Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011
Hvernig slökkva menn sinu?
6.3.2011 | 20:15
Vonandi getur blaðamaður mbl.is upplýst okkur um leyndarmálið.
Sina slökkt við Egilsstaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Er eftirspurn eftir Elísabetu á Írlandi?
5.3.2011 | 01:00
Ætli skoðanir Ískra Íra á Bretum séu frábrugðnar skoðunum kaþólskra trúbræðra þeirra, "ensku" Íranna á Norður Írlandi?
Vill Írska þjóðin fá þessa konu í heimsókn, holdgerving forneskju og afturhalds og lifandi minnisvarða um þær þjáningar sem Írar þurftu að líða undir stjórn og ofríki Breta.
Fyrsta heimsóknin til Írlands í 100 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 01:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Góðir strákar í slæmum félagsskap
4.3.2011 | 22:54
Ég hef enga ástæðu til að rengja strákana í mótorhjólaklúbbnum MC Iceland, þegar þeir segjast vera góðir strákar og vilja engum illt.
En hitt skil ég ekki, af hverju góðir drengir leggja svo hart að sér að gerast meðlimir í mótorhjóla samtökunum Hells Angels, sem hafa vægt til orða tekið, afar vafasamt orð á sér, hvar í heiminum sem þeir hafa drepið niður hjóli.
Brottvísun kemur ekki í veg fyrir fullgildingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þessi regla,...
4.3.2011 | 21:49
...sem enginn hér á landi hefur heyrt um, er sjálfsagt klassísk amerísk "staðreynd".
5 sekúndna reglan stenst ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
The Wall – í fullri lengd
3.3.2011 | 02:45
Tæt snilld.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ótrúleg staða
2.3.2011 | 22:01
Það hefði einhvern tíman þótt geggjuð tilgáta ef ekki klár vísindaskáldskapur, hefði því verið haldið fram fyrir nokkrum árum, að sá tími rynni upp að Bandaríkjamenn yrðu algerlega upp á Rússa komnir með mannaðar geimferðir.
En svo undarlega sem það hljómar verður það samt staðreynd þegar geimferjan Atlantis lýkur sinni síðustu ferð í júní. Endeavour fer sína lokaferð í apríl, en Discovery, sem er 27 ára gömul, er núna í sinni 39. og síðustu ferð, áætlað er að hún lendi eftir næstu helgi.
Eftir það eru Bandaríkjamenn algerlega háðir Rússum með mannflutninga til og frá alþjóðageimstöðinni(ISS).
Bandaríkjamenn smíðuðu samtals sex geimferjur. Auk hinna þriggja fyrrtöldu var frumgerðin Enterprice, henni var aldrei skotið á loft, hún var aðeins notuð til prófana. Hinar tvær voru Challenger, sem sprakk skömmu eftir flugtak árið 1986 og Columbia sem brann upp á leiðinni inn í gufuhvolfið árið 2003. Þær fórust báðar með manni og mús, samtals 14 mönnum.
Eiga ekki að óttast opinn geimferðamarkað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Veit einhver...
2.3.2011 | 19:24
Enn skelfur jörð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sá, vissi og sveik.
2.3.2011 | 13:09
Jú Baldur sá hvert stefndi, hann gerði meira en það, hann snaraði sér í björgunarbátinn og bjargaði sjálfum sér, en lét ógert að vara þjóðina við yfirvofandi strandi.
Glæpur hans snýst því ekki bara um krónur og aura heldur svik hans við þjóðina sem hafði hann á brjósti sér borið.
Neitar að hafa búið yfir innherjaupplýsingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Icesave-landvættirnir, fyrir hvað standa þeir?
1.3.2011 | 04:09
Að sjálfsögðu vill enginn greiða eitthvað sem honum ekki ber ekki að greiða og þá ekki hvað síst fyrir glamur og sukk annarra. En þegar mest á reynir getur verið ansi djúpt á hinu fullkomna réttlæti. Meira að segja Biblían sjálf getur ekki boðið upp á slíkan lúxus nema fyrir örfáa útvalda.
Allt útlit er fyrir að Íslendingar verði dæmdir til að greiða þessa Icesave-skuld óreiðumanna Landsbankans við almenning í Bretlandi og Hollandi að fullu, verði Icesave-samningurinn ekki samþykktur og málið látið fara fyrir dóm.
Lárus Blöndal, sem var í samninganefndinni, sagði í Silfri Egils á sunnudaginn var, að þótt hann telji að okkur beri ekki að borga væri áhættan af málarekstri slík, að samþykkt samningsins væri besti kosturinn.
Þeir hafa talað digurbarkalega, sem hvað harðast hafa lagst hafa gegn samningum um málið, útlistað málið á tilfinninganótunum sem glæp gegn þjóðinni og sagt að þeir sem vilji borga ættu þá bara að gera það en sleppa þeim við greiðslur sem ekki vilja borga.
Gefum okkur að þeirra ráðum verði fylgt og samningurinn verði felldur í þjóðaratkvæðinu. Þá má fastlega gera ráð fyrir að þjóðin verði í framhaldinu dæmd til að greiða margfalda þá upphæð sem um hefur verið samið. Þá gengur væntanlega Þór Saari ásamt þeim Jóni Val, Lofti Altice og þeirra sporgöngumönnum fram fyrir skjöldu, fara að eigin tilmælum, snara upp veskinu og punga sjálfir út þessu lítilræði og hlífa þeim við aukagreiðslunum sem vildu fara mjúku leiðina. En ég efast um það, satt best að segja!
Hefur ekki íslensku þjóðinni þegar verið gert að greiða, hægri vinstri, fyrir glæpi og sukk fjármálasóðanna með endurreisn bankanna, sparisjóðanna, tryggingafélagana o.s.f.v.- o.s.f.v?
Hvar voru þessir Icesave-landvættir þegar krafsað var niður úr vösum skattgreiðenda í þeim björgunaraðgerðum?
Þögðu þeir þá, meðan þeirra eigin tapi var forðað á kostnað skattgreiðenda? Nei það getur ekki verið ástæðan, eða hvað?
Icesave þýðir hærri skatta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)