Færsluflokkur: Mulningur

Mulningur #53

Hvað eru alvarleg vandræði?

 

Þegar maður stendur í biðröð fyrir aftan Móður Teresu á dómsdegi og Guð segir við hana:

„Því miður væna, þú hefðir þurft að gera meira“.

 

Mulningur #52

Eins og glögglega hefur mátt sjá og heyra í fréttum síðustu daga hefur séra Geir Waage ekki ósvipaða sýn á skriftir og kaþólska kirkjan og sagan segir að hann hafi  tekið menn til skrifta hafi eftir því verið leitað.

Kvæntur maður kom að máli við séra Geir og vildi skrifta. Geir varð við því.

„Ég lenti næstum því í ástarsambandi við konu“! Viðurkenndi maðurinn.

„Hvað meinar þú með næstum því?“ Spurði Geir.

„Sko við fórum úr öllum fötunum og nérum okkur upp við hvort annað en þá stoppaði ég, klæddi mig og fór heim til konunnar.“

„Að nudda sér nakinn upp við nakta konu jafngildir því að ganga alla leið“, sagði sérann. „Þú mátt ekki koma nálægt þessari konu aftur. Núna ferð þú með faðirvorið fimm sinnum og setur fimm þúsund kall í söfnunarbaukinn“.

Maðurinn þakkaði Geir, fór með faðirvorið og gekk svo að söfnunarbauknum. Hann staldraði þar við smá stund og gekk síðan burt.

Séra Geir hljóp á eftir honum og hrópaði „Ég sá þetta, þú settir engan pening í baukinn“.

„Nú“, sagði maðurinn. „Ég néri mér upp við söfnunarbaukinn, þú sagðir að það jafngilti því að ganga alla leið“.

 
mbl.is „Nú þarf Geir Waage að hætta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mulningur #51

himnasitginnMig dreymdi að ég væri dauður og væri á leiðinni til himna. Þangað lá gríðarlangur og að samaskapi mjór stigi.  

Við stigann var stór stampur fullur af töflukrít.  Á skilti við stampinn var skrifað að allir himnafarar ættu að taka með sér eina krít. Þegar upp væri komið áttu menn svo að nota krítina til að skrifa allar syndir sínar á stóra töflu við Gullna hliðið.

Ég tók mína krít og hóf gönguna löngu upp stigann. Þegar ég var kominn nokkuð áleiðis sé ég hvar á móti mér kemur maður á niðurleið og fer mikinn. Ég þekki fljótlega að þar er Jón Valur Jensson á ferð.

„Farðu frá, farðu frá mér liggur á, þetta er fimmta ferðin mín,“ kallar hann móður og másandi.

„Hvað gengur eiginlega á, af hverju ertu á niðurleið elsku vinur“?  Segi ég.

„Ég er að sækja meiri krít,“ svarar Jón „sækja meiri krít“!

  

Mulningur #50

Ljóska ein var að reyna að komast yfir ónýta brú. Hvernig sem ljóskan reyndi og reyndi þá komst hún ekki yfir ána. Allt í einu sá hún aðra ljósku á hinum bakkanum.

 

„Hvernig kemst ég yfir á hinn bakkann“?  Kallaði ljóskan til hinnar ljóskunnar.

 

„Hvað meinarðu“? svaraði hin ljóskan um hæl.  „Þú ert á hinum bakkanum“.

 

Mulningur #49

„Ég heyrði Hannes, að þið hjónin hefðuð verið mjög ósátt um daginn og rifist heiftarlega?“

„Já satt er það“, sagði Hannes „en það jafnaði sig þegar hún kom skríðandi til mín“.

„Hvað sagði hún þá“?

„Andskotaðu þér undan rúminu Hannes, helvítis vesalingurinn þinn!“

 

Mulningur #48

„Ég las í Mogganum í morgun að þeir ætluðu að minnka við okkur lífeyrinn“, sagði Hannes gamli við konuna sína.

„Þannig að ég fór niður í Tryggingastofnun til að athuga mín mál. Þeir höfðu týnt öllum upplýsingum um mig en ég sannfærði þá um að ég væri kominn yfir sjötugt með því að sýna þeim öll hvítu hárin sem ég er með á bringunni“.

„Ef þú hefðir leyst niður um þig buxurnar Hannes,  þá hefðir þú fengið örorkubætur í kaupbæti“, sagði sú gamla.

 

Mulninur #47

Árni Páll Árnason var dapur og langt niðri eftir langt og erfitt basl varðandi ráðningu umboðsmanns skuldara svo að hann ákvað að fara til sálfræðings.

 „Hvað amar að þér Árni minn“ sagði sálfræðingurinn.

„Það trúir mér enginn“ stundi Árni Páll.

„Nei Árni minn, nú lýgurðu!“

 

Mulningur #46

Maður kom inn á lögreglustöðina í Grindavík og lýsti eftir konunni sinni.

„Hún er 28 ára , hávaxin, grönn, ljóshærð, bláeygð og æðislega vaxin“ sagði maðurinn.

„Heyrðu góði“, sagði lögregluþjónninn. „Ég veit alveg hvernig konan þín lítur út. Hún er pínulítil, hnöttótt og hálfsköllótt, með skögultennur, vörtu á nefinu og skelfilega ófrýnileg“.

„Já ég veit það“, sagði maðurinn mæðulega. „En hver vill fá svoleiðis konu til baka“?

   

Mulningur #45

Tveir Hafnfirðingar  fóru til Afríku. Konurnar þeirra höfðu beðið þá um að kaupa krókódílastígvél í ferðinni. Þeir gengu búð úr búð er hvergi voru til krókódílastígvél. Gaflararnir brugðu þá á það ráð að veiða krókódílana sjálfir.

Eftir viku spurðist til þeirra þar sem þeir voru buslandi með fyrirgangi miklum í straumþungri á og stunduðu krókódíla veiðarnar af kappi. Á bakkanum lágu hrúgur af dauðum krókódílum.

Skyndilega beygði annar Hafnfirðingurinn sig niður, greip í halann á krókódíl og henti honum upp á bakkann.

„Andskotinn“, sagði hann „ef sá næsti verður ekki í stígvélum, þá er ég hættur og farinn heim“.

 

Mulningur #44

Gömul kona gekk á gangstéttinni í miklu roki. Hún hélt um hattinn sinn með báðum höndum. Afar snörp vindkviða blés upp um hana kjólnum svo allt varð sýnilegt.  Maður nokkur sem kom á móti konunni gat ekki stillt sig;

„Þú ættir að skammast þín, frú. Þú heldur hattinum á höfðinu en lætur vindinn blása kjólnum upp þannig að allur heimurinn getur séð allt sem þar er undir“.

„Og hvað með það“? Sagði sú gamla. „Eins og þú sást þá er það sem er undir kjólnum 80 ára gamalt og krumpað, en hatturinn er splunkunýr“ 

----------

Munurinn á körlum og konum:

Konan vill að einn maður fullnægi öllum hennar þörfum.

Maðurinn vill að allar konur fullnægi hans einu þörf.

 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband