Skiljum kjarnann frá hisminu.

Ekki hvarflar að mér, sem var alla mína æsku aðnjótandi eineltis jafnt af hendi barna sem fullorðinna,  að gera lítið úr einelti og þeirri góðu eineltisumræðu sem farin er í gang í þjóðfélaginu, af gróflega gefnu tilefni.

En varðandi þessa VR frétt og aðrar svipaðar er rétt að segja HÆGAN, HÆGAN,  stíga varlega til jarðar  og athuga vel hvort þetta VR ástand eigi eitthvað erindi inn í eineltis umræðuna og önnur viðkvæm mál af svipuðum toga.

Það getur eyðilagt ávinning jákvæðra umræðu um eineltið ef fjölmiðlar og almenningur fara að hrópa einelti, einelti af minnsta tilefni.

Ósætti og „eitrað“ andrúmsloft á skrifstofu VR eða öðrum vinnustöðum stafar í flestum tilfellum af samskiptaerfiðleikum eða öðrum þáttum sem eiga  ekkert skylt við einelti  og  umræðuna um það.

Skiljum kjarnann frá hisminu, kaffærum ekki umræðuna um árans eineltið með  því að hræra saman við hana alls óskyldum málum.


mbl.is Einelti á skrifstofu VR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er það sem okkur íslendingum er verst farið. Við oftúlkum.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.3.2011 kl. 18:22

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir innlitið Óskar og þitt innlegg.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.3.2011 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.