Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011

Álfheiður hleypur fyrir horn

Væri ekki ráð að Álfheiður Ingadóttir bæði þjóðina afsökunar á veru sinni í pólitík og gerði í framhaldinu viðeigandi ráðstafanir til að leiðrétta þau mistök?


mbl.is Álfheiður baðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verða ekki allir að eignast þetta?

Á fréttasíðu mbl.is gefur að líta auglýsingu frá netversluninni  Sniðugt.is sem auglýsir gufuslétti, eitthvað sem allir verða að eiga í geymslunni við hliðina á fótanuddtækinu og öðrum ómissandi hlutum.

Í vörulýsingu seljanda segir m.a.:

Þar til í dag hafa þau (gufustraujárnin  ins. AH) verið of dýr, of flókin í meðhöndlun og of stór. Gufustraujárnið er lítið, létt, gufar í allt að 15 mínútur og smellpassar í ferðalagið.
Það hefur aldrei verið jafn auðvelt að strauja þvottinn, bara að hengja upp fötin og strauja upp og niður. Gufan réttir úr þráðum og sléttir fullkomlega. Tilvalið til notkunar á kjólföt, til að ná úr geymslulyktinni og gefa þeim ferskleikablæ. Hraðvirkara og fer betur með fötin.

Atvinnutæki á framúrskarandi verði! Ótrúlegur árangur og svo auðvelt!
  (bíómynd með svipaða vöru!)
 

Þetta tæki sem lítur út eins og sambland af ofvöxnum hitabrúsa og smurkönnu er fráleitt hentugt í ferðalög, stórt og klunnalegt og rúmlega tvöföld stærð venjulegs gufustraujárns. Það er fullyrt í  þessari auglýsingu að venjuleg gufustraujárn séu mun dýrari en þessi gufusléttir, sem kostar „aðeins“  9.900- kr.

Í Heimilistækjum einum er hægt að fá a.m.k. sex gerðir af gufujárnum sem eru ódýrari en þessi „töfralampi“, eða frá krónum 2.995-.

Svo er hægt að sjá í auglýsingunni videó af, nei, nei  ekki af þessu tæki, heldur einhverju allt öðru tæki, svipaðs eðlis!

Er ekki rétt að smella sér á eitt, eða jafnvel tvö tæki, gott að eiga eitt í bústaðnum svo fólk geti skellt sér í gufu þegar það kemur þangað um helgar, krumpað eftir eril vikunnar. 


Tár á hvarmi blikar

Það er örugglega rétt hjá Naoto Kan forsætisráðherra Japans  að Japanar munu sigrast á þeim erfiðleikum sem þeir standa frammi fyrir. Það mun án efa taka þá tiltölulega skamman tíma að sigrast á efnahagslegum þáttum þessa tröllaukna áfalls, því þeir eru með afbrigðum dugleg, skyldurækin og ákveðin þjóð.

En aftur á móti mun þessar ógurlegu hörmungar liggja lengi á þjóðinni tilfinningalega. Það er sama hver þjóðin er, hver hörundsliturinn er eða kynþátturinn, tilfinningaleg  áföll, missir ástvina, nágranna og vina rista alstaðar jafn djúpt í sálir og vitund manna.

child-tearsÞað er þyngra en tárum taki að horfa á ógnvekjandi myndskeið af þessum hörmungum, sjá heljarátök jarðskjálftans,  sjá flóðbylgjuna vaða inn á landið og leggja allt í rúst á sinni tortímingar leið, vitandi að fólk er hundruðum, jafnvel þúsundum saman að bíða bana á sjónvarpsskjánum fyrir augum mans.

Mig bresta orð, ég tárast, ég græt og játa það fúslega.


mbl.is Kan heldur í vonina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skiljum kjarnann frá hisminu.

Ekki hvarflar að mér, sem var alla mína æsku aðnjótandi eineltis jafnt af hendi barna sem fullorðinna,  að gera lítið úr einelti og þeirri góðu eineltisumræðu sem farin er í gang í þjóðfélaginu, af gróflega gefnu tilefni.

En varðandi þessa VR frétt og aðrar svipaðar er rétt að segja HÆGAN, HÆGAN,  stíga varlega til jarðar  og athuga vel hvort þetta VR ástand eigi eitthvað erindi inn í eineltis umræðuna og önnur viðkvæm mál af svipuðum toga.

Það getur eyðilagt ávinning jákvæðra umræðu um eineltið ef fjölmiðlar og almenningur fara að hrópa einelti, einelti af minnsta tilefni.

Ósætti og „eitrað“ andrúmsloft á skrifstofu VR eða öðrum vinnustöðum stafar í flestum tilfellum af samskiptaerfiðleikum eða öðrum þáttum sem eiga  ekkert skylt við einelti  og  umræðuna um það.

Skiljum kjarnann frá hisminu, kaffærum ekki umræðuna um árans eineltið með  því að hræra saman við hana alls óskyldum málum.


mbl.is Einelti á skrifstofu VR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öflugar umbætur, eða þannig

Eftir mótmæli í Óman undanfarnar vikur, og kröftugar kröfur íbúana um umbætur á stjórnarfari landsins, veitti Qaboos bin Said Al Said   soldáninn í Óman, þingi landsins í dag löggjafarrétt og vald til að setja reglugerðir. Ekkert minna! En líklega á sá gamli síðasta orðið eftir sem áður.

oman-QaboosHvert ætli hafi verið hlutverk hinna 84 þingmanna fram að þessu, hafi þeir ekki haft vald til að setja svo mikið sem reglugerðir, hvað þá lög? Sennilega var þeirra hlutverk það eitt að hrópa „mikill er Allah“ einum munni í hvert skipti sem soldáninn opnaði munninn og lokaði honum aftur.

Auk þessa hefur soldáninn gert víðtækar umbætur í höllinni og skipt út 12 af 29 blævængja þjónum sínum.

Lýðræði eins og við þekkjum það á almennt langt í land í hinum Íslömsku mið-austurlöndum, hvað sem líður okkar væntingum. Og eitt er víst, við höfum nákvæmlega ekkert um það að segja.  


mbl.is Breytingar á stjórnarfari í Óman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kalla landtökur Ísraela og mannfyrirlitning ekki á loftferðabann yfir Ísrael?

Ég skrifaði í  pistil í gær  að margt líkt væri með því sem væri að gerast í Líbýu og Palestínu, en viðbrögð heimsins við þessu tvennu eru samt giska ólík. Heimurinn hefur látið vandamál Palestínu reka á reiðanum í áratugi, en er tilbúinn að grípa nær strax í taumana í Líbýu.

Ástæðan er augljós, Palestínumenn hafa enga olíulindir til að laða að sér samúð og samkennd heimsins á því ranglæti sem þeir beittir þegar þeir eru hægt og bítandi eru rændir landi sínu og það lagt undir Stór-Ísrael.

Bandaríkin hljóta, sem helsta baráttuland fyrir frelsi, mannréttindum og jafnrétti í heiminum, að beita sér, í ljósi framferðis Ísraelsstjórnar, fyrir því að samskonar loftferðabann verði sett yfir Ísrael og Líbýu.

Nema auðvitað, þegar olían er frátalin, að augljós munur sé á mannfyrirlitningu ríkisstjórnar Ísraels og Gaddafi Líbýueiganda eða líf Palestínumanna sé léttvægara talið en bræðra þeirra í Líbýu.


mbl.is Ísraelar leyfa nýjar framkvæmdir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þá ekki sjálfgefið loftferðabann á Ísrael?

Enginn gerir lítið úr því gengdarlausa ofbeldi og mannfyrirlitningu sem Gaddafi  hefur sýnt mótmælendum gegn stjórn hans í Líbýu.  

Bandaríkjamenn hafa barist fyrir og fengið víðtækan stuðning fyrir tillögu sinni um loftferðabann yfir Líbýu.

Í framhaldinu hljóta Bandaríkin, sem helsta baráttuland fyrir frelsi og mannréttindum í heiminum, að fara fram á að sett verði samskonar loftferðabann yfir Ísrael, fyrir það gengdarlausa ofbeldi og kúgun sem þeir hafa beitt íbúa Palestínu áratugum saman.   

Eða er einhver grundvallar munur á mannfyrirlitningu Gaddafi og ríkisstjórnar Ísraels?  


mbl.is Fagna ákvörðun Arababandalagsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skandall

Svo er að sjá að dýpkunarskipið „Skandal“  sé enn einn skandallinn á skandal ofan í þessari hafnar ómynd allri. 


mbl.is Skandia frá í dag vegna bilunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Neyðarleg samkennd

Samstaða og samhugur þjóða heims virðist ekki vera neitt vandamál ef á reynir og auðveldlega má setja til hliðar ríg og kíf þjóða á milli, sé þörfin brýn.  Það er yndislegt að horfa upp á slíka samstöðu í sinni bestu mynd og hvers hún er megnug.

En hart er til þess að hugsa að til þess að kalla fram slíka samstöðu þjóða heims, virðist þurfa til slíkar hörmungar og riðu yfir Japan.  Þegar frá líður og um hægist þá hverfa allir aftur til síns heima, skríða ofan í skotgrafirnar og taka aftur upp gömlu sérhagsmunagæsluna og bíða eftir næsta tækifæri til að sýna hve góðir karlar þeir geta verið á neyðarstund.

  


mbl.is Björgunarlið streyma til Japan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samhugur

Candles_in_Love_07406Ekki þarf að efa, að íslenska þjóðin stendur einhuga að baki samúðarkveðjum forsetans til Japönsku þjóðarinnar, hugur okkar allra og samúð er með japönsku þjóðinni í þeim hörmungum sem yfir hana hafa riðið.

.

.

  
mbl.is Samúðarkveðjur til Japanskeisara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband