Mulningur #14

Þegar dóttursonur minn og nafni var á 4. ári dundaði frændi hans sér við að kenna honum ný orð, sem sum hver áttu ekki beinlínis heima í orðaforða barns á þessum aldri.

Það var eftir eina slíka „kennslustund“ sem sá stutti kemur til mín og segir:

„Afi, þú ert pungur!“

Líklega hefur honum ekki litist á svipinn á mér því hann flýtti sér að bæta við:

„Afi, ég er líka pungur!“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Eitt sinn var ég með nafna mínum í verslunarleiðangri. Hann hefur ákveðnar skoðanir á því hvaða tegund af ýmsum vörum á að kaupa, en ég er ekki alltaf sammála honum. Í eitt skiptið varð ég að gefa mig og hlýddi honum. Þegar við höfðum sest inn í bílinn, þá segi ég við hann. Mikið ert þú nú þrjóskur nafni minn.

Það verður þögn í bílnum í nokkurn tíma, þá segir sá stutti. Afi þú getur sjálfur verið FROSKUR.

Sveinn Elías Hansson, 15.3.2010 kl. 23:25

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ha, ha,

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.3.2010 kl. 23:27

3 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ég man nú líka eina bílferðina fyrir norðan, þegar árangur þessarar kennslustundar lét á sér bera.

Þegar honum syni mínum er mál að leysa vind. Hann segir við mig "Mamma! Oj, kúkafýla!"

Og þá segir afi hans og nafni, "Við skulum nú bara kalla það sínu réttu nafni. SKÍTAFÝLA!"

Sá litli hlær sínum innilegasta hlátri og byrjar að kalla þetta orð hástöfum og síendurtekið, og þá gerir afi hans og nafni sér grein fyrir því hvaða sprengju hann hefur komið fyrir þarna, og reynir að ná stjórn á skaðanum með því að segja þeim litla að þetta sé ekki orð sem eigi að nota í þessum tilgangi.

Sá litli þagnar, þótt hann láti sér nú ekki segjast.. því aðeins fáeinum sekúndum seinna hvellur uppúr honum, "PUNGFÝLA!" með tilheyrandi hlátursrokum.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 15.3.2010 kl. 23:50

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ó,já  

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.3.2010 kl. 23:55

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Við hjónin fórum eitt sinn rúnt um Heiðmörkina með börnin okkar tvö í aftursætinu, dótturina 9 ára og soninn 4 ára. Börnin voru eitthvað að kíta í aftursætinu og móðir þeirra sussar á þau. Strákurinn svaraði sussinu eitthvað snúðugt og þá segir mamman:

"Heyrðu góði, þú skalt ekki vera með nein hortugheit í minn garð!"

Strákurinn lítur forviða út um gluggann þarna í Heiðmörkinni og segir:

"Átt þú þennan garð?"

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.3.2010 kl. 00:21

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Góður!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.3.2010 kl. 00:54

7 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Börnin eru alltaf svo einlæg. Sonarsonur minn þá tveggja ára var í pössun hjá móðurömmu sem rak verslun..Hann sat þar og lék sér er tvær fínar frúr gengu inn.. Ætli tid að kaupa eitthva spurði hann varla talandi..Nei bara skoða sögðu konurnar..Farið þið þá ÚTsagði sá stutti..

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 16.3.2010 kl. 07:55

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Frábær!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.3.2010 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.