010 kl. 22:06

5 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ekki vil ég viðurkenna það. ;)

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 6.9.2010 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband