Færsluflokkur: Mulningur
Mulningur #43 Það eru fleiri en Pólverjar sem fara léttir til fótanna upp á jökul.
26.7.2010 | 20:55
Skagstrendingur hf. bauð af miklum höfðingsskap öllu sínu starfsfólki í 11 daga ferð til Þýskalands og Austurríkis '86 minnir mig. Ekið var í tveim rútum frá Lux suður til Freiburg í Þýskalandi, dvalið þar í tvær nætur. Þaðan var ekið suður til Austurríkis.
Í Austurríki var dvalið við Zell am See og þaðan fór hluti af hópnum upp á Kitzsteinhorn sem er 3204m. Lagt var upp frá Kaprun. Þegar við komum í miðasöluna horfði stúlkan í miðasölunni á okkur með spurn í augum þegar hún sá hve léttklædd við vorum. Hún hallaði sér fram og horfði á skóbúnaðinn, svo hló hún. Við karlmennirnir vorum í léttum strigaskóm en konurnar flestar berfættar í bandaskóm. Þetta voru Íslendingar á leið upp á Jökul.
Fyrst var farið með lest gegnum göng upp í mitt fjallið. Það var þessi sama lest sem brann í göngunum fyrir nokkrum árum og banaði einhverjum tugum manna. Skíðasvæði var þar sem lestin kom út úr göngunum. Þaðan var farið með strengjakláfi upp í 3029 m hæð inn beint inn á veitingarstað sem hangir þar nánast utan í fjallinu. Þaðan mátti svo ganga út á jökulinn. Útsýnið þaðan var stórkostlegt.
Engum varð meint af þrátt fyrir glæfralegan klæðnað.
Jöklaferðina má skoða hér. Fleiri myndir úr sömu ferð og öðrum boðsferðum Skagstrendings hér og hér.
Í fjallgöngu á strigaskóm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mulningur | Breytt s.d. kl. 21:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mulningur #42
24.7.2010 | 21:29
Bandaríkjamaður var á ferðalagi í Rússlandi og hitti Rússneskan verslunarmann. Þegar þeir höfðu spjallað saman um hríð sagði Bandaríkjamaðurinn:
Venjulegur Bandaríkjamaður er tíu sinnum snjallari en venjulegur Rússi. Ég skal veðja við þig um það. Ef ég get ekki svarað einhverri spurningu þinni skal ég gefa þér 100 dollara. Ef þú getur ekki svarað einhverri spurningu minni þarftu ekki að borga mér nema 50 dollara. Og þar sem það er ég, sem skora á þig í þetta veðmál, mátt þú bera fram fyrstu spurninguna.
Rússinn hugsaði sig aðeins um og spurði svo:Hvað er það sem hefur sex vængi, fjögur augu, flýgur á 500 km hraða, blakar vængjunum 50 sinnum á sekúndu og blístrar á meðan það kúkar, vakir allan sólarhringinn og syngur rokksöngva klukkan tvö á nóttunni?
Þetta veit ég bara ekki sagði Kaninn eftir langa umhugsun. Hér hefurðu 100 dollara. Hvað er þetta eiginlega?
Það hef ég ekki hugmynd um heldur, sagði Rússinn. Hér hefurðu 50 dollara.
Mulningur | Breytt s.d. kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Lítil saga af vatni. Mulningur #41
19.7.2010 | 16:58
Gott vatn er okkur Íslendingum svo sjálfsagður hlutur að við leiðum varla að því hugann hve gífurleg veðmæti eru fólgin í nánast óþrjótandi magni af hreinu og heilnæmu vatni.
Vegna frétta af þessu vatnsvandamáli þeirra Eskfirðinga rifjaðist upp fyrir mér skemmtileg saga af vatnsmálum Skagstrendinga hér á árum áður.
Fyrir 35 árum eða rúmlega það var borað eftir köldu vatni á Skagaströnd upp í Hrafnárdal. Fram að þeim tíma hafði vatnsveita Skagastrandar notast við yfirborðsvatn sem tekið var úr Hrafná. Það vatn var mjög misjafnt að gæðum eftir tíma árs og hvernig viðraði.
Rigningar höfðu eðli máls samkvæmt hvað mest áhrif á vatnið sem varð þá býsna litað, svo vægt sé til orða tekið. Haustin voru sérstaklega hagstæð kjötsúpu unnendum því þá var svo mikið af dauðum kindum í ánni að aðeins þurfti að bæta grænmeti í vatnið til að fá dýrindis kjötsúpu.
Einhverju sinni þegar ástandið á vatninu hafði verið með verra móti um nokkurn tíma tók einhver sig til og sendi sýni af vatninu suður til rannsóknar.
Svo leið og beið en ekkert kom svarið. Þar kom að hringt var suður og spurt hverju sætti.
Þá kom hinn napri sannleikur í ljós. Þeir sem rannsökuðu vatnið höfðu af rannsókn lokinni talið fullvíst að ekki yrði neinn á lífi til að taka við niðurstöðunni, því var hún aldrei send.
Núna er betra vatn en á Skagaströnd vandfundið.
Vatnið aftur orðið drykkjarhæft | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mulningur | Breytt s.d. kl. 17:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mulningur #40
18.7.2010 | 13:09
Ég skil þetta bara ekki, -sagði unga fallega konan alvarleg á svip við kvensjúkdómalækninn.
Í hvert sinn sem ég fer úr fötunum verða geirvörturnar á mér stífar og glerharðar.
Það er vissulega dálítið undarlegt, sagði læknirinn farðu úr fötunum svo ég geti skoðað þetta.
Læknirinn skoðaði síðan vandlega á henni brjóstin og geirvörturnar. Hann þreifaði, þuklaði og virti brjóstin vandlega fyrir sér og sagði síðan nokkuð vandræðalegur á svip.
Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki minnstu hugmynd um hvað að þér gengur, nema ég veit að það er bráðsmitandi.
Mulningur | Breytt s.d. kl. 13:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Er ég heilalaus hálfviti? - Mulningur #39
15.7.2010 | 19:49
Ég hef verið sakaður um það hér á blogginu að vera ekki með öllum mjalla, eiga við vanda að stríða, þurfa hjálp o.s.f.v. En langverst þótti mér þegar fullyrt var fyrir nokkru síðan að ég væri heilalaus hálfviti.
Það er hart við slíkt að búa og því var ekki um neitt annað að velja en fara í segulómskoðun og kanna höfuðinnréttinguna og það gerði ég í dag.
Mér létti stórum þegar ég sá myndina, ég er hreint ekki heilalaus eins og sjá má. Doktorinn sagði að þetta liti alls ekki illa út, stærðin skipti ekki öllu heldur getan til að nota hann.
Ég heilalaus hálfviti? Nei ekki aldeilis!
Mulningur | Breytt s.d. kl. 19:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mulningur #38
6.7.2010 | 11:06
Kona á pósthúsinu fann bréf í póstinum sem var stílað á Guð. Á umslaginu var ekkert frímerki, svo bréfið var opnað. Það reyndist vera frá 8 ára dreng sem skrifaði Guði til að láta hann vita af því að nokkrir unglingspiltar hefðu stolið af honum 8000 krónum. Honum þótti þetta leitt því hann hafði safnað peningunum fyrir Rauða krossinn.
Konunum á póstinum þótti þetta mjög hjartnæmt bréf og sumar táruðust. Þær fundu til með drengnum og ákváðu að leggja í púkk og senda drengnum. Þeim tókst að safna 7000 krónum. Peningarnir voru boðsendir samdægurs heim til drengsins.
Nokkrum dögum seinna birtist á póstinum annað bréf stílað á Guð. Nú söfnuðust allir á póstinum saman til að hlusta á bréfið sem hljóðaði svo:
Elsku Guð. Þakka þér fyrir að senda mér peninga. En hvað heldur þú að hafi skeð? Einhver stal 1000 krónum úr umslaginu! Ég er viss um að helvítis kerlingarnar á pósthúsinu hafa gert það.
Mulningur | Breytt s.d. kl. 11:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mulningur #37
4.7.2010 | 09:04
Jú við hjónin vorum að spila golf og við vorum á þriðju braut þegar kúlan hennar týndist. Við leituðum um allt, en hvergi fannst kúlan. Þá sá ég belju, sem lá og jórtraði, svo mér datt í hug að lyfta á henni halanum og viti menn þar var kúla sem líktist kúlu konunnar svo ég kallaði; sjáðu, ástin mín, þessi er alveg eins og þín!
Mulningur #36
29.6.2010 | 00:14
Endurbirti eldri Mulning sem fjallar um Rússnenska flugféagið Aeroflot.
.
.
Íslendingur var í viðskiptaferð í Sovétríkjunum og þurfti að fljúga með Аэрофлот (Aeroflot Sovéska ríkisflugfélagið) á milli borga innanlands.
Landanum var ekki rótt, því margar ljótar sögurnar hafði hann heyrt af slæmu viðhaldi á vélum flugfélagsins. En annar valkostur var ekki í boði, svo það varð að láta slag standa.
Þegar farþegarnir voru komnir um borð var flugvélinni ekið út á brautarendann. Hreyflarnir voru þandir á brautarendanum og flugtak undirbúið. En skyndilega var hætt við flugtak og vélinni ekið aftur upp að flugstöðinni.
Vinur okkar hóaði í flugfreyjuna og spurði hvað væri í gangi.
Þegar var verið að reyna hreyflana þá líkaði flugmönnunum ekki hljóðið í þeim svo þeir hættu við flugtak. Sagði flugfreyjan og brosti sínu breiðasta.
Er þá verið að snúa við til viðgerðar: spurði vinurinn.
Nei, nei, það á að skipta um flugmenn. Svaraði flugfreyjan hin rólegasta.
Drukknum ferðalöngum hent út á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mulningur | Breytt s.d. kl. 00:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mulningur #35
15.6.2010 | 19:46
Mig verkjaði af hungri, sem gerist alltof oft. Ég skimaði því ísskápinn og.... aha pizzusneið blasti við, ekki það að pizza sé í neinu uppáhaldi, nema síður sé.
En allt er hey í harðindum. Svo pizzu sneiðinni var snarað á disk og hún gerð klár fyrir upphitun.
Ég reif upp hurðina á örbylgjuofninum og ætlaði að snara diskinum með pizzusneiðinni inn....en halló, halló hvað var í gangi?
Það sem við blasti kom mér vægast sagt úr jafnvægi. Hvað var kornflex pakkinn og samlokugrillið að gera inn í örbylgjuofninum?
Drjúgur tími leið, með ýmsum bollaleggingum , áður en ég áttaði mig á því að ég var ekki að horfa inn í örbylgjuofninn heldur skápinn við hliðina á honum.
Eftir að mistökin urðu ljós var vandræðalaust að hita sneiðarskömmina.
Mulningur | Breytt s.d. kl. 20:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mulningur #34
2.6.2010 | 19:21
...brjálaðist þegar hún var búin að vinna á hóruhúsinu í fimm ár og komst að því að allar hinar stelpurnar fengu borgað?
...sem skilaði treflinum sem hún keypti, því hann var of þröngur?
...sem var föst í rúllustiga í fjóra tíma af því rafmagnið fór af?
...gat ekki hringt í 112 af því hún fann ekki 12 á símanum?
Mulningur | Breytt s.d. kl. 19:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)