Verða ekki allir að eignast þetta?

Á fréttasíðu mbl.is gefur að líta auglýsingu frá netversluninni  Sniðugt.is sem auglýsir gufuslétti, eitthvað sem allir verða að eiga í geymslunni við hliðina á fótanuddtækinu og öðrum ómissandi hlutum.

Í vörulýsingu seljanda segir m.a.:

Þar til í dag hafa þau (gufustraujárnin  ins. AH) verið of dýr, of flókin í meðhöndlun og of stór. Gufustraujárnið er lítið, létt, gufar í allt að 15 mínútur og smellpassar í ferðalagið.
Það hefur aldrei verið jafn auðvelt að strauja þvottinn, bara að hengja upp fötin og strauja upp og niður. Gufan réttir úr þráðum og sléttir fullkomlega. Tilvalið til notkunar á kjólföt, til að ná úr geymslulyktinni og gefa þeim ferskleikablæ. Hraðvirkara og fer betur með fötin.

Atvinnutæki á framúrskarandi verði! Ótrúlegur árangur og svo auðvelt!
  (bíómynd með svipaða vöru!)
 

Þetta tæki sem lítur út eins og sambland af ofvöxnum hitabrúsa og smurkönnu er fráleitt hentugt í ferðalög, stórt og klunnalegt og rúmlega tvöföld stærð venjulegs gufustraujárns. Það er fullyrt í  þessari auglýsingu að venjuleg gufustraujárn séu mun dýrari en þessi gufusléttir, sem kostar „aðeins“  9.900- kr.

Í Heimilistækjum einum er hægt að fá a.m.k. sex gerðir af gufujárnum sem eru ódýrari en þessi „töfralampi“, eða frá krónum 2.995-.

Svo er hægt að sjá í auglýsingunni videó af, nei, nei  ekki af þessu tæki, heldur einhverju allt öðru tæki, svipaðs eðlis!

Er ekki rétt að smella sér á eitt, eða jafnvel tvö tæki, gott að eiga eitt í bústaðnum svo fólk geti skellt sér í gufu þegar það kemur þangað um helgar, krumpað eftir eril vikunnar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Söluaðili Sniðugt.is  hafði samband við mig símleiðis og vildi koma á framfæri athugasemd við færsluna sem hann sagði, eftir því sem ég best skyldi, ekki maklega. Hann var greinilega erlendur, talaði þó Íslensku, en mér gekk illa að skilja hann, mat hann Indverja eða Pakistana eftir málfari og hreim.

Hann sagðist vera búinn að selja mikið af þessari vöru og allir væru ánægðir. Ég sagðist ekki rengja það en benti honum á að skrifa athugasemd við færsluna á blogginu, þá myndu þeir sem færsluna læsu líka sjá athugasemdir hans.

Hann bauð mér að koma á kynningu sem hann væri með í Kringlunni, hver veit nema ég mæti.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.3.2011 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband