Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011

Ég syrgi líka ömmu mína...

...í móðurætt, Jóhönnu Lárusdóttur frá Læk á Skagastönd, sem hefði orðið 103 ára á ICESAVE kjördaginn 9. apríl n.k. hefði hún lifað.

Ég velti því fyrir mér hvernig ég get sem best heiðrað minningu ástkærar ömmu minnar þann örlagaríka dag.

  


mbl.is Madonna syrgir ömmu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Salt í sárin

Sú staðreynd að íslenskt fé,  illa fengið jafnvel, var í töluverðum mæli notað til að styrkja Íhaldsflokkinn  Breska gleður örugglega margt íslenskt íhalds hjartað.  

Það gleður menn, sem er slétt sama hvaðan og hvernig fjár er aflað, auki það aðeins framgang aumrar hugmyndafræði íhaldsins. 


mbl.is Gjafmildir Kaupþingskúnnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Keyptar og falsaðar skoðanakannanir

Ofur- og guðsóttabloggari nokkur fer mikinn í baráttu sinni fyrir sínum hugðarefnum og sparar ekki „óvönduðum“ kveðjurnar og skeytin.  Skoðanakannanir eru honum sérstaklega hugleiknar. Ýmist eru þær guðs eini sannleikur vandaðra manna eða lygi og blekkingar andskotans og þá keyptar af syndugum satans lýð.

Nýleg Gallup könnun um afstöðu fólks til Icesave-samningsins þar sem 63 % segjast ætla að styðja samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslunni var að mati guðsóttabloggarans borguð og lítt marktæk.

Capasent könnun - sama fyrirtækis -um aftöðu fólks til ESB aðildar þar sem 50,5% segjast andvígir aðild að ESB er hinsvegar að mati guðsóttabloggarans hvorki keypt eða gerð fyrir óvandaða aðila og giska marktæk. Hér er skoðanakönnunarfyrirtækið í góðu lagi sem hann hafði deginum áður sakað um múturþægni fyrir „rétta“ könnun.

Til sönnunar um rangfærslur eða sannindi kannana vísar guðsótta- og ofurbloggarinn ýmist í eigin bloggfærslur eða skoðanakannanir útvarps Sögu og innhringi þætti á þeirri stöð þar sem hatursáróður allskonar er ræktaður í áður óþekktum stærðum.


Ekkert er nýtt undir sólinni

Ekkert óvenjulegt og  nánast ekkert, sem ekki hefur gerst margsinnis áður, gerðist í jarðskjálftanum mikla í Japan í dag. Svona skjálftar hafa í gegnum tíðina riðið yfir með reglubundnu millibili á þessu misgengi og öðrum slíkum sama eðlis.

Flóðbylgjur fylgja yfirleitt í kjölfar skjálfta á misgengjum af þessari gerð, vegna eðlis þeirra og upptaka. Til að merkja er hið alþjóðlega orð fyrir flóðbylgju,  tsunami,  komið úr japanskri tungu.

Jarðskjálftar eru síst algengari í nútímanum eða fyrir 100, 200, 400 eða 1000 árum. Fréttir eru aðeins skilvirkari nú á tímum, smá titringur hér og þar í heiminum berst samstundis  inn á borð okkar í dag, sem ekki var áður. Heimildir um skjálfta fyrir okkar minni eru ansi gloppóttar og því meir sem lengra aftur er farið.

Við fyrstu skoðun virðist sem tíðni jarðskjálfta sé stöðugt að aukast í heiminum og tjón af þeirra völdum fari vaxandi. Í þeirri tilfinningu er falin ákveðin blekking. Þjóðfélagsþróunin hefur verið á sama veg um allan heim, borgir stækka og þéttbýli eykst,  sem býður eðlilega upp á meira tjón bæði á fólki og mannvirkjum en áður þekktist, ríði jarðskjálftar yfir á þéttbyggðum svæðum.

Svona skjálftar halda áfram að ríða yfir svo lengi sem líf leynist í iðrum Jarðar, hvort sem mannkynið verður til staðar eða ekki til að fylgjast með því  í fréttum eða á eigin skinni. 


mbl.is Annar skjálfti í Japan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er að gerast Siggi?

Ég bíð spenntur eftir bloggi frá Sigurði Haraldssyni , okkar fremsta skjálftafræðingi , til að vita hvaða skilaboð  til íslendinga  felast í þessum skjálfta.

 
mbl.is Fólk fast í Tókýó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Opið hús?

Ef  að líkum lætur, má reikna með að ekki líði á löngu áður en landsmönnum bjóðist,  í Innliti og útliti  eða samsvarandi tímaritsglennu,  með myndum og alles, að „kíkja“ inn í nýju forstofuna hennar Völu.

    


mbl.is Vala Grand sýnir rassinn á Facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítið gleður vesæla.

Ekki er allstaðar sút og seyra, eymd og vonleysi í þjóðfélaginu þrátt fyrir ástandið. Sem betur fer heyrum við annað veifið í fréttum um menn sem sanda keikir og taka vindinum í fangið með reisn og bjóða mótlætinu byrginn af karlmennsku og djörfung og taka því jafnvel með fögnuði.

En gallinn er sá að heltin af þessum glaðbeittu, vígreifu og kokhraustu mönnum standa frammi fyrir rannsókn á sínum misgjörðum eða jafnvel frammi fyrir dómstólum.

Það er nánast regla,  í framhaldi af fréttum um húsleitir hér og þar, að hvítflibbakrimmarnir, þolendur húsleitarinnar, lýsa því digurbarkalega í fjölmiðlum hve mikið og innilega þeir fagna húsleitinni og rannsókninni á hendur þeim!

Gunnar Þorsteinsson, sem sætir ásökun 8 kvenna um kynferðislega áreitni, segist fagna því að mál hans sé komið til lögreglunar og þannig í lögformlegan farveg!

Geir H. Haarde fagnaði sérstaklega ákæru Alþingis á hendur honum, með tilfinningaríkum yfirlýsingum í fjölmiðlum,  og sagði  að fyrir Landsdómi yrði honum gert kleift að sanna sakleysi sitt.

 Samt hefur þessi sami Geir látið lögmann sinn leita logandi ljósi  í hverri smásmugunni eftir aðra að öllu sem að gagni gæti komið til að bakka upp óraunhæfar  frávísunar kröfur á ákærunni.

Hvers vegna frávísun? Jú, til þess að forða Geira glaðbeitta frá því að sanna sakleysi sitt fyrir Landsdómi, sem hann hlakkaði svo mjög til að gera!

 
mbl.is Enginn vildi taka sæti í fagráði Krossins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðferðislegur niðurgangur

Þessi leið, sem allt útlit er á að verði farin, til að leysa þetta stjórnlagaþings klúður er í besta falli umdeild, illa fær og torsótt. Hún skilar engu öðru en frekari deilum og vandamálum en leysir engin.

Hennar eini kostur er , ef kost er hægt að kalla, að hún gefur þeim  sem þannig eru sinnaðir tækifæri til að trúa því að þannig hafi ósanngjörnum Hæstarétti verið réttur fingurinn.

Ef við teljum okkur hafa rétt til að fordæma dóma Hæstaréttar og hafa þá að engu hugnist okkur ekki hvernig þeir leggjast þá höfum við ekkert með stjórnlagaþing og nýja stjórnarskrá að gera.  

Til þess að eiga nýja stjórnarskrá skilið er lágmark að við virðum fyrir það fyrsta þá stjórnarskrá sem er í gildi og þau lög sem við hana styðjast.

Það er óskiljanlegt af hverju mönnum yfir höfuð datt það  í hug að reyna að fara aðra leið en þá einu færu, að endurtaka kosninguna!

  


mbl.is Tillagan á mjög gráu svæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar geirinn gellur

Þessa stundina hlýtur Geir að horfa hugsi á lögmann sinn og velta því fyrir sér hvort áhættandi sé að  eiga fjör sitt og frelsi undir lögmanni sem þekkir ekki dómsstig og réttarreglur landsins.

 


mbl.is Landsdómur vísar kæru frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glettin lygasaga

23 ára amma2Þessi rúmenska barnamömmusaga er ekki ýkja sennileg og ekki eykst trúverðugleikinn ef marka má myndina af hinni  23 ára meintu ömmu.

Ekki þýðir að reyna að segja mér að konan á myndinni  sé deginum yngri en 45 ára.

Myndin ef fengin að láni af Vísir.is 


mbl.is 23 ára amma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.