Færsluflokkur: Mulningur
Mulningur #33
1.6.2010 | 20:10
Ég veit satt best að segja ekki hvað ég á að gera við þig sagði skrattinn, þú ert á listanum hjá mér, en það er eiginlega ekkert pláss fyrir þig. En hingað ertu kominn þannig að ég verð að rýma til fyrir þér. Ég verð að sleppa einhverjum sem var ekki jafn slæmur og þú og þú færð plássið. Þú mátt sjálfur velja þann sem fær að fara.
Davíð leist vel á þetta. Djöfullinn opnaði fyrsta herbergið, í því var Geir Haarde og gríðarstór sundlaug. Geir stakk sér aftur og aftur í laugina, kafaði en kom alltaf upp tómhentur. Þetta var hans hlutskipti í helvíti.
Nei, nei sagði Davíð, þetta hentar mér ekki, ég er lélegur sundmaður og gæti ekki hugsað mér að gera þetta allan daginn.
Djöfullinn fór þá með Davíð að öðru herbergi. Þar var Halldór Ásgrímsson með stóra sleggju í hendi og malaði grjót. Halldór lamdi stöðugt með sleggjunni.
Nei, nei, af og frá, sagði Davíð þetta er alltof erfitt, þetta myndi ganga frá mér á einni viku.
Nú opnaði sá vondi þriðja herbergið þar stóð Dagur B. Eggertsson með buxurnar á hælunum og Catalina Ncogo var á hnjánum fyrir framan hann að gera það sem hún gerir best.
Davíð leit undrandi á Dag og síðan á djöfullinn og sagði síðan hikandi:
Ég ræð við þetta.
Djöfullinn brosti og sagði:
Allt í lagi. - Catalina þú mátt fara!
Mulningur | Breytt s.d. kl. 20:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mulningur #32 -Einn gamall frá Sovét
19.5.2010 | 15:24
Hvað hétu fyrstu mennirnir á Jörðinni? -Spurði kennarinn.
Adam og Eva, félagi kennari, -svaraði einn nemandinn.
Og hverrar þjóðar voru þau?
Sovésk auðvitað, félagi kennari.
Rétt, en hvernig veistu að þau voru sovésk?
Nú, þau áttu ekki þak yfir höfuðið, félagi kennari, engin föt og aðeins eitt epli fyrir þau bæði og samt trúðu þau því að þau væru í paradís.
Mulningur | Breytt s.d. kl. 15:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mulningur #31
18.5.2010 | 16:20
Pabbi Hannesar dó og mamma hans tók því afspyrnu illa og var gersamlega óhuggandi, sat ein inni hjá sér í herberginu á elliheimilinu dögum saman og talaði ekki við nokkurn mann.
Loks tók hún sér tak og fór að blanda geði við aðra vistmenn. Þegar Hannes kom í heimsókn einn daginn sá hann sér til skelfingar að mamma hans gekk með nærbuxur pabba hans um hálsinn.
Hannes kom því að máli við prestinn og bað hann að gera eitthvað í málinu.
Séra Jón Valur fór til fundar við gömlu konuna og reyndi að fá hana til að sleppa nærbuxunum, en það var sama hvað hann sagði, sú gamla var ófáanleg til þess.
En af hverju ertu með nærbuxurnar hans Jónasar heitins um hálsinn? Spurði presturinn.
Það er vegna þess að þær veita mér svo mikla huggun. -Svaraði gamla konan.
Þú ættir þá frekar að ganga um með Biblíuna. Þar er miklu meiri huggun að finna. Sagði presturinn.
Já þú segir það sagði gamla konan, en það stendur ekki í Biblíunni sem stóð í buxunum hans Jónasar.
Mulningur | Breytt s.d. kl. 16:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mulningur #30
14.5.2010 | 18:37
Hjón voru á búnaðarsýningu og koma þar að sem verðlaunanaut var til sýnis.
Hvað getur nautið gert það oft? Spurði eiginkonan eiganda nautsins.
Svona sex til sjö sinnum á viku. Svaraði bóndinn.
Konan snýr sér reiðilega að manninum sínum.
Þarna sérðu Hannes, boli fer létt með að gera það sex til sjö sinnum á viku.
Bóndinn áttar sig á því að hann hafi komið eiginmanninum í bobba og flýtti sér að bæta við:
En auðvitað aðeins einu sinni með hverri belju.
Mulningur | Breytt s.d. kl. 18:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ekkert má um heilaga og syndlausa segja. - Mulningur # 28
28.4.2010 | 22:19
James Jones fyrrverandi hershöfðingi og öryggisráðgjafi Baracks Obama Bandaríkjaforseta sagði eftirfarandi brandara í ræðu sem hann flutti í Washington Instutute for Near East Policy.
Sú stofnun fer með málefni Miðausturlanda og þar eru menn fremur hlynntir Ísrael. Brandarinn fór svo illa í Gyðinga að James Jones þurfti að biðjast opinberlega afsökunar.
Talibani staulaðist um eyðimörkina magnþrota af þreytu og vatnsskorti. Út við sjóndeildarhringinn sá hann einhvern kofa sem hann stefndi á. Kofinn reyndist vera verslun og eigandinn var Gyðingur.
Talibaninn staulaðist inn og stundi upp; -Mig vantar vatn, gefðu mér vatn.
Gyðingurinn svaraði; -Því miður á ég ekkert vatn. En viltu kaupa hálsbindi? Ég er með ágætis útsölu á hálsbindum.
Talibaninn trylltist og jós skömmum yfir Gyðinginn. Kallaði hann öllum illum nöfnum.
Gyðingurinn hlustaði rólegur á þetta. Þegar talibaninn hafði ausið úr skálum reiði sinnar sagði hann; -Mér þykir leitt að eiga ekkert vatn handa þér. Og ég fyrirgef þér skammirnar um mig og þjóð mína. -Þess vegna skal ég hjálpa þér. Ef þú gengur yfir hæðina þarna og heldur áfram fimm kílómetra þá kemur þú að veitingahúsi. Þeir eiga allt það vatn sem þú getur í þig látið.
Talibaninn staulast af stað og hverfur yfir hæðina. Mörgum klukkustundum síðar staulast hann til baka, nær dauða en lífi.
Og segir við Gyðinginn; -Bróðir þinn segir að ég komist ekki inn á veitingastaðinn nema vera með bindi.
Tekið ófrjálsri hendi af Vísi.is.
Mulningur | Breytt s.d. kl. 22:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mulningur #27
23.4.2010 | 10:50
- Hvað gerði ljóskan þegar flugan flaug upp í eyrað á henni? - Hún skaut hana.
- Hvað gerði ljóskan þegar hún las í blaðinu að 99% af slysum gerðust á heimilinu? - Hún flutti.
Mulningur | Breytt s.d. kl. 12:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mulningur #26
20.4.2010 | 17:04
Þrjár ljóskur áttu sér þann draum að komast í rannsóknarlögregluna og sóttu um. Þær fóru saman í inntökuprófið sem var munnlegt en strembið.
Sú fyrsta fór inn í prófherbergið og henni var sýnd vangamynd af grunuðum manni. Hún var beðin um að útskýra hvernig hún gæti þekkt hann aftur.Það er auðvelt, sagði hún. Hann er bara með eitt auga.
Prófdómarinn hristi höfuðið og sendi hana út og kallaði næstu ljóskuna inn. Henni var sýnd sama myndin og spurð sömu spurningar.
Þetta er auðvelt, hrópaði hún. Hann er bara með eitt eyra.
Hún var líka send út og síðasta ljóskan kölluð inn. Prófdómarinn var ekki mjög bjartsýnn þegar hann lagði sömu myndina og spurninguna fyrir hana.
Þetta er einfalt, sagði síðasta ljóskan, hann notar augnlinsur.
Hvernig í ósköpunum veistu það? Spurði prófdómarinn, forvitinn og hissa.
Ja hvernig á maður sem er bara með eitt auga og eitt eyra að geta notað gleraugu.
Mulningur | Breytt s.d. kl. 17:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mulningur #25
15.4.2010 | 11:03
Jón Valur var dáinn og kom að Gullna hliðinu og knúði dyra. Dyrnar opnuðust um síðir.
Hvað vilt þú? Spurði Lykla-Pétur.
Ég vil fá inngöngu í himnaríki, svaraði Jón Valur glaðhlakkalegur.
Hingað inn kemur þú ekki góði, farðu til helvítis, sagði Lykla Pétur hlægjandi og skellti aftur hliðinu.
Næsta dag var aftur knúið dyra í Himnaríki. Lykla-Pétur fór til dyra og varð heldur betur hissa, hann sá ekki betur en allir púkar helvítis væru komnir að Gullna hliðinu.
Hvað í ósköpunum eruð þið að gera hingað? Spurði Pétur.
Við erum flóttamenn úr neðra og komum til að sækja um hæli, svaraði einn púkinn því í gær kom einhver nýr gæi og hann er búinn að snúa öllu á haus og gera staðinn að hreinu víti.
Mulningur | Breytt s.d. kl. 14:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mulningur #24
13.4.2010 | 20:45
Þrír prestar eru í göngutúr um Öskjuhlíðina. Það er mjög heitt og þegar þeir koma í Nauthólshvíkina ákveða þeir að fá sér sundsprett. Þar sem enginn er í víkinni og þeir ekki með nein sundföt ákveða þeir að láta sig hafa það og fara naktir í sjóinn.
Þar sem þeir eru að synda í sjónum, koma nokkrar unglingsstelpur aðvífandi, prestunum til mikillar skelfingar. Þar sem þeir ná ekki að komast að fötunum í tíma, var ekki um annað að ræða en reyna að skjótast að fötunum á Adamsklæðunum.
Tveir héldu fyrir græjurnar á sér en einn huldi á sér andlitið meðan þeir hlupu í skjól. Þegar þeir eru komnir í skjól spyrja þeir tveir þann sem huldi á sér andlitið því í ósköpunum hann hefði gert það í stað þess að hylja kynfærin.
Ég veit ekki hvernig það er í ykkar söfnuðum, svarar presturinn , en í mínum söfnuði þá þekkjast menn af andlitinu.
Mulningur #23
9.4.2010 | 16:16
Tvær konur á besta aldri voru á vappi um Austurvöll, fyrir forvitnis sakir, þegar mótmæli stóðu sem hæst fyrir framan Alþingishúsið. Þær komu þar að þar sem Jón Valur Jensson stóð með gjallarhorn og sendi syndugum alþingismönnum tóninn.
Hvernig líst þér á hann þennan sagði önnur konan við hina og benti á Jón. Konan horfði lengi á Jón þruma yfir þingheimi og dró við sig svarið, en sagði að lokum:
Ef hann væri vettlingur sem ég hefði prjónað, myndi ég rekja hann upp.