Mulningur #15

 Hannes var alveg að gera útaf við vinnufélaga sína á ofurjákvæðni sinni. Það var alveg sama hvað kom uppá alltaf sá hann björtu hliðina og sagði ætíð:

    „Ja það hefði nú getað verið verra.“

Vinnufélagarnir tóku sig saman og ákváðu að skapa þannig aðstæður að Hannes yrði alveg kjaftstopp og venja hann af þessari endalausu jákvæðni.

Daginn eftir kom einn vinnufélaginn hlaupandi að skrifborðinu hjá Hannesi tárvotur og æstur.

    „Hannes það hefur gerst alveg hræðilegur atburður heima hjá þér. Pabbi þinn kom óvænt heim og kom að mömmu þinni og Silla bróður þínum saman í rúminu. Hann skaut þau bæði og sjálfan sig á eftir. Öll fjölskyldan er dáin nema þú Hannes, er þetta ekki hræðilegt?

    “Hannes þagði andartak en sagði svo:

    „Jú víst er þetta hræðilegt,....ja það hefði nú getað verið verra."

Vinnufélaginn var steinhissa og spurði forviða: „Hvernig í ósköpunum maður hefði þetta getað verið verra?“

    „Jú“ svaraði Hannes, „ef þetta hefði gerst í gær væri ég dauður en ekki Silli.“

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ansk

Jón Snæbjörnsson, 19.3.2010 kl. 09:58

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Algjörlega minn húmor, takk fyrir, farin út að ganga.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.3.2010 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.