Færsluflokkur: Mulningur
Mulningur #22
31.3.2010 | 15:15
Þvílíkt viðtal.
30.3.2010 | 20:28
Viðtalið við unga manninn drátthaga Alexander Ómar í Kastljósinu í kvöld var það jákvæðasta og besta efni sem ég hef séð í sjónvarpi lengi. Hann er þvílíkur menningarköggull og jákvæðnibolti þessi ungi drengur að það hálfa af hálfa væri nóg.
Þetta minnti mig á þegar ég var að vanda um við 4 ára dótturson minn og nafna. Þá greip hann fram í fyrir mér og sagði;
Afi, afi bara slaka ögn á og vera rólegur!
Það virkaði.
Áfram unga fólkið!
Mulningur #21
29.3.2010 | 19:49
Hannes kom í hasti inn í apótek og spurði apótekarann óðamála hvort hann ætti ekki eitthvað við hiksta. Apótekarinn brá skjótt við og sló Hannes snöggt utanundir til að bregða honum.
Af hverju í andskotanum gerðir þú þetta? spurði Hannes í forundran.
Ég þori að veðja að hikstinn er horfinn sagði apótekarinn.
Við verðum þá að fara út og athuga með konuna mína, hún situr út í bíl og hikstaði áðan eins og henni væri bogað fyrir það.
Mulningur | Breytt s.d. kl. 19:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mulningur #20
29.3.2010 | 12:43
Hannes var í fúlu skapi á sýsluskrifstofunni að borga hraðasekt. Þegar hann hafði greitt sektina rétti gjaldkerinn honum kvittun.
Hvern andskotann á ég að gera við þessa kvittun, ramma hana inn?, hreytti Hannes í ungu konuna.
Þú átt að geyma hana, svaraði unga konan blíðlega því þegar þú ert kominn með þrjár færðu reiðhjól.
.
.
Mulningur #19
28.3.2010 | 18:15
Hannes hringdi í eiginkonuna úr vinnunni.
Heyrðu elskan. Það kom dálítið upp hjá mér. Strákarnir buðu mér í viku veiðitúr í Laxá í Aðaldal á besta tíma og ég get ekki sleppt því. Við förum norður í kvöld. Geturðu pakkað niður fyrir mig? Taktu líka til veiðidótið fyrir mig og rauðu silkináttfötin mín. Ég kem eftir klukkutíma og næ í þetta.
Að viku liðinni kom Hannes úr veiðitúrnum.
Var þetta góður túr elskan? spurði konan.
Já alveg frábær, meiriháttar svaraði Hannes. En þú gleymdir að pakka niður rauðu silkináttförunum mínum.
Nei elskan svaraði konan, ég setti þau með veiðidótinu.
Mulningur | Breytt s.d. kl. 18:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mulningur #18
26.3.2010 | 23:03
Stúdent einn sem bjó hjá móður sinni átti vingott við einmanna gifta konu sem bjó í sömu blokk. Þau áttu sína leynifundi hjá konunni þegar Hannes maðurinn hennar var í vinnunni.
Þau reyndu að halda þessu sambandi sínu eins leyndu og kostur var og höfðu eingöngu samskipti með SMS og í skeytum sín á milli kölluðu þau ástarfundina að taka í spil.
Eitt kvöldið sendi hann henni SMS og spurði hvort ekki væri tími til að grípa í spil. Hún svaraði með SMS að Hannes væri heima og útlit fyrir að hann stokkaði spilin þetta kvöldið.
En rúmum hálftíma síðar sendi hún SMS og sagði að Hannes hefði verið kallaður á aukavakt svo nú væri tækifæri að taka slag.
Svarið kom um hæl. Of seint, því miður, ég var að enda við að leggja kapal.
Mulningur #17
21.3.2010 | 23:31
Það er líkt með börn og hugmyndir maður á þau bestu sjálfur.
Mulningur #16
21.3.2010 | 12:24
Öllum getur nú orðið á, sagði broddgölturinn um leið og hann brölti ofan af strákústinum.
Mulningur #15
18.3.2010 | 23:09
Ja það hefði nú getað verið verra.
Vinnufélagarnir tóku sig saman og ákváðu að skapa þannig aðstæður að Hannes yrði alveg kjaftstopp og venja hann af þessari endalausu jákvæðni.
Daginn eftir kom einn vinnufélaginn hlaupandi að skrifborðinu hjá Hannesi tárvotur og æstur.
Hannes það hefur gerst alveg hræðilegur atburður heima hjá þér. Pabbi þinn kom óvænt heim og kom að mömmu þinni og Silla bróður þínum saman í rúminu. Hann skaut þau bæði og sjálfan sig á eftir. Öll fjölskyldan er dáin nema þú Hannes, er þetta ekki hræðilegt?
Hannes þagði andartak en sagði svo:
Jú víst er þetta hræðilegt,....ja það hefði nú getað verið verra."
Vinnufélaginn var steinhissa og spurði forviða: Hvernig í ósköpunum maður hefði þetta getað verið verra?
Jú svaraði Hannes, ef þetta hefði gerst í gær væri ég dauður en ekki Silli.
Mulningur | Breytt s.d. kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mulningur #14
15.3.2010 | 23:17
Þegar dóttursonur minn og nafni var á 4. ári dundaði frændi hans sér við að kenna honum ný orð, sem sum hver áttu ekki beinlínis heima í orðaforða barns á þessum aldri.
Það var eftir eina slíka kennslustund sem sá stutti kemur til mín og segir:
Afi, þú ert pungur!
Líklega hefur honum ekki litist á svipinn á mér því hann flýtti sér að bæta við:
Afi, ég er líka pungur!