Ekkert er nýtt undir sólinni

Ekkert óvenjulegt og  nánast ekkert, sem ekki hefur gerst margsinnis áður, gerðist í jarðskjálftanum mikla í Japan í dag. Svona skjálftar hafa í gegnum tíðina riðið yfir með reglubundnu millibili á þessu misgengi og öðrum slíkum sama eðlis.

Flóðbylgjur fylgja yfirleitt í kjölfar skjálfta á misgengjum af þessari gerð, vegna eðlis þeirra og upptaka. Til að merkja er hið alþjóðlega orð fyrir flóðbylgju,  tsunami,  komið úr japanskri tungu.

Jarðskjálftar eru síst algengari í nútímanum eða fyrir 100, 200, 400 eða 1000 árum. Fréttir eru aðeins skilvirkari nú á tímum, smá titringur hér og þar í heiminum berst samstundis  inn á borð okkar í dag, sem ekki var áður. Heimildir um skjálfta fyrir okkar minni eru ansi gloppóttar og því meir sem lengra aftur er farið.

Við fyrstu skoðun virðist sem tíðni jarðskjálfta sé stöðugt að aukast í heiminum og tjón af þeirra völdum fari vaxandi. Í þeirri tilfinningu er falin ákveðin blekking. Þjóðfélagsþróunin hefur verið á sama veg um allan heim, borgir stækka og þéttbýli eykst,  sem býður eðlilega upp á meira tjón bæði á fólki og mannvirkjum en áður þekktist, ríði jarðskjálftar yfir á þéttbyggðum svæðum.

Svona skjálftar halda áfram að ríða yfir svo lengi sem líf leynist í iðrum Jarðar, hvort sem mannkynið verður til staðar eða ekki til að fylgjast með því  í fréttum eða á eigin skinni. 


mbl.is Annar skjálfti í Japan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allt eðlilegt? Ekki viss um að hann Siggi kvitti undir það ;)

B. (IP-tala skráð) 11.3.2011 kl. 21:37

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Við verðum þá að bíða og sjá hvað Siggi segir um það.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.3.2011 kl. 21:56

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jú, þetta er rétt.

Fólksfjölgunin og hin gífurlega þéttbýlismyndun.  það magnar skaðann svo upp.  Þ.e. slíkar náttúruhamfarir koma niður með allt öðrum hætti  og skaðinn kemur allt öðruvísi og miklu sterkar fram auðvitað en þegar fólk var mestanpart í dreifbýli.

En talandi um fólksfjölgun í heiminum, þá trúir maður því ekki fyrr en maður fer vikilega að pæla í því hvernig þróunn var og er.

Árið 10.000 fyrir Krist 1 milljón

Árið 1 um 200 milljónir.

Árið 1000 um 310 milljónir.

Árið 1800 um 1 milljarður.

Árið 1900 um 1 og 1/2 milljarður.

Árið 2008 tæpir 7 milljarðar.

http://en.wikipedia.org/wiki/World_population

þetta er bara ótrúlegt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.3.2011 kl. 22:05

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Gott innlegg Ómar

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.3.2011 kl. 22:07

5 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Amen.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 12.3.2011 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.